Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 30

Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 30
BRENNUR HRAUN YIÐ BLÁFJÖLL FKAMHALD AF BLS. 15. niðursuðudósum í efstu hillum hrynja niður yfir gestina, sá hiliuna sjálfa riða og hallast fram, þar til hún féll með öll- um sínum þunga, og öllum vör- unum ofan á fólkið, — og hann sjálfan. f.iSan hvarf sýnin og hann i issi ekki meira um stund. Það fyrsta, sem hann skynj- í Si, þegar Iiann raknaði úr rot- inu, var megn og andstyggileg vínlykt. Hann opnaði augun og sá, að liann lá á gólfi, og að Iækur af einhverjum vökva, sem líklcga var vin — ef dæma mætti cftir lyktinni — rann undir and- lit hans. Hann fann að einhver óhærilegur þungi lá á baki hans, og þegar hann reyndi að hreyfa sig, fann hann að þótt báðir fætur væru lausir, þá var eitt- hvað, sem lá svo þungt ofan á honum, að hann gat sig ekki hrært. Honum datt fyrst i hug, að þetta væru eftirstöðvar eftir ofsalega drykkju, því það hafði einu sinni komið fyrir hann, að hann vaknaði á gólfinn heima Iijá sér, við svipaðar aðstæður. En þá mundi hánn eftir því, sem gerzt Iiaf'ði. . . og þá skildi hann i einni svipan, hvað kom- ið hafði fyrir. Þetta var jarðskjálfti, svona heiftarlegur, að eitthvað hafði hrunið ofan á hann. Kannske var húsið i rúst, og hann undir því. Nei, annars. Hann sá birtuna af rafmagnsljósunum á gólfinu, og það gat varla átt sér stað, ef húsið hefði hrunið. Liklegá hafði hillan hrunið ofan á hann. Hann kallaði upp. Og um leið heyrði hann önnur liróp og köll, í öðru fólki, og skyndilega tók einhver í fætur honum, og spurði, hvort hann hefði meitt sig. Hann lirópaði upp: „Geturðu losað þetta ofan af mér? Ég held að það sé allt í lagi með mig — ef ég kemst bara út!“ Hann heyrði að fleiri komu til, og hann fann að þunginn fór af honum. Strax og hann fann að hann var laus, skreið hann í ofboði undan, þnrfti um leið að sópa frá sér allskonar niðursuðudósum og öðrum varn- ingi, og loks var liann kominn út á gólfið og gat staðið upp. Hann var aumur í öllum skrokknum, en hvergi brotinn eða illa meiddur, eftir því, sem hann bezt gat fundið. Hillan stóra, sem hann hafði séð detta, liafði lent á lionum ofanyerð- um, og skellt honum í gólfið, þar sem liann var klemmdur nið- ur. Styrmir fór að líta í kringum sig, og það var óhuganleg sjón, sem blasti við. Gólfið var þakið vörum af öllum tegundum, mjölvörur dreifðar um allt, flöskur með ýmsu innihaldi liöfðu brotnað og blandast mjölinu, dósir og pakkar lágu í hrúgum um allt, hillur lágu á gólfinu hver ofan á annarri, flestar rúður möl- brotnar og afgreiðsluborð úr gleri brolin. Tvær stúlkur lágu sýnilega mcðvitundarlausar á gólfinu, aðrar sátu í stólum eða á gólf- inu, stynjandi og sinnulausar um umhverfið. Karlmenn stumr- uðu yfir þeim, reyndu að lífga við þær, sem' lágu á gólfinu, en aðrir sýndust liafa nóg að gera við að vorkenna sjálfum sér. Fyrsta hugsun Styrmis var að komast í símann, til að hringja á blaðið — vita hvað skeð hafði, og ráðgast um hvað gcra skyldi. Hann varð hálfhissa, þegar hann sá, að enginn var við sím- ann, en skildi, að fólkið hafði ekki ennþá áttað sig nógu vel á viðburðum til að hugsa um annað. Hann fékk strax són og hringdi á ritstjórnina, en þar var á tali. Hann reyndi fimm — sex sinnum, en allt fór á sömu leið. Hann var nú l'arinn að liugsa skýrar, hafði verið hálf rugl- aður eftir liöggið, og datt nú skyndilega í hug, hvernig fjöl- skyldu hans hefði reitt al' heima. Hann liitnaði allur upp, og fór að skjálfa, þegar hann mundi eftir því, að hann bjó á áttundu hæð í háhúsi. Þar var kona hans og tvö börn . . .! Hann sá fyrir sér i huganum, hvernig liúsið hefði hrunið til grunna í þessum óskaplega jarð- skjálfta, og að jiau væru nú graf- in undir rústunum. Hann reyndi að hringja heim til sín, en höndin titraði svo mikið, að hann varð að gera þrjár tilraunir áður en hann gat stimplað rétt númer. Síminn hringdi, — en enginn svaraði. Hann fölnaði og Iivitnaði á víxl, varð máttlaus í hnjálið- unum og varð að styðja sig til að detta ekki. Hann þóttist nú viss um, að liann fengi aldrei að sjá ]>au aftur lifandi. Svo fékk hann hálfgert æði, og hljóp af stað, hoppaði yfir vörjuhrúgurnar á