Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 8
BIKG OG GRÖftSDAL postuh'n — mcitcir- og kaffistell — styttur og vasar — yfir 20 skreyt- ingar. Allir geta eignast þetta heimsfræga postulín, með söfnunar aðferðinni, þ.e. að kaupa eitt og eitt stykki í einu. Þetta er jólaplattinn 1967. — Við kaupum gamla jólaplatta á háu verði. RAMMAGERDIN Hafnarstræti 17. — Hafnarstræti 5. SJÖNVARPS T Ö L L I N RR — HVÍLDARSTÓLLINN er bezti sjónvarpsstóllinn, stillanlegur í þá stöðu sem hverjum hentar bezt. Fáanlegur í tveimur gerðum. Ganila Kompaníið hf. Siðumúla 23, sími 36503. 8 VIKAN 18-tbL Meö næsturn alffullkomnar tennur Þetta er Pascalina Buess, stúdent frá Genf. Og hvað skyldi hún hafa gert sér til ágætis? Ekkert sem hún getur beinlínis gert að sjálf. Það vill bara þannig til að hún hefur tennur svo fullkomnar að ekki verður á neitt betra kosið. Þing svissneskra tannlækna valdi hana úr fjölda ungra stúlkna, vegna þess að þeir voru að leita að „Beztu tönnum í Sviss“. EncSurfakai filug Lindbergs Flug Lindbergs yfir Atlantshafið verður aðalsýningaratriði Bandaríkjamanna á hinni alþjóðlegu flugsýningu, sem haldin verður í París í sumar. Þessi sýning er haldin annað hvert ár og veitir flugvélaverksmiðjum heimsins tækifæri til að sýna og selja nýjustu framleiðslu sína. Á síðustu sýningu 1965 komu Rússar öllum á óvart og vöktu mikla athygli, þegar þeir sýndu stærstu farþegaflugvél heims, gríðarlegt fjórtán hjóla ferlíki, sem tekur 720 farþega. Bandaríkjamenn voru mjög óánægðir með sinn hlut síðast og hafa nú ákveðið að standa sig betur í þetta sinn. Þeir ætla að endurtaka nákvæmlega flug Lindbergs yfir Atlandshafið. Þegar hefur verið smíðuð nákvæm eftirlíking á hinni frægu flugvél hans „Spirit of St. Louis“, og verður hún látin leggja af stað frá Roosevelt Field í New York 20 maí. Þann dag eru liðin fjörutíu ár frá því að Lindberg vann hið frækilega afrek sitt. Daginn eftir lendir vélin á Le Bourget- flugvellinum í París, sem er einmitt sýningarsvæði flugsýningarinnar. Charle6 Lindberg veröur 65 ára á þessu ári. Honum hefur verið boðið að taka þátt í hátíðahöldunum, en hann afþakkaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.