Vikan


Vikan - 16.01.1964, Síða 48

Vikan - 16.01.1964, Síða 48
Hvar eru vatnsföllin? Flestir þekkja skip Eim- skipafélagsins, og vita hvað þau heita, — en það er ekki víst, að fólk viti eftir hvaða vatnsföllum skipin eru skírð. Hér eru nöfn allra skip- anna, og nú væri gaman að spreyta sig á því að segja til um í hvaða ám, fossarnir eru. — Svörin eru á bls. 36. Gullfcss — Goðafoss — Lagarfoss — Dettifoss — Tröllafoss — Tungufoss — Fjallfoss — Reykjafoss — Selfoss — Brúarfoss — Mánafoss -— Bakkafoss. Fyrir fimmtíu árum síðan var haldinn fundur í Iðnaðar- mannahúsinu í Reykjavík, sem var svo fjölmennur, að nauð- synlegt varð að fá lánaða Frí- kirkjuna sem fundarstað, og var fundurinn svo fluttur þangað. Á þessum fundi var síðan sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Fundurinn ákveður að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipa- félag íslands". Þetta var 17. janúar 1914, og þar af leiðandi heldur Eim- skipafélag fslands upp á 50 ára afmæli sitt þann mánaðardag í ár. Fyrsta skip félagsins „Gull- foss“ kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn þann 16. apríl 1915, og var að sjálfsögðu tekið á móti því með mikilli viðhöfn og fögnuði. Annað skip félagsins „Goðafoss“ kom til Reykjavíkur 13. júlí árið eftir. Þáð er varla þörf á því að rekja sögu félagsins hér, því að svo kunnugt er það landsmönn- um og nátengt atvinnuvegum hér. Nægir a@ geta þess, að í Viggó Maack, verkfræðingur. Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri. > 48 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.