Vikan - 16.01.1964, Side 46
til dóttur sinnar.
Faith hafði orðið fyrir mörgu
illu um ævina. Hún hafði misst
sjcnina, hún hafði barizt við ör-
væntingu og beizkju, hún hafði
gengið undir uppskurð, sem eig-
inlega hafði mistekizt. En aldrei
hafði hún upplifað neitt, sem
líktist kvölunum, sem nú gagn-
tóku hana. Hún reyndi að segja
eitthvað, en kom ekki upp
nokkru orði. Tungan vildi ekki
mynda hljóðin, vöðvar og taug-
ar neituðu að hlýða henni. Simon
og Clare . . . Simon og Clare . . .
Simon langaði ekki til að gift-
ast henni... Allt var meðaumk-
un af hans hálfu. í svipinn brann
hún af hatri til mannsins, sem
hún elskaði.
—- Hér er engin hætta á ferð-
um, mamma, tókst henni loksins
að segja, meðan móðir hennar
leiddi hana að hægindastól, sem
hún hneig niður í.
— Mig tekur þetta sárt —
afar sárt, muldraði Joan, sem
ekki hafði gert ráð fyrir að þetta
mundi ske.
Henni létti stórum, er Faith
sagði með hægð:
—- Yður gat ekki dottið í hug,
að ég mundi heyra þetta. En
dettur yður í hug að ég gæti
gifzt Simoni og vitað jafnframt,
að hann elskaði... aðra stúlku,
og fórnaði hamingju sinni mín
vegna?
Nú varð Joan hrædd. Ef Falth
ætlaði að taka að sér hlutverk
göfugmennsku og sjálfsfórnar og
gefa Simoni frelsi, voru hennar
eigin áform dauðadæmd. Hún
sagði með varfæmi:
— Nei, ég er viss um, að þér
gætuð það ekki. . . En ef þér
hins vegar byðuð honum frelsi,
hvernig gæti hann þá þegið það
boð og verið hamingjusamur á
eftir?
- Það eina sem ég veit er
að ég get ekki trúað neinu mis-
jöfnu um Clare. Hún gæti ekki,
hreint og beint gæti ekki hagað
sér eins og þér segið, að hún
geri. Ég þekki hana nefnilega —
ég þekki hana.
— Þér haldið, að þér þekkið
hana, sagði Joan og leit vand-
ræðalega til Meg Hamden. Þér
verðið að gera það fyrir mig að
trúa mér þegar ég segi, að ég
hef gert allt, sem ég hef getað,
til þess að forðast einmitt þetta.
Beizkjan sauð í Faith þessa
stundina, beizkja, sem var sprott-
in af vonbrigðum og auðmýk-
ingu. Öll hennar veröld lá í rúst-
um. Móðir hennar hélt vernd-
andi örmum um skjálfandi lík-
ama hennar og reyndi að hugga
dóttur sína, eins og hún væri
smábarn.
— Þetta fer allt vel, sannaðu
til, hvíslaði hún.
Loks náði Faith valdi á sér.
Hún sneri blindum augunum að
Joan og sagði:
— Ungfrú Latimer, viljið þér
sverja mér, að þér hafið séð Sim-
bindindismenn!
Ipyggið bilinn
hjá
það borgar sig!
Abyrgðp
Tryggingaiélag bindindismanna
Laugavegi 133
Símar 17455 — 17947
on og Clare saman, og að þér
vitið, að þau hafi hitzt á laun?
Ef þér eigið nokkra mannúð til
... og sómatilfinningu, þá segið
mér sannleikann. Ekki grun-
semdir og ágizkanir ... Það er
sannleikurinn, sem ég vil heyra!
hrópaði hún með skjálfandi
röddu.
Sem snöggvast varð Joan
hrædd við það, sem hún hafði
ráðizt í. En svo tók afbrýðin
völdin hjá henni og drap hvern
samúðarneista. Hún svaraði
dræmt og af yfirlögðu ráði:
— Því miður er hér hvorki
um grunsemdir eða ágizkanir að
ræða. Ég hef aðeins talað um
það, sem ég hef séð með mínum
eigin augum. Ég hef séð Simon
og Clare saman í sumarhúsinu
hans. Ég hef séð þau þar í faðm-
lögum, sagði hún og bætti við
hvíslandi: — Ég hefði aldrei
komið hingað annnars.
Faith svaraði ekki strax. Hún
fann, að hún gat fyrirgefið Clare
og Simoni, að þau elskuðust, en
ekki, að þau lugu að henni og
drógu hana á tálar.
— Þökk fyrir, svaraði hún
stutt, og nærri því áður en orð-
in voru sögð, féll hún í ómegin.
Meg og Joan báru hana á milli
sín og lögðu hana í sófann. Meg
hellti koníaki í glas og hellti
ofan í dóttur sína.
— Á ég að ná í lækni? spurði
Joan. Henni leizt ekki á útlitið
á Faith.
— Nei, sagði Meg Hamden
hvasst. - - Þér hafið gert meira
en nóg í dag, finnst mér.
Hún horfði ísköldum augum á
Joan. — Það kemur stundum
fyrir, að betra er að vita ekki
neitt, bætti hún við.
Faith hreyfði sig, opnaði aug-
un og hvíslaði lágt: — Fyrirgefðu
mér!
Meg huggaði hana eftir mætti
og fékk hana til að hátta. Joan
beið í stofunni, þangað til Meg
kom niður aftur. Henni datt í
hug, að það væri of áhættusamt
að láta allt skeika að sköpuðu,
eins og nú var komið.
