Vikan


Vikan - 20.01.1966, Qupperneq 6

Vikan - 20.01.1966, Qupperneq 6
^ANGASTER CREAM TiSSULAIR: Er næturkrem sem allar konur hafa beðið eftir. CREAM TISSULAIR: Hefur alla eiginleika sem krafizt er af fyrsta flokks næturkremi. CREAM TISSULAIR: Mýkir húðina og minnkar hrukkur og drætti. CREAM TISSULAIR: Gerir húðina matta og er ósýnilegt eftir að það er borið á hörundið. CREAM TISSULAIR: Gefur yndislega ferskan og frfskandi ilm. CREAM TISSULAIR: Smitar ekkl og kemur ekki í veg fyrir að þór kyssið barnið yðar góða nótt. CREAM TISSULAIR: Er næturkrem sem eiginmenn mæla með. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akureyri. Verzlunin Ása, Keflavík. Verzl. Ó. Jóhannsson, Patreksfirði. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 21676. Q VIKAN 3. tbl. JÓLAGLEÐI í ÚTVARPSSAL. Kæri Póstur! Ég hefi aldrei skrifað þér fyrr, en nú hefi ég legið svo lengi á þessu máli að ég má ekki lengur vatni halda. Um allar stórhátíðar eru áber- andi allskonar sendingar útvarps- ins okkar úr útvarpssal, þar sem fullt er af áheyrendum og áhorf- endum og að því er virðist mikil gleði. Börnin mín hafa af og til verið að spyrja mig: „Af hverju meg- um við aldrei fara og horfa á sendingar úr útvarpssal"? Ég á ekkert svar við þessu, en langar til að fá upplýst hvemig á ég að fara að því að fá aðgang fyrir börnin að þessum skemmt- unum þess opinbera? Erlendis veit ég að öðrum en starfsmönnum er veittur aðgang- ur að slíkum skemmtunum, en kannske gilda aðrar reglur hér, viltu upplýsa þetta fyrir mig, svo ég geti sagt börnunum af hverju þau geta ekki farið í út- varpssal öðru hvoru? Annars er þetta ekkert eins- dæmi hér á landi, þegar auglýst- ar eru jólasveina-sýningar í verzlun eða verzlunarsamsteyp- um er algengt að sjá börn og að- standur „jólasveinanna", mæta á fyrsta plássi, þ.e. við hlið „jóla- sveinanna“ og horfa á lýðinn ut- andyra, oft sérstaklega þegar kalt er, börnum þeirra sem borga, viðskiptavinunum til sárrar gremju. Vænti skýringa þinna við fyrsta tækifæri. Velferðarþjóðfélagsþegn. Síðan útvarpið tók að senda út „lifandi" barnatima, þ.e. barna- tíma frá skemmtun fyrir böm í útvarpssal á jólunum, hefur sú hefð viðgengizt, að til Ieiks væri boðið bömum starfsmanna Rík- isútvarpsins. Þeirri reglu er enn- þá fylgt, enda hefur hún ekki orðið fyrir verulegu aðkasti. Forráðamenn dagskrárinnar telja einnig, að í fljótu bragði verði ekki fundin önnur leið til að velja jóla-bamatíma-börn. Um það atriði má vissulega deila, og væri ef til vill fróðlegt að rcyna. T.d. mætti hafa tvo „lifandi“ barnatíma, annan fyrir böm starfsmanna Ríkisútvarpsins, en safna saman börnum í hinn með því að senda ákveðinn miðaf jölda á nokkra vinnustaði handa börn- um þeirra, sem þar vinna. Þótt aðeins fáir vinnustaðir geti orð- ið náðarinnar aðnjótandi í einu, vegna þess að stærð salarins tak- markar fjöldann. Annars eru þessi tvö dæmi, sem þú minnist á í bréfi þínu, hreint engin eins- dæmi, ef þú lítur betur í ltring um þig sérðu, að enginn kemst neitt í velferðarþjóðfélaginu nema hann eigi góða vini, og í þeim skilningi standa æði marg- ir í skjóli jólasveinsins innan við gluggann og horfa á Iýðinn norpa í kuldanum fyrir utan. Það er eina bótin, að lýðurinn á líka vini, sem skapa gott skjól — annars staðar. EINN, SEM TALAR EINSLEGA. Kæri Póstur! Fyrir um það bil fjórum árum var ég trúlofuð strák, sem ég elskaði alveg út af lífinu, en mánuði eftir að við settum upp hringana, kynntist hann stúlku sem hann varð hrifinn af, þau fóru sína leið, en ég gifti mig í hefndarskyni, strák, sem ég vissi ekki, að var vinur fyrri vinar míns. Nú eru þau skilin, en ég á tvö börn með seinni manni mínum. Um daginn sagði maðurinn minn við mig hvort gamall vinur hans mætti koma og borða með okkur kvöldverð, ég sagði að hann mætti það. En þegar hann svo kom með vin- inn var það strákurinn, sem ég var áður trúlofuð, ég elska hann ennþá og ég held að hann geri það sama við mig. Nú orðið kem- ur hann oft til mín og talar oft einslega við mig. Hvað á ég að gera? Láta hann vera, eða fá skilnað við hinn? Ég elska þá báða mjög mikið. Reyndu nú að svara án útúr- snúninga. Ein heittelskuð. Þakka þér svo fyrir allt gamalt og gott. Sá sem ekki vill, þegar liann fær, hann fær ekki þegar hann vill. Segðu pilti það og hleyptu honum ekki upp með neinn moð- reyk. Segðu bara bö og út með þiff, þegar hann kemur til að tala einslega við þig. I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.