Vikan


Vikan - 16.01.1964, Síða 21

Vikan - 16.01.1964, Síða 21
ÚRDRÁTTUR: Patrick Reid var fangi Þjóðverja; en tókst að strjúka úr fangabúð- unum ásamt tveim félögum sínum á þann hátt, að þeir grófu jarð- göng undir girðinguna og komu upp um gólfið í eldiviðarskúr hand- an götunnar fyrir utan fangabúðirnar. Þeir gengu svo frá göngunum, að þeir vonuðust til að þau fyndust ekki, svo að hægt væri að nota þau áfram til flótta fyrir aðra fanga. Þeim tókst einnig að komast undan, og gengu í fjóra daga lausir, en voru þá handteknir í litlu þorpi um 100 km. frá landamærun- um og fluttir aftur í fangabúðirnar, Þar voru þeir yfirheyrðir og síðan fluttir til annara fangabúða — Oflag IV C í Colditz í Saxlandi. Þar voru aðallega pólskir stríðsfangar, sem tóku vel á móti þeim og voru ágætir félagar. Skömmu síðar komu fleiri enskir hermenn þangað, en gæslan var örugg, og virtist gersamlega vonlaust að hugsa um flótta. árið 1941, fór að kreppa svo að Þjóðverjum, að því er bezt varð séð, að það hvarf með öllu. DAGLEGT LÍF. Fangar fengu ekki svo mikið sem að líta Reichmark augum, en í staðinn var gefinn út gjald- miðill, sem nefndur var Lager- geld — eða fangabúðapeningar, sem voru þó harla lítilsvirði. 1 verzluninni í fangabúðunum gát- um við fest kaup á rakblöðum, tannkremi, raksápu og stöku sinnum rófumauki eða rauðróf- um og sakkaríntöflum. Við gát- 'um líka pantað hljóðfæri. Þau voru mjög dýr — þetta var hreint rán hjá Þjóðverjum — en þau glöddu marga áhugamenn. Eins og við var að búast, var hver dagurinn öðrum líkur að mestu leyti. Við vorum vaktir klukkan hálf átta með því að þýzkir undirforingjar gengu um svefnsalina og hrópuðu hástöfum „fótaferð!“ Klukkan átta komu aðstoðarmennirnir (óbreyttir brezkir hermenn) með matinn úr eldhúsi Þjóðverja með að- stoð foringja, og var þetta full- ur ketill af gerfikaffi (hráefnið var akarn), nokkrir brauðhleif- ar, örlítil smjödíkisklína og stundum smávegis af sykri. klukkan átta var svo liðskönn- un. Þá komu allir fangarnir sam- an úti í garðinum, skipuðu sér í raðir, brezkir fangar út af fyrir sig, og pólskir út af fyrir sig, en síðan komu fangabúðastjórinn þýzki út og leit yfir hópinn. Að- stoðarmaður hans kastaði tölu á fangana, og þegar allt reynd- ist í lagi, heilsuðu menn að her- mannasið og liðskönnunin var á enda. Þegar fram liðu stundir voru menn vaktir klukkan sjö með verksmiðjublístru, og eftir klukkan níu máttu fangar gera það, sem þeir vildu; þó innan vissra takmarka. MenA gátu les- ið, lagt stund á málanám eða tónlist, æft fimleika og svo fram- vegis. Meðal Pólverja var fjöldi manna, sem kunni ýmis tungu- mál, og notuðu margir Englend- inganna tækifærið til að njóta tilsagnar þessarra manna í ýms- um erlendum tungumálum, en létu á móti koma tilsögn í Ensku. Komu kennari og nemandi sér fyrir, þar sem kyrrlátt var, og svo var hafizt handa við námið. Mátti þá víða heyra tuggið í treg- an nemanda, þegar gengið var um bygginguna eða fangelsis- garðinn. Þegar bækur fóru svo að berast frá Englandi, þegar frá leið, efndum við til leshringa til að fræðast og hafa ofan af fyrir okkur. Síðar stofnuðum við fangelsisleikhús og margir fangar, sem voru gæddir leik- hæfileikum, sneru sér að því að efna til leiksýninga og skemmt- ana af öðru tagi. Sýning, sem kölluð var „Ball- et Nonsense“, varð sérstaklega vinsæl og varð að endurtaka þann þátt hvað eftir annað. Bún- ingar voru allir gerðir úr „krep“- pappír og þóttu hafa tekizt mjög vel, en auk þess var tónlistin furðu góð, þegar litið var á áll- ar aðstæður. Voru ýmissa þjóða menn í hljómsveitinni, en mest- an fögnuð vöktu vitanlega leik- ararnir, því að ekki kom annað til greina en að karlmenn væru í öllum hlutverkum, kvenhlut- verkunum ekki síður en hinum, og jók það á skemmtunina að sjá fanga, sem safnað höfðu skeggi, stíga Ustdans af miklu kappi með útstandandi pils. og brjóstahaldara úr sama efni. ■ Litlu munaði, að ekkert' yrði af sýningum á ballettiniim af ástæðum, sem nú skal frá gpednt: Koma átti fyrir stórum flygel í samkomusalnum vegna skemmt- Unarinnar, og kom hópur verka- manna með það. Þeir fóru úr jökkunum, meðan þeir bisuðu við að koma flygelnum á sinn stað, og jakkarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Innihaldv-t.vas- anna var skilið eftir, en flestir fangarnir litu svo á, að þeir hefðu fulla heimild til að slá eign sinni á borgaralegan fatnað, sem á vegi þeirra varð. Fangabúðastjórinn lét sam- stundis loka leikhúsinu og krafð- ist þess, að jökkunum væri skil- að tafarlaust. Fangarnir lofuðu að greiða andvirði þeirra, en það kæmi aldrei til mála að skila þeim! Þetta kom sér mjög illa fyrir leikhússtjórnina, sem hafði Framhald á bls. 41. VIKAN 3. tbl. — 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.