Vikan


Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 47
A-G-8-7-6-4 y G-lO $ D-8 K-G-4 é> D-5 y K-5-4 4 G-10-6-5 Jj, 10-9-8-5 liggur. Og ég er sannfærð um, að Simon mundi aldrei gera sig sekan um svo lítilmótlegt at- hæfi. — Ég er þér sammála um það, sagði Meg. — Kannske ég ætti að orða spurninguna öðruvísi. Hafið þið Simon nokkurntíma hitzt á laun? Clare vissi nú, að einmitt á þessu augnabliki var hún beðin um að fórna öllu því, sem henni var dýrmætast í lífinu — vegna Faith! Og jafnvel á þessu hræði- lega augnabliki fann hún, að hún vildi fremur fórna öllu en að spilla lífi og hamingju Faith. Þetta var engin hræsni, engin tilraun til að leika göfugmenni. Það var aðeins ósjálfráð, með- fædd löngun hennar til að vernda þann veikari. í fyrsta skipti á ævinni sneri hún út úr orðum til þess að gera lygi að sannleika, og gerði það án þess að finna til þess að hún gerði nokkrum rangt til. — Já! Ef þú átt við það, að við höfum hitzt hér utan heimil- isins, án þess að ég hafi sagt ykkur frá því! Meg rétti úr sér. Hún hafði búizt við að svarið yrði hreint nei. — Var það nauðsynlegt — eða heiðarlegt? — Hvorttveggja, Meg, sagði Clare, með virðuleik sem var nærri því espandi. — Eitt kvöld- ið meðan Faith var veik, sát- um við Simon í sumarhúsinu hans og töluðum saman! Ég nefndi ekki þetta samtal við ykk- ur, vegna þess að það snerist um veikindi Faith og uppskurðinn, sem í ráði er að gera á henni. — Er það ekki málefni sem okkur kemur öllum við? — Jú, en þetta var læknis- fræðileg hlið málsins, sem við töluðum um, og hefði farið fyrir ofan garð og neðan hjá ykkur. — Ég skil. Og þið hafið þá ekki átt ástamót saman? Clare tókst að vera róleg. Eng- inn gat sakað þau um það — þau höfðu ekki svo mikið sem __ Nei, góði, þetta hlýtur a3 vera vitlaust númer. Ég hef eng- an síma. kysst hvort annað. — Ég hef aldrei kysst Simon — aldrei — ef það er það, sem þú átt við. Æ, góða Meg, þú verður að skilja að þú þarft ekk- ert að óttast af minni hálfu, - hvað eða hver það er, sem hef- ur talið þér trú um þetta... það er hræðilegt ranglæti. Meg fann að hún var á hálu svelli. Hana langaði til að trúa Clare, af þeirri einföldu ástæðu, að henni hafði þótt vænt um hana frá því að hún sá hana í fyrsta skipti, en hins vegar hafði hún alltaf hálfgerða skömm á Joan Latimer. En hins vegar gat hún ómögulega séð eða skil- ið, að Joan hefði nokkra átyllu til að baktala Clare og ljúga á hana. -— Það kann að vera, að þú hafir rétt fyrir þér, sagði hún. — En „aldrei rýkur nema þar sem eitthvað brennur", segir máltækið. — Æltlarðu að láta gamlan málshátt dæma mig? Trúirðu mér ekki betur en svo, eftir að ég hef reynt að sýna, hvaða til- finningar ég ber í brjósti til Faith? Meg var í stökustu vandræð- um. Það gat hugsast, að Joan væri á villigötum. Hún gat hafa sagt þetta í bezta tilgangi en dregið rangar ályktanir. Allt í einu sagði Meg, og það var hiti í röddinni: — Heyrðu Clare. Ef þú vilt leggja við drengskap þinn, að þú elskir ekki Simon og hann ekki þig, þá skulum við láta þetta vera gleymt. Við minnumst aldrei á það framar. Viltu fall- ast á það? Clare fannst hún heyra sinn eigin dauðadóm — hvora leiðina sem hún kysi. Annaðhvort varð hún að afneita Simoni eða leiða glötun yfir Faith. Þða var um hennar eigin glötun, eða björg- un Faith að velja. Faith, sem var blind og treysti henni — Faith, sem henni þótti svo vænt um. Drengskaparorð! Gat nokkur drengskapur legið í sannleikan- um, þegar svona stóð á? Clare horfði djarflega framan í Meg, en hún varð að kreppa hnefana í kápuvösum sínum til þess að