Vikan


Vikan - 16.01.1964, Síða 20

Vikan - 16.01.1964, Síða 20
4. Hluti - Eftirf Ratrick Reid Teikn Baltasar 1 ■'/ Pólverjar veittu okkur af mikl- um höfðingsskap um jólin. Þeir höfðu fengið matarböggla að heiman, en við höfðum ekkert, fyrri en Rauða kross-bögglarnir fóru að berast á jóladag. Geðs- hræringu okkar verður ekki með orðum lýst. Þetta voru fjölda- bögglar — það er að segja, þeir voru ekki stílaðir á neinn sér- stakan mann. Hinir einstöku pakkar höfðu heldur ekki úrval vista inni að halda. í sumum var niðursoðið kjöt, öðrum te, kakó, og þar fram eftir götunum. Þeg- ar frá eru taldir bögglarnir, sem bárust til Laufen, meðan við vor- um þar í ágústmánuði, voru þetta fyrstu matvælabögglarnir, sem bárust okkur frá Englandi, og við vorum innilega þakklátir fyrir þessa gjöf. Þeir gerðu okk- ur einnig kleift að endurgjalda Pólverjunum gestrisni þeirra og örlæti að nokkru leyti, því að hvort tveggja átti sér engan líka. Við settum á fót stranga skömmt- un, þar sem við gáum ekki bú- izt við að fá sendingar með reglu- bundnum hætti, og við létum þessa sendingu, sem við hefðum getað etið upp á fáeinum dögum, endast í næstum tvo mánuði. Út- reikningar okkar í því efni stóð- ust í alla staði. Rauða kross-ibögglar bárust aldrei reglulega til Colditz, svo að við urðum alltaf að eiga ein- hverjar varabirgðir. f Englandi voru bögglar sendir vikulega -— einn á mann í hvert skipti —- en í Colditz fékk hver maður venju- lega böggla í þriðju hverri viku. Pólverjar höfðu útbúið brúðu- leikhús fyrir jólin og sýndu þá Mjallhvít og dvergana sjö. Var það gert af mikilli list og þótti hin ágætasta skemmtun. í hlé- inu fengu menn brauð og öl, sem Pólverjarnir höfðu lengi safnað saman af skammti sínum. Ölið var fangabúðaöl, sem hægt var að fá keypt hjá Þjóðverjum við sjaldgæf tækifæri. í upphafi reyndist ekki sérstaklega erfitt að komast yfir það í Colditz, en þegar komið var fram á mitt 2Q — VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.