Vikan - 16.01.1964, Qupperneq 51
HAMLET
FRAMHALD AF BLS. 29.
herra orðinn kóngur. Þannig var
krúnan svikin undan Hamma.
í raun réttri ske allir þessir
geysispennandi atburðir áður
en leikurinn byrjar, en leikhús-
gestir eiga að komast að þessu
svona smátt og smátt.
Leikurinn sjálfur hefst, þegar
kóngsi fer að ganga aftur og bið-
ur Hamma þess lengstra orða,
að drepa nú Kláda, sem er orð-
inn kóngur og sefur hjá mömmu
hans, vegna þess að í raun réttri
þá hafi Kládi drepið hann
(pabba Hamma) með því að
hella baneitruðu eitri inn í eyr-
að á honum, þegar hann svaf
svefni réttlátra úti í skógi. Af
þessu hafði Hammapabbi feng-
ið sitt banamein og látizt. Nú,
svo er ekkert með það, að
Hammi verður vitlaus og þykist
ekki þekkja Óffu, kærustuna
sína, en hugsar bara um að
drepa sjálfan sig. Kannske fund-
izt það öruggara en að drepa
kónginn, — og hafa minni eftir-
köst.
Þá segir hann þessa frægu
setningu: „Að vera eða ekki, það
er þessi spurning...“ og svo auð-
vitað mikið, mikið meira, sem
enginn skilur, því það tala allir
svo háfleyg orð og göfug, að það
er ekki á annarra færi að skilja
þau, en þeirra, sem eru álíka
göfugir.
Nú, eitthvað verður Hammi að
gera, svo hann tekur það ráð,
að skamma mömmu sína blóð-
ugum skömmum fyrir framferð-
ið, og segir við hana: „Þér móð-
ir, hafið stórum styggt minn föð-
ur“. (Kurteis, og þérar, auðvit-
að).
„Fý, fý, þú svarar furðu létti-
lega“, segir hún, og hirðir ekk-
ert um almennar kurteisisreglur.
Hann geldur henni í sömu mynt
og segir hárri röddu: ,,Fý, fý, þú
talar furðu syndsamlega“.
En þau vita ekki, að Póli,
pabbi Óffu, stendur auðvitað á
hleri, eins og hans var von og
vísa, og raunar hefðu þau átt
að sjá það á æfingum. Hammi
heyrir í Póla, þar sem hann
stendur á bak við tjald, og pot-
ar korðanum sínum í áttina til
hans, án þess að gá að, hver það
væri. Auðvitað verður Póli fyrir
oddinum, andast þegar í stað og
deyr. Morð númer tvö.
En þegar Óffa fréttir af því,
að elsku pabbi er dauður, þá
verður hún auðvitað vitlaus,
blessunin, og mælir af munni
fram: „Á börunum þeir hann
báru, dim, dim, dó, og lauguðu
leiðið tárum, og korríró". Síðan
snaraði hún sér út fyrir og skellti
sér í ána.
Þá þurfti Laertes, bróðir henn-
ar, einmitt að koma heim og láta
öllum illum látum yfir því að
pabbi var dauður og Óffa syst-
ir. Kládi kóngur kom sökinni
auðvitað allri á Hamma, og
Larri sór að hefna þess grimmi-
lega.
En Hammi vissi ekkert um
dauða Óffu, og þegar hann geng-
ur út í kirkjugarði, sér hann, að
þar er verið að taka gröf. Þar
sér hann hauskúpuna frægu af
„manni, sem lifað hafði“, og
nokkru síðar kemur líkfylgd
Óffu. Hammi verður æfur, og
sver og sárt við leggur að hann
hafi alltaf elskað hana, og þeir
fara að rífast, hann og Larri:
„Sæki þig f jandinn", segir
Larri og gefur skít í alla kurteisi,
en Hammi er alltaf kurteisin
uppmáluð, og segir salla róleg-
ur: „Tak fingur þína fljótt af
barka mínum“, þegar Larri ætlar
að kyrkja hann á staðnum. Svo
eru þeir skildir, og allir fara
heim.
Svo kemur rúsínan í pulsu-
endanum, þegar á að koma
Hamma alveg fyrir kattarnef í
síðustu senunni. Þá er hann
doblaður til að fara að skylm-
ast í mesta bróðerni við Larra.
Hammi veit ekki 1) að sverð
Larra er oddhvasst, 2) það er
eitur á sverðsoddinum, til von-
ar og vara, og 3) kóngsi hefur
blandað eitri í brennivínsglas-
ið hans.
En svo fer allt í uppnám, og
enginn veit upp né niður. Á síð-
ustu stundu, þegar Hammi er
að vinna Larra í skylmingunum,
og allir eru að farast úr spennu,
þá særist hann aðeins af sverðs-
oddinum. Svo missa báðir sverð-
in og rugla þeim, svo að Hammi
drepur Larra. Drottningin
drekkur brennivínið, sem
Hammi átti að fá, og dettur nið-
ur steindauð. Larri segir frá öllu
saman í andaslitrunum og
Hammi verður svo sárreiður, að
hann drepur Kláda kóng, sem
læst, og hnígur niður steindauð-
ur af lífsvöntun. Síðan hrífur
eitrið á Hamma, og hann hryn-
ur niður eins og skotin rjúpa
og kálast í örmum Hórasar hins
hugprúða, um leið og hann get-
ur aðeins stunið upp þessum
stórkostlegu síðustu orðum: „Nú
dey ég, Hóras. Þú lifir. Skýr frá
mér og minni sök, þeim sem ei
þekkja, ef þú elskar mig“. Og
Hóri segir karlmannlega og horf-
ir raunamæddur til himins: „Ó,
Ó, hér brestur hugumstórt
hjarta! Góðar nætur kóngsson,
og syngi englar sálu þína í ró!“
Sviðið lítur út eins og kastar-
hola full af lafskáss. Kóngsi
dauður, drottningin dauð,
Hammi dauður, Larri dauður,
Hóri hágrátandi og allir hinir
sitt innan um hvað. Blóðug sverð
hingað og þangað, brennivín og
eitur, vein og volæði.
Húrra! — Tjaldið fellur.
G. K.
P.s. Þeir Gulli og Rósinkrans
drápust líka, en það gleymdist
að segja frá því í textanum.
Málmgluggar fyrir verzlan
ir og skrifstofubyggingar
ýmsum litum og formum.
Málmgluggar fyrir verk
smiöiubyggmgar. gróður
hus, bílskúra o fl.
r AV/./v/W
■XvMv/.vK
■/.v.v.vw/
illl
Nútt útlit
Ný tækni
/ZZ7
LÆKJARGÖTU, HAFNAIIFIBÐI. — SÍMI 50022
VIKAN 3. tbl. —