gólfinu, stikl- aði yfir meðvitundarlausa stúlku, æddi út um dyrnar undir bert loft, og fór að hlaupa eins og óður maður. Hann hljóp eins og hann komst niður að Miklubraut, snöktandi og veinandi án þess að hann liefði hugmynd um ]iað, sá varla hvert hann fór, þvi augun voru full af tárum. Þann- ig æddi hann áfram eins og vit- stola maður, þangað til hann kom að Miklubrautinni, og varð að stoppa vegna bíla, scm óku þar um með æðislegum hraða til bæjarins. Hann þurrkaði sér um augun og starði í áttina til háhýsisins, þar sem hann átti heima. Það tók liann dálitla stund að finna húsið, og þegar hann sá Ijósin i því alla leið upp á elleftu hæð, og skildi, að það stóð enn, var eins og hann lypp- aðist niður, hann kipptist við af snöggu ekkasogi, svelgdist á, og fór nú að gráta hamslaust þarna við vegarbrúnina, — en nú var það af eintómum fégin- leik. Loks komst liann yfir götuna, og hljóp nú við fót beint yfir óbyggða mýrina, heim til sín. Þegar hann var kominn nálægt húsinu, stanzaði hann andartak og leit upp cftir því, en sá ekkert athugavert við það, allt sýnd- ist eins og það átti að vera. Hann lagði aftur af stað að dyrunum en heyrði þá að kallað var í hann. Hann lcit við og sá konu sína koma hlaupandi til sin með bæði börnin. Það varð fagnaðarfundur. Hún sagði honum, að liúsið hefði skyndilega farið að riða til og frá, og henni hefði fundizt eins og liún væri stödd á skipi úti á rúmsjó. Rúður liöfðu brotn- að, hlutir fallið niður á gólf, húsgögnin runnið til á gólfinu, og hún liefði lialdið að nú væri sitt siðasta komið. Hún liafði gripið bæði börnin og hlaupið með þau í ofhoði niður alla stiga. Það liefðu allir aðrir íbúar húss- ins líka gert, svo að troðningur varð í stiganum, en allt hafði farið vel að síðustu — allir höfðu komizt út heilu og höldnu. Nokkrir karlmannanna höfðu nvlega farið inn aftur til að gæta að skemmdum. Þegar þau stóðu þarna og voru að tala saman, lieyrði Styrmir aftur þennan einkennilega þyt, sem var undanfari jarðskjálft- ans. Hann greip bæði börnin og hljóp frá húsinu, og kallaði í konuna að koma. Hann var aðeins að leggja af stað, þegar jörðin fór aftur að skjálfa. svo hann riðaði á fótum. Enn þetta stóð yfir aðcins augnablik. Svo varð allt kyrrt aftur. „Guð minn góður,“ sagði kon- an „hvað er eiginlega um að vera?“ „Vertu róleg, góða mín, þetta líður hjá. Það eru svona snögs- ir jarðskjálftakiopir. En úr þvi að húsið hru'ndi ekki í kippn- um áðan, ]iá er ég ekki lirædd- ur um. að það gerði bað liéðan af. Það er svo vel járnbent, •— reiknað með þessum möguleika — að ég held að það sé engin hætta á því að vera þar.“ „Þú færð mig ekki þnngað upp hvað sem í boði er, og börnin far'a ekki þangað heldur.“ „Vertu nú róleg, við skulum sjá hvað setur. Okkur liggur ekkert á. Verst hvað þú og börnin eru illa klædd í þessum kulda. Ég verð að fara og ná i föt handa ykkur.“ ..Þú ferð ekkert upp, Styrm- „Ég verð að fara upp, því annars fáið þið öll lungnabólgu eða króknið úr kulda. Það er sist betra en annað.“ Og með það lagði hann af stað til húss- ins. Ilann var smeykur, þegar liann gekk inn um útidyrnar, og lagði af stað upp stigann. Satt að segja þá var liann skit- hræddur. Hann gerði sér í hug- arlund, að húsið mundi hrynja ofan á hann hvenær sem væri, og fór að hlaupa upp stigana. Ilonum datt ekki einu sinni i hug að reyna lyftuna, þvi hon- um fannst hann vera öruggari i stiganum en i lítilli og lokaðri lyftunni. Hann komst klaklaust upp á áttundu hæð og inn í íbúð- ina. Þar var allt á tjá og tundri, hiisgögnin öll úr skorðum og allskonar smádót út um allt gólf. Hann skeytti ]ivi engu, en flýtti sér að taka saman öll þau föt Framhald á bls. 33. ---------------------Klippið hér — —---------------------------- Abendir.g um líklcgan þátttakanda í fegurðarsamkeppninni 1964. Ég undirrit. leyfi mér hérmeð að benda á ungfrú sem ];átttakanda í Fegurðarsamkeppninni 1964. Háralitur: ........ Hæð: .......... Mál (ef hægt er) ......... Heimilisfang: ................................. Sími ......... Núverandi atvinna: ............................ Aldur ........ Undirskrift með fullu nafni. Sendist Vikunni, Skipholti 33, Reykjavík.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.