Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 28
KLÁDÍUS
DREPUR
KÓNGINN
Efftir Vilhjálm Sieikspfr
Prógramm
PERSÓNUR:
HAMLET, danmerkurprins.
ÖFELÍA, kærasta Hamlets, dóttir Pólóníusar, systir Laertes.
KLÁDÍUS, danmerkurkóngur, föSurbróðir Hamlets, eiginmaSur móður Ham-
lets.
GEIRÞRÚÐUR, danadrottning, ekkja föður Hamlets, eiginkona föðurbróður
Hamlets, móðir Hamlets.
LAERTES, bróðir Öfelíu, sonur Pólóníusar, vinur Hamlets.
PÖLÖNÍUS, faðir Öfelíu, faðir Laertes.
HÖRAZ, góður maður.
FYRSTA HAUSKÚPA - af manni sem lifað hefur.
ÖNNUR HAUSKÚPA - af manni sem dáið hefur.
Hermenn, þjónar, njósnarar, leigumorðingjar, draugar, leikarar, sjómenn,
mikinn hluta leiksins, en hún
er ekki eins sterk í trúnni og
Hamlet, því hún gefur dauðann
og djöfulinn í öll morð og læti,
en lætur sér nægja að drepa
sjálfa sig.
Það eru fleiri göfugmenni í
leiknum. Kládíus, föðurbróðir
Hamma, byrjaði á því að drepa
bróður sinn, pabba Hamma. Svo
stingur hann sér umsvifalaust í
bólið hjá mömmu Hamma, sem
er hin ánægðasta með skiptin.
Hún er einnig ein af þessum
göfugu persónum, sem hægt er
að nema mikinn lærdóm af. Hún
er svo heimsk, að hún veit varla
hvað snýr upp eða niður á hlut-
unum, né hver er í bólinu hjá
henni þá stundina. Þetta kemur
henni líka í koll undir lokin,
grafarar og svoleiðis pakk.
Það er fyrir löngu viðurkennt meðal
allra menningarþjóða, að þetta leikrit
sé það stórkostlegasta, og göfugasta,
sem samið hefur verið til þessa dags,
en jafnframt eitt hið erfiðasta í upp-
setningu og leik. Sérhverjum leikara
mun finnast það hápunktur frægðar
sinnar og leiksnilldar, að fá hlutverk
í þessu stykki, og þá ekki sízt þeim,
sem fer með hlutverk Hamlets.
Og það er líka óhætt að segja að
fyrir því séu æmar ástæður.
Hamlet — aðalpersóna leiksins —
er margslungin persóna, góður og göf-
ugur á köflum, gáfaður hugsjónamað-
ur. Meirihluta leiksins er hann samt
kolvitlaus, bæði viljandi og óviljandi,
og berst harðri baráttu við sinn innri
mann um það, hvort betra sé að drepa
kónginn eða sálga sjálfum sér. Hann
ákveður fyrst að kála sér, en
skiptir svo um skoðun og tekur
þá ákvörðun að drepa kónginn
í staðinn. En hann er alltaf jafn
göfugur í hugsun, og þótt hann
drepi Pólóníus fyrst, þá er það
alveg óvart, og engum að kenna
nema Póla sjálfum. Þegar hann
svo loks drepur kónginn, þá er
það ekki að yfirlögðu ráði, held-
ur í augnabliks bræði — aðal-
lega vegna þess að kóngsi hafði
þá drepið 1) pabba hans, 2)
mömmu hans, 3) kærustuna
hans (óbeinlínis), 4) Laertes
bróður hennar (óbeinlínis), 5)
Pólóníus (óbeinlínis) og 6) hann
sjállfan (óbeinlínis). Það þarf
því engan að furða, þótt Hamlet
hafi orðið vondur.
Ófelía hin fagra er líka vitlaus
2g — VIKAN 3. tbL