Vikan


Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 7
ar ég kem heim, er búið að skemma eldri blöðin með því að klippa krossgátuna úr. Þar sem ég lít á VIKUNA sem langbezta vikuritið hérlendis, þótti mér eiginlega mikið fyrir því, að þið skylduð leggja ykk- ur niður við að birta þessa „væmnu vellu“ eftir Kristmann Guðmundsson, sem að mínu viti hlýtur að flokkast undir „3. flokk vinnukonurómana", eins og einn gagnrýnandi komst að orði hér um árið. Ég vona bara að hann sé ekki kominn á neinn samning hjá ykkur að „fram- leiða“ svo og svo mörg þúsund orð í hvert blað framvegis? En það er nú alltaf miklu auð- veldara að gagnrýna en benda á ráð til úrbóta, og má vel vera að einhver lesi Kristmann sér til ánægju og uppbyggingar. Með þökk. B. D. • ------ •— Við verðum að ráða bót á þessu, t.d. með því að prenta krossgátuna aftan á heil- síðu auglýsingu. Þökkum annars góð orð í garð blaðsins. Rétt er það sem þú bendir á, að auðveld- ara er að gagnrýna en benda á ráð til úrbóta. Samt sem áður tökum við gagnrýni fegins hendi og reynum að verða við óskum lesendanna. Herferðirnar enn ... Kæri Póstur! Mikið lifandis skelfing eru þær hvimleiðar, þessar herferð- ir löggunnar hérna í Reykjavík. Ekki svo að skilja, að þær geri ekki gagn — því að það gera þær eflaust. Hins vegar einblínir lög- reglan svo á eitthvert visst um- ferðarbrot, að hún gleymir gjör- isamlega að taka eftir annars konar brotum. Það hefur einhverntíma áður verið skrifað um þetta í Póstin- um, en mér finnst sannarlega ástæða til að halda þessu lifandi, því að þetta er til skammar. Núna, þegar þetta er skrifað, virðist löggan einblína á þá bíl- stjóra, sem leyfa sér að aka með ólöglegum hraða. Þetta er auð- vitað gott og blessað, en um leið gleyma þessir karlar að taka eft- ir öðrum lögbrjótum. Ég þurfti að aka mikið um miðbæinn í gær og fór líklega svona sex sinnum fram hjá ein- um umferðaljósunum. f öll þessi skipti var a.m.k einn lög- regluþjónn við ljósin, og í öll þessi skipti hlupu vegfarendur yfir götuna á rauðu Ijósi, og í öll skiptin glápti lögregluþjónn- inn eða þjónarnir á þessa af- glapa, sljóum augum. Nei, það var nefnilega ekki fyrr en í næstu viku, að átti að taka vegfarendur, sem ganga yfir á rauðu ljósi, í gegn. Sko. Kraftamaðurinn sr. Snorri... Hr. ritstjóri! Kærar þakkir vegna greinar- innar um sr. Snorra á Húsafelli. Ég safna frásögnum af íslenzkum kraftamönnum og hef ekki get- að náð í neitt um sr. Snorra fyrr en nú. Mig minnir að ég hefi heyrt sögu af honum, sem ekki var tilgreind þarna um það að hann bjargaði húnvetnskum bónda undan draugi. Er það rangt? Og mætti ég biðja um fleiri sambærilegar greinar. Jón Ó Jón. --------Það er rétt Jón, að sr. Snorri bjargaði húnvetnskum bónda. En hann gat ekki gert það með öðru móti en því að flytja bóndann suður í Húsafell undan draugnum og þar átti hann heima úr því. Máttur sr. Snorra var svo mikill þar á staðnum, að draugurinn megnaði ekki að gera bóndanum mein. Fólk af konungakyni. .. Kæra Vika! . Það var biturt en ekki óskemmtilegt háð í greininni um konunglegan uppruna íslend- inga og óhæfni þeirra til að stunda þjónustustörf. Greinin var skemmtilega skrifuð, en ég sá ekki neitt höfundarnafn. Er það leyndarmál, hver skrifaði hana? Kjartan Pálsson. --------Nei, það er ekkert leyndarmál, Kjartan, raunar áttu stafir höfundarins að vera und- ir greininni, en höfðu fallið nið- ur. Hún er eftir Gísla Sigurðs- son, ritstjóra Vikunnar. Það má segja, að við höfum það fyrir reglu, að höfundar merki grein- ar sínar og kemur mjög sjaldan fyrir að út af þeirri reglu sé brugðið. HIN NÝTÍZKU LEGA FRAM LEIÐSLA Á SNYRTIVÖRUM og hin árangursríkasta fæst meS því a9 nota lífræn krem, sem lagfæra galla húðarinnar. LA CRÉME Bóo-Catcdyá OG BóO'Lacta Lífga upp og yngja MeÖ samhliða notkun þeirra: verður: styrkara, mýkra, yngra, hörundið: liflegra og bjartara. Blettir og bólur hverfa Að lokum: CRÉME BIO-CATALYS og BIO LACTA hindra eitranir og truflanir, sem fæðan getur valdið. BIO-LACTA: Nýlega hefur verið hafin framleiðsla á BIO-LACTA f túbum og á það við allar húðgerðir, hvort heldur er um að ræða þurra, venjulega, blandaða eða feita húð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.