Vikan - 16.01.1964, Page 33
sem hann fann, hrúgaði þeim
saman þangað til hann gat ekki
borið meira, og hljóp með það
aftur niður stigann, móður og
másandi.
Hann var á leiðinni niður á
fjórðu hæð, þegar þriðji kipp-
urinn reið á. Hann missti fót-
anna í sliganum, og valt niður
fimm eða sex tröppur, og lá
kylliflatur á stigapallinum með
fatahrúguna ofan á sér, þegar
allt kyrrðist aftur. Hann þreif
fötin saman í ofboði og hent-
ist með þau niður og út, hljóp
eins og hann ætti lífið að leysa
frá húsinu, og stoppaði ekki fyrr
en konan kallaði á hann aftur.
/V(V(V
Styrmi reiknaðist svo til,
að fyrsti jarðskjálftakippurinn
liefði komið kl. um sex um
kvöldið. Siðan höfðu orðið fimm
eða sex minni hræringar, engar
svo slæmar að skaði yrði meiri
en þegar var orðinn. Klukkan
var nú orðin rúmlega sjö.
Enginn hafði þorað aftur inn
í húsið, til að dvelja þar, nema
nokkrir einstaklingar, sem stóðu
inni i forstofunni niðri, tilbún-
ir að hlaupa út við minnstu
hræringu. Þeir treystu þvi að
þeir yrðu nógu fljótir að hlaupa.
Hitt fólkið liafði flest farið eitt-
hvað í hurtu, þeir sem áttu
bíla höfðu farið í þeim, og tek-
ið með sér allskonar fatnað og
sitthvað matarkyns, óku svo i
örugga fjarlægð frá húsinu og
biðu þar frekari tíðinda. Aðrir
höfðu farið til vina og kunn-
ingja, sem l)juggu i öruggari
húsum annarsstaðar i bænum og
fengið inni hjá þeim þar til
séð yrði hvað verða vildi.
Þær fjölskyldur, sem ekki áttu
i önnur hús að venda, höfðu
safnazt saman í stórum vinnu-
skúrum skammt frá húsinu. Þar
inni var þó skjól fyrir veðrinu,
og einliver hafði hafizt handa
um að kveikja upp í stórum
olíuofni, sem var þar á miðju
gólfi. Það var þröngt inni í
skúrnum og erfitt um hreyf-
ingar, en samlyndið var gott,
og allir reyndu að gera sitt
hezta lil að gera dvölina þar
sem bærilegasta.
Einhvcr hafði haft með sér
transistor-útvarpstæki, en engar
frétlir af jarðskjálftánum höfðu
enjiþá lieyrzt í því, aðeins hljóm-
plötur án afláts. Fólkið var farið
að róast, því það, sem það ótt-
aðist mest — að háhýsið mundi
hrynja í jarðskjálftanum —
hafði ekki komið fram, og það
var smátt og smátt að fá þá
trú, að það væri í rauninni al-
veg óhætt að fara inn til sín
aftur.
Styrmir var orðinn órór, því
hann vissi, að hans verksvið
var annarsstaðar, hann átti að
fara um bæinn og leita frétta
af þessum atburði, kanna hvaða
skaði liefði orðið eða slys, hvað
ýmsir fagmenn segðu um þennan
atburð, komast að því, hvar upp-
tök jarðskjálftans væru, og við
hverju væri að búast. En hann
átti bágt með að slíta sig frá
fjölskyldunni þarna í skúrnum,
og skilja þau cftir ein, þótt hann
vissi, að nágrannarnir mundu
hjálpa þeim eftir megni. Hann
var farinn að ympra á þvi við
konuna, að eiginlega þyrfti hann
að fara niður á blað, en úr þ.vi
hafði ekki orðið enn.
