Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 32
Ronson HÁRÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK PT r|ínft||| \9M; uluilKNI Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprll): Varastu að tala of mikið, fólk gæti fengið leið á þér og þú græðir lítið á því. Reyndu að finna þér ný viðfangsefni, eitthvað sem dvelur um fyrir þér og þroskar um leið. Heillatala er þrír. A^lg§gfis> Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú hefur áhyggjur út af máli sem þér finnst gengið of langt. Kunningi þinn verður fyrir slæmu áfalli og ertu rétti maðurinn tii að koma honum í jafn- vægi aftur. Það verður gestkvæmt hjá þér. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert mjög hjálpsamur, en þú færð það ekki allt þakkað sem skyldi. Dragðu svolítið úr þessari hvöt þinni, sumum finnst þetta bein afskiptasemi. Kunn- ingjar þínir gefa þér hlutdeild í góðri hugmynd. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí); Þú færð gefins hlut sem er gefandanum ónýtur, en þú hefur gagn af. Þú gerir mikil innkaup, kannski viðameiri en þú hefur ráð á. Þú færð gesti sem dvelja hjá þér í nokkra daga. Heillatala er sjö. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú stendur í þakkarskuld við gamlan kunningja og skaltu reyna að koma honum á óvart með einhverju skemmtilegu. Þú ert óþreyttur og vel upplagður til starfa, enda muntu ekki draga af þér. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Misskilningur hefur risið upp á milli þín og kunn- ingja þíns, það er nauðsynlegt að tala út um málin vegna samstarfs ykkar. Þú verður fyrir truflunum á ferðalagi. Fjólublátt er heillalitur. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Varastu að gera umhverfi þitt uppsigað á móti þér með aðfinnslum og taugaveiklun. Ef þú ert ekki ánægður með hlutina, skaltu reyna að koma þeim öðru vísi fyrir, án þess að blanda fleirum í málið. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þér gefst tækifæri til að sætta deilur sem hafa risið upp milli þín og kærkomins aðila. Þú verður mjög athafnasamur á kvöldin en ekki eru allir jafn ánægð- N ir með verk þín. Heillalitur er rauður. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Notaðu frístundirnar til að hvíla þig. Þú ættir að veita sjálfum þér einhverja uppörvun, því þú ert dálítið svartsýnn. Þú eignast mynd sem vekur þér mikla ánægju, Þú færð gest á miðvilcudag. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Vandamál sem kom nokkuð óvænt yfir þig og fjöl- skyldu þína og olli ykkur áhyggjum, leysist nú upp eins og reykský. Vertu varkár á ferðalögum. Þú hefur 1 miklu að snúast. Líkur eru á bústaðaskiptum. AM Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur góð tækifæri til að taka lifinu létt og skemmta þér. Einn kunningi þinn veldur þér nokkr- um áhyggjum, vegna