Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 9
láta járnið liggja úti unz ryð- ið hafði breiðst út inn undir gjallhúðinni og ýtt henni frá yfirborðinu. Það kostaði bæði tíma og járn. Þetta vandamál leysti Friis líka. Hið eitraða efni hans — því eitra ðer það — fjarlægir gjallhúðina enn fljótar en ryð- ið. Blaðamenn nokkrir brugðu sér á fund Friis og höfðu með sér bensíndunk, sem hafði legið í einhverju ruslahorni, sjálfsagt árum saman, eftir ryðlaginu á honum að dæma. — Hreinsaðu hann, sögðu blaðamennirnir. Friis verkfræðingur smurði svo sem millimetersþykku lagi af efninu sínu á dunkinn. Að þrjátiu mínútum liðnum stakk hann svo dunknum undir heitavatnskrana. Og viti menn: ryðið skolaðist af, svo að ekki varð vottur af því eftir, og hafði það þó sums- staðar étið sig í gegnum dunkinn. — Hefur þetta alltaf þessi áhrif? spurðu blaðamenn. — Farið heim með dós af smurningunni og prófið sjálf- ir, sagði verkfræðingurinn. — En farið varlega. Þetta étur nefnilega nælonsokka og skyrtur. Og það eru ekki einungis blaðamenn, sem gert hafa til- raunir með þessa smurningu, sem að útliti til minnir mest á einskonar blöndu af sinnepi, súkkulaðibúningi og ölbrauði. Slíkar tilraunir hafa verið gerðar á vegum fjölmargra stórfyrirtækja og rannsóknar- stofnana, þar á meðal Statens Teknologiske Tnstit.ut í Osló, deild Ford Motor Comany í Danmörku og Rannsóknar- stofnun Tðnaðarins í Reykja- vílc. Hafa þær tilraunir allar borið mjög jákvæðan árangur. Má því ætla að hér sé komið fram efni, sem eigi eftir að spara járn- og stáliðnaðinum, svo og eigendum allra mögu- legra málmhluta yfirleitt, ó- tölulega milljarða á komandi árum. . . . og eftir eru nú ryðblettimir fyrrverandi, efnislega hreinir og reiðubúnir til nýrra aðgerða þeim til verndar. ENSKAR Dostulíisvemflfsar Órvalið aldrei meira yfir 30 litir. VerO hveroi haostæflara. LITAVER SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. LOXENE LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð 36. tbi. yiKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.