Skyndilega hætti hljómlistin
i útvarpinu, og þulurinn fór
að tala:
„Útvarp Reykjavik," sagði
hann rólega og með festulegum
málróm „hér er ein innlend
frétt.“
„Mikill jarðskjálftakippur varð
i Reykjavik og nágrenni kl. 18.06
í dag, en siðan hafa minni hrær-
ingar fundizt nokkrum sinnum,
en ekki þó til líka eins snarpar
og sú fyrsta var.
Var fyrsti kippurinn svo harð-
ur, að rúður í flestum húsum
hafa brotnað, veggir hafa sprung-
ið og jafnvel hrunið á einstaka
stað. Vitað er um þrjú hús, sem
hafa hrunið niður að mestu, en
um manntjón er ekki vitað með
vissu ennþá.
Fjöldi fólks hefur leitað til
Slysavarðstofunnar vegna
meiðsla, sem þó eru ílest smá-
vægileg.
Fréttastofunni hefur ennþá
ekki tekizt að liafa tal af nein-
um, sem gæti gefið nánari upp-
lýsingar um orsakir jarðskjálft-
anna, né hvar upptök þeirra
eru, — grunur leikur samt á,
að þau séu nálægt Reykjavik.
Jarðskjálftamælirinn í Reykja-
vik fór úr sambandi við fyrsta
kippinn, og verður því að hiða
fregna utan af landi um upptök
jarðskjálftanna.
Fólk er alvarlega áminnt um
að vera rólegt, og halda sig
i námunda við hús sin, ef það
álítur óráðlegt að vera inni.
Vegna þessa atburðar er venju-
legri dagskrá útvarpsins frest-
að að sinni, en leiknar verða
hljómplötur og fréttir sagðar
strax og þær berast.“
Fólkið i skúrnum róaðist tölu-
vert við þessar fréttir, það liafði
haldið, að skemmdir og slys í
hænum hefðu orðið verri en
nú kom á daginn, það hætti að
óttast um fjölskyldu og vini,
sem hjuggu annarsstaðar, og
fann öryggi í þvi að lieyra i
þulnum, sem skýrði svona ró-
lega frá staðreyndunum.
Styrmir hóf aftur máls á því
við konu sína, að liann þyrfti
að fara niður á blað, og þau
komu sér saman um að það væri
skylda hans, sérstaklega vegna
þess, að ekki virtist neitt að ótt-
ast í bili. llann kvaddi þvi og
liélt af stað gangandi i kuld-
anum. llann reyndi nokkrum
sinnum að stöðvabifreiðar áleið-
inni í bæinn, en enginn þeirra
sinnti lionum, svo að liann gekk
eða hljóp við fót alla leið.
Klukkan var að verða átta,
þegar hann gekk inn á skrifstof-
una. Þar var allt eins og venju-
lega, allt á rúi og stúi, allir svo
uppteknir við skriftir eða
i símanum, að varla var við
nokkurn liægt að mæla. Rit-
stjórinn sat á skyrtunni við rit-
vélina og skrifaði eins og óður
maður, með heyrnartólið af
símanum klemmt upp að eyr-
anu, sagði öðru hvoru já eða
nei, og virtist skrifa niður frétt-
ina jafnóðum og hann heyrði
hana í símanum.
