Vikan


Vikan - 16.01.1964, Side 9

Vikan - 16.01.1964, Side 9
ir hægindastólar, eldhúsvaskur, einhverskonar borðstofuskápur og stórt fuglabúr. ÞaS var auðvitað afskaplega þröngt þarna, en hrein- legt og heimilislegt. —• StQfan er hérna, sagði frúin og benti á dyr inn af eldhúsinu. Við litum þar inn; það var um það bil tólf fermetra herbergi, sem sýndist enn minna en það raun- verulega var sökum mikillar hæðar undir loft. Stofan var með rósóttu teppi á miðju gólfi, rósóttu vegg- fóðri, glerskáp eins og hér voru í tízku fyrir rúmum tíu árum. A veggjunum voru fjölskyldumyndir og nokkrar eftirprentanir af niður- lenzku bændafólki á ökrum. Svo voru þar tveir armstólar, blóm og þar með basta; þá var herbergið fullt. Mér fannst það að mörgu leyti minna mig á stofur á íslenzk- um sveitabæjum. — Hversu stóra íbúð hafið þið? spurðum við. Sjö herbergja íbúð, þar af eru fjögur svefnherbergi. Við erum stór fjölskylda, sagði herra Scholtes og benti á fjögur börn. — Auk þess eru tvö uppkomin og farin að heim- an, bætti hann við. —• Leyfist okkur að spyrja yður, herra Scholtes: Hvað hafið þér mikl- ar tekjur á mánuði og við hvað vinnið þér? — Það er velkomið að segja ykk- ur frá því. Ég vinn í stáliðjuveri, er þar verkstjóri og fæ tólf þúsund franka á mánuði (ca. 10—11 þús. ísl. kr.). Það telst fremur gott kaup, en þess ber að geta, að ég er yfir- maður. — Eigið þið húsið? — Nei, við leigjum og borgum 1500 franka á mánuði í húsaleigu. Það getur ekki talizt mikið, og við erum líka skattfrjáls vegna þess, að við höfum meira en þrjú börn á framfæri. Svo borgum við 500 franka á mánuði í tryggingar, sjúkrasamlag og lífeyrissjóð. — Eigið þið kannski bíl? — Bíl? nei, við eigum ekki bíl. Herra Scholtes svaraði þessu eins og spurt hefði verið um fjarstæðu. — Það er kannski stutt í vinnu hjá yður, herra Seholtes, svo þér þurfið ekki bíl? •—■ Nei, það er því miður ekki svo stutt, það eru 26 km., og ég verð að fara að heiman tveim tím- um áður en vinna hefst. —• Það er langur tími. Eru bíl- ar ef til vill mjög dýrir hér í landi? — Já, það finnst okkur. Til dæmis kostar Volkswagen nærri 70 þúsund. — Ójá, ekki þættu það amaleg kjör á íslandi, þar sem einn slíkur bíll kostar nærri tvöfalt meira. En segið okkur eitt að lokum: Hvað gerið þið til dæmis á sunnudögum og aðra daga, þegar þið getið verið öll saman? — Við förum út með börnin. Við fáum okkur göngu einhversstaðar Framhald á bls. 36. Herra Scholtes er verkstjórl í stáliðjuveri og hefur sem svarar 10—11 þús. ísi. króna á mánuði. Hér er Scholtes-fjölskyldan í stofunni heima hjá sér. Stærsta herbergi hússins var í senn eldhús, borðstofa og einhverslconar íveruhcrbergi. Hér er frú Scholtes að elda hádcgismatinn. Frú Scholtes og heimasæturnar tvær. Fjölskyldan býr niðri í Petrusse-dalnum, þar sem sagt er, að töluð sé önnur mállýzka en ofan við brúnir dalsins. Fjögur börn þeirra hjóna eru enn í föðurgarði. Tvö eru gift og flutt burtu. Meðan Schoitcs hefur fjög- ur börn á framfæri, er hann skatt- frjáls. VIKAN 3. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.