Vikan - 16.01.1964, Side 49
Skrifslofustúlkur
í kaffisal félagsins.
Guðni E. Guðnason,
aðalbókari, fremst.
dag á félagið 12 skip, sem sigla
að jafnaði til um 60 hafna í 15
löndum árlega. Þar að auki
stendur yfir undirbúningur á
smíði tveggja skipa í viðbót, en
óráðið hvort þau munu fjölga
skipum þess, eða hvort að um
endurnýjun verður að ræða.
f tilefni af þessu merkisaf-
mæli Eimskipafélagsins, fór Yik-
an í stutta heimsókn þangað fyr-
ir skömmu og ræddi við nokkra
forstöðumenn þess.
Óttarr Möller, sem tók við for-
stjórastöðu félagsins 1. júní 1962,
hefur starfað hjá félaginu rúm-
lega helming ævidaga þess, en
hann réðist til starfa hjá því
rétt fyrir 25 ára afmælið í byrj-
un árs 1939. Óttarr útskrifaðist
úr Verzlunarskólanum árið 1936,
en var síðan við nám í Englandi
næstu tvö árin. Var hann fyrst
forstjóri deildar, sem sá um af-
greiðslu erlendra skipa hér
heima, en fór síðan til Banda-
ríkjanna og starfaði þar í fjögur
ár við afgreiðslu skipa á vegum
Eimskip. Síðan veitti hann for-
stöðu flutningadeild félagsins
hér heima þar til hann varð for-
stjóri félagsins.
Óttarr er ábyrgur gagnvart
stjói-n félagsins, en hana skipa
níu menn, 6 kjörnir af hluthöf-
um á íslandi, 2 af hluthöfum í
Vesturheimi og einn skipaður
af ríkisstjórninni. Stjórnin kem-
ur venjulega saman 1—2 í mán-
uði og tekur á þeim fundum
Erlmgur Brynjólfsson,
fulltrúi í flutningadeild.
VIKAN 3. tbl. — 4Q