Hann leit upp, þegar Styrmir
gekk inn, lirópaði i símann og
bað manninn að biða augnablik,
og sneri sér að Styrmi:
„Hvar i andskotanum liefurðu
eiginlega verið maður? Heldurðu
að þetta sé einhver leikvöllur
fyrir liálfstálpaða lcrakka, eða
hvað? llvað hefurðu verið að
gera?“
„Nú, þú sendir mig i verzl-
unina þarni inni í Háaleiti .. .“
„Þú hefur sko ekki verið þar
allan þennan tíma .. jæja, drifðu
þig af stað eins og skot, taktu
jeppanu hérna úti og farðu eitt-
hvað um hæinn og vittu livað
er að gerast. Taktu hann Magga
ljósmyndara með þér. Taktu
myndir af öllu, talaðu við fólk
— fáðu viðbrögð almennings,
skoðaðu skemmdir, komdu við
á Slysavarðstofunni, lögreglu-
stöðinni, úthverfum ... alstað-
ar. Þú verður að vera húinn að
skrifa það klukkan tíu, — og
inyndir tilbúnar.“
„Ókev!“
„Ertu klár á þessu...?“
„Já, bless ... “ og Styrmir
var rokinn út. Hann fann Magga
ljósmyndara í myrkraherberg-
inu þar sem hann var að Ijúka
við noklcrar myndir, þreif í
hann og sagði honum að koma
með sér út í livelli. Maggi sóp-
aði saman nokkrum filmum,
ljósmyndavél og blossaljósi, og
hljóp á eftir Styrmi út í jepp-
ann, sem stóð fyrir utan húsið.
Það var dálítil liálka sumstað-
ar á götunum, svo Styrmir ók
frekar rólega og leit vel í kring
um sig á meðan. Það var mjög
fátt fólk í miðbænum og lítil
umferð, að undanskyldum fjölda
lögregluþjóna. Það var sýnilegt
að allt varalið lögreglunnar
hafði verið kvatt út, enda ekki
að ástæðulausu, þvi margar rúð-
ur í verzlunum liöfðu mölbrotn-
að i fyrsta jaröskjálftanum, og
þótt að nú væri búið að negla
fyrir þær allskonar kassafjalir
og segldúka og taka úr glugg-
unuin allar vörur, þá var til-
tölulega greið leið þar inn, þeim
sem það vildu liafa. Viðast livar
sáust menn samt innanbúðar
ennþá, sem liöfðu orðið eftir
til að gæta verzlunarinnar, og
sérstaldega þar sem um' dýrari
vörur var að ræða, eins og hjá
skartgripasölum, í ljósmynda-
vöruverzlunum o. s. frv. Ekki
höfðu bankarnir heldur farið
varhluta af rúðubrotum, enda
stóðu lögregluþjónar þar dygg-
an vörð.
Neðarlega í Bankastrætinu
hafði strætisvagn neitað að
hlýða vagnstjóranum, — eða að
vagnstjórinn hafði misst stjórn
á sjálfum sér við jarðskjálftann
— því vagninn hafði runnið
yfir gangstéttina aíð sunnanverðu
í brekkunni, yfir hana og oltið
á hliðina út á túnblettinn. Þar
hafði vagninn verið látinn eiga
sig i bili, því engan mann sá
Styrmir þar hjá.
Sírenuvæl lét óaflátanlega í
eyrum þeirra Styrmis og Magn-
úss, og lögreglu- sjúkra- og
slökkvibifreiðar þp'stust sitt á
hvað um göturnar með æðisleg-
um hraða, og mátti hafa allan
hugann við að átta sig á hvaðan
hljóðin komu, og vara sig á
bílunum, sem virtu öll umferða-
lög að vettugi.
Yl’ir liöfninni sáu þeir rauð-
an hjarma, og þegar þeir óku
þangað til að athuga hverju
þetta sætti, sáu þeir gamalt
vöruhús i ljósum loga, en
slökkviliðið barðist við að
slökkva eldinn.
Viða voru illa sprungnir vegg-
ir á húsum, og einstaka veggur
liafði lirunið. Vatn fossaði upp
úr Austurstrætinu á einum stað,
og olli það flóði á kafla. Þar
hafði sprungið vatnsæð í sund-
ur og vatnið rann óliindrað
út.
Fyrir utan Slysavarðstofuna
var fjöldi bíla, og fólk stóð þar
í biðröðum fyrir utan, og hcið
eftir að fá gert að sárum sínum.
Flestir liöfðu hlotið höfuð-
högg, þegar hlutir féllu ofan á
þá, og höfðu sár á liöfði. Aðrir
höfðu hönd i fatla og báru sig
VIKAN 3. t»L — gg