- Ég vildi óska, að ég vissi
hvað ég á að segja, frú Hamden,
sagði hún fleðulega. — Ég veit,
hvað þér hljótið að hugsa um
mig, en mig dreymdi ekki um,
að dóttir yðar fengi að vita um
þetta. Mér væri óbærilegt, ef
þér vilduð ekki skilja afstöðu
mína til þessa leiðindamáls.
Meg, sem var orðin rólegri,
sagði aðeins:
— Ég ætla að minnsta kosti
að reyna það.
— Ég hef verið að brjóta heil-
ann um þetta vikum saman, hélt
Joan áfram. — Af því að ég gat
ekki komizt að niðurstöðu um,
hver skylda mín væri. Ég von-
aði innilega, að yður og mér
tækist að finna lausn á vand-
anum, sem gæti hlíft dóttur yðar
við óþægindum.
Meg gat engu svarað þessu.
Hún gerði sér fyllilega ljóst, að
Joan hefði vel getað snúið sér
beint til Faith.
— Ég þarf dálítinn tíma til
þess að hugsa betur um þetta,
sagði hún lágt.
Joan beið augnablik, en svo
sagði hún:
— Ég þarf að biðja yður bón-
ar.
— Hvað er það? spurði Meg
óþolinmóð.
— Ef Simon verður að fá að
vita, að ég á sök á þessu, þá
langar mig til að fá að segja
honum það sjálf.
Meg kinkaði kolli, raunaleg á
svipinn — hún hafði ekkert við
það að athuga. — Nei, ég skal
ekki blanda yður í þetta . . . En
ég mun spyrja Clare, hvað hún
segi við þessum ásökunum. Það
er alls ekki víst, að það séuð
i þér ein, sem hafið séð hana með
Simoni.
— Ég vona innilega að engir
aðrir hafi séð það. Það eina, sem
máli skiptir, er að allt komist
í lag aftur milli Faith og Simon-
ar.
— Og ef hann hefur nú fórnað
sér?
— Þá gefst mér sú ánægja að
hafa hlíft honum við óláni, og
hafa stuðlað að því, að hann
verði hamingjusamur maður. Ég
játa enn, að mér finnst Clare
Ruthlnad óþolandi, en viður-
kenni líka, að palladómar og
grunur geta verið hættuleg. Ég
hata ranglætið, frú Hamden!
Andrúmsloftið á þessu vina-
lega heimili var orðið annað en
áður. Það var ömurlegt og kulda-
legt. Þegar Clare kom heim, hálf-
tíma eftir að Joan var farin,
fann hún, að eitthvað hafði kom-
ið fyrir. Hún hafði verið bæði
hamingjusöm og ófarsæl á þessu
heimili. Þar hafði hún upplifað
ást sína og Simonar, sem hún
átti nú að yfirgefa fyrir fullt
og allt. Eina huggun hennar var
sú, að Faith höndlaði hamingj-
una í staðinn. Hún hafði strax
tekið eftir, að ljós var uppi í
herbergi Faith, og það þótti
henni grunsamlegt. Undariegt ef
hún væri farin að hátta svona
snemma.
Clare flýtti sér inn í dagstof-
una, en þar sat Meg og beið —
föl og þegjandaleg með hendurn-
ar í keltunni. Clare hafði aldrei
séð hana iðjulausa fyrr. Það var
eitthvað í fasi hennar, eitthvað
ákærandi í svipnum, svo að Clare
nam staðar og hún fékk ákafan
hjartslátt.
— Er eitthvað að? hrópaði
Clare flemtruð.
Meg horfði á hana.
— Eruð þið Simon ástfangin
hvort af öðru? spurði hún for-
málalaust.
Clare tók öndina á lofti. Þetta
kom svo flatt upp á hana, að
hún lamaðist. Blóðið streymdi
fram í kinnarnar og loks tókst
henni að stama:
— Hvað áttu við?
—- Var ekki spurningin nógu
skýr? spurði Meg.
Clare hneig niður á stól. Hug-
urinn var á ringulreið. Var
mögulegt að Faith hefði upp-
götvað leyndarmálið?
Clare varð að haga orðum sín-
um með varkárni. Hún mátti
fyrir hvern mun ekki gera Faith
mein.
— Jú, spurningin var sannar-
lega nógu skýr svaraði hún. —
En mig langar til að vita, hvers
vegna þú telur þörf á að bera
upp jafn... fjarstæðukennda
spurningu — hvort við Simon
elskuðum hvort annað!
— Er það svo mikil fjarstæða?
sagði Meg og horfði gaumgæfi-
lega á hana, ef ske kynni að hún
gæti séð nokkra svipbreytingu
á Clare, sem segði annað en orð-
in.
Clare saup hveljur.
— Já, mér finnst það, sagði
hún, og nú þóttist hún sjá votta
fyrir von í andliti Meg. — Mér
finnst líka, að þú ættir að þekkja
mig svo vel, að þú vændir mig
ekki um að sitja á svikráðum við
Faith.
— Ég var ekki að tala um það.
— En það lá í sjálfri spurn-
ingunni og er náskylt henni.
Góða Meg, ég held að mig hljóti
að taka þetta sárar en þig! Því
annars mundirðu ekki... En mér
er óskiljanlegt hvernig í þessu
— VIKAN 3. tbl.