reyna að vinna á móti ofsanum, sem var í sál hennar. — Ég gef þér drengskaparorð fyrir mitt leyti, sagði hún alvar- leg. — Það væri fordild af mér að svara fyrir Simon. Og þess þarf yfirleitt ekki. í svipinn var loftið lævi bland- ið — en allt í einu mátti sjá á svip Meg, að henni létti ósegjan- lega mikið, og svo sagði hún — nærri því kjökrandi: — Ó, Clare! Drottinn minn! Nú verð- um við að fá Faith til að treysta þessu líka! — Áttu við að hún haldi, að . .. sagði Clare felmtruð. — Það vildi svo til að hún hlustaði á samtal sem ég átti Allir utan hættu, vestur gefur. Þeir spilamenn, sem yfirsegja á spil sín, þurfa oft á góðu úr- spili að halda, því annars er hætt við því, að þeir vakni upp við þann vonda draum, að enginn vill lengur spila á móti þeim. í spilinu hér að ofan lenti suð- ur í fjórum hjörtum eftir all líflegar sagnir. Vestur hafði opn- að á spaða og sagt hann aftur í annarri umferð. Norður for- handardoblaði í fyrstu umferð og eftir það héldu suðri engin bönd. Vestur spilaði út hjartagosa, drottning, kóngur og ás. Meira hjarta setti vestur inn aftur. Hann skipti yfir í tíguldrottn- ingu, sem sagnhafi drap með kónginum. Engin leið virðist fyrir sagnhafa að losna við tvo tapslagi í spaða og einn í tígli, og því virðist ósigur vera á næsta leiti. við ... við manneskju — um þig og Simon, sagði Meg hikandi. — Æ, nei! hrópaði Clare í ör- væntingu. — Hvað sagði hún? Meg reyndi að hrista af sér tilhugsunina um Joan og alllar ásakanirnar, sem hún hafði bor- ið fram. Það kom ekki annað til mála en að taka orð Clare góð og gild. Hvert orð og atvik sýndi hollustu hennar við Faith, og þessvegna var það fráleitt, — hrein fjrastæða, að Clare ætlaði að reyna að stela Simoni frá henni, og svifta Faith öllum sál- arfrið. Og ef eitthvað hefði ver- ið milli Clare óg Simons, mundi það þar að auki hafa verið sjálf- sagt fyrir Clare að viðurkenna það, eins og málinu var nú kom- ið... —• Faith er sofandi núna, sagði Meg. — Ég gaf henni ró- andi dropa. Það leið yfir hana og hún var ekki mönnum sinn- andi eftir að hún heyrði þetta. En suður var vanur því, að vanta einn til tvo slagi til vinn- ings og lét hann engan bilbug á sér finna. Hann tók síðasta trompið af austri og svínaði síðan laufa- drottningu. Er hún hélt tók hann ásinn og trompaði þriðja lauf. Nú voru trompin tekin í botn og tígulás og spaðarnir skildir eftir í borði. Síðan var tígulás- inn tekinn og spaðatíu spilað úr borði. Þessi spilamennska byggðist á því, að austur ætti drottningu eða gosa annan í spaða. Það kom á daginn að svo var, og fékk suður því tíunda slaginn á spaðaníuna í borði. N-s eiga ekki nóg spil til þess að fara í game, enda er spilið heldur vonlítið ef a-v skipta um kónga. En gæfan fylgir oft þeim djörfu, enda fylgdi suður vel á eftir með snjallri spilamennsku. Hún var alveg óhuggandi. Til- hugsunin um að Simon hefði af eintómri meðaumkun ... Meg neri hendurnar og horfði örvæntingaraugum á Clare, og hélt svo áfram: — Við verðum að sjá til þess, að Faith treysti þessu. Sannfæra hana um að Simon elski hana af heilum hug. Ég held, að hún mundi ekki lifa það af að missa hann. Það mundi gera út af við hana. Meg reyndi að hafa vald á röddinni, en síðustu orðin urðu að lágu hvískri. —■ En hver var það sem dreifði þessu eitri — þessari afbökun af samfundum mínum og Sim- onar? — Það skiptir engu máli. Ég hef ekki leyfi til að segja frá því. — Þú þarft þess heldur ekki, sagði Clare áköf. — Það er Joan Latimer! Framhald í næsta b!a3i. V ❖ * * V ♦ * VIKAN 3. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.