Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 16
AnsSrés Indriðason Antoine — franskur vísna- og dægurlagasöngvari. Virðist eiga marga aðdáendur hérlendis. ■RJH ARGIR MUNU eflaust kannast við hinar svo- nefndu ,Top-6“ hljómplötur, sem fengizt hafa í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Hafnarstræti 1. Þessar plötur, sem koma út mánaðarlega, hafa að geyma sex vinsælustu lögin í Bretlandi hverju sinni. Plöt- urnar eru seldar á svotil sama verði og tveggja laga plötur. Nú hefur orðið nokkur breyting á útgáfu þessarar hljómplötu. Platan er nú 33 snúninga en við það hafa hljómgæði batnað verulega; einnig er platan nú komin í fallegt umslag með mynd til að gleðja augað. A kápu nýjustu plötunnar má sjá blondínu í íslenzkri sauðargæru einni klæða! Að því er Bragi Steingrímsson hjá Hljóðfærahús- inu tjáði okkur, hafa þessar plötur reynzt mjög vin- sælar, og standa þær yfirleitt skamman tíma við í hillum verzlunarinnar. Hver plata kostar 100 krónur en þess má geta til samanburðar að erlendar tveggja laga plötur kosta 70 krónur. Á plötu þeirri, sem við nefndum hér að ofan eru þessi lög: ,,A whiter shade of pale“, sem The Procul Harem gerðu vin- sælt; „There goes my everything“ (Engilbert Humperdinck); „Carrie Anne“ (The Hollies), „What good am I?“ (Cilla Black); „Okay“ (Dave Dee & Co.) og „Finchley Centrar“ (New Vaudevilli Band). — Þess er ekki getið, hverjir flytja lögin á „Top-6“ plötunum en flutningur er yfirleitt fyllilega sam- bærilegur við „fyrirmyndirnar”, einkum á hinum nýjustu plötum. Að sögn Braga er ætíð mikil sala í plötum The Kinks, hæggengu plötumar seljast jafnt og þétt, jafnt hinar eldri sem nýrri. Þess má geta, að væntanleg er hæggeng plata með The Kinks, sem tekin var upp á hljómleikum. Platan nefnist „Kinks live at the Kelvin Hall“, og á henni eru öll vinsælustu lög hljómsveitarinnar. Þá kvað Bragi mikið beðið um plötur Elvis Pres- ley, og virðist sem gömlu rómantísku lögin hans séu enn í fullu gildi. Instrumental músík nýtur jtöðugra vinsælda. Þetta byrjaði allt með Herb Al- pert, eins og kunnugt er. Bragi bendir okkur á ágætar hljómplötur með Sounds Orchestral og hæg- genga plötu með Whistling Jack Smith, blístru- belgnum, sem nú er áreiðanlega orðinn milli af öllu blístrinu. Þá eiga þjóðlög og sína áhangendur. — plötur með Peter, Paul og Mary eru sígildar og hinir eigulegustu hlutir. Einnig selst mikið af plöt- um Joan Baez. Hljóðfærahúsið hefur að undanförnu haft fransk- ar hljómplötur á boðstólum, og hefur mikið verið keypt af þeim. Á þessum plötum er fólk eins og t. d. Antoine, Francoise Hardy og Petula Clark. Auðvitað er klassiska músík líka að finna í Hljóð- færahúsinu — um 50% af öllu gumsinu er klassik — en ekki verður farið út í þá sálmana hér. En ekki sakar að geta þess að lokum, að Hljóðfæra- húsið hefur nú fengið tveggja laga plötu með brezku hljómsveitinni The Syn, en Gunnar Jökull Hákonarson er þar með í spilinu. Lögin á plötunni heita „Created by Clive“ og „Grounded“. Við mæl- um með fyrrnefnda laginu og höfum óljósan grun um, að það eigi eftir að verða vinsælt hérlendis. Francoise Hardy — ein af þekktustu söngkonum í Frakklandi og Bretlandi. Þau eru í'urðuleg- mörg tízkufyrirbrigðin, en það sem við sjáum hér slær sennilega öll met! Þessir ungu menn voru að spóka sig á götum Lundúnaborgar fyrir skömmu, þegar myndin var tekin — og þeir urðu auðvitað að sætta sig við að horft væri á eftir þeim! - Hvernig lízt ykkur nú á? — Mundi ekki detta af ykkur andlitið, ef þið sæjuð karlmenn ganga eftir Austurstræti — í stuttum pilsum? Það væri synd að segja að þær væru líkar, systurnar Tina og Nancy Sinatra. Tina, sem er aðeins 18 ára, er há og grönn og dökk á brún og brá, en Nancy, sem gæti allt að eins verið litla systir, er nú orðin 27 ára gömul. 16 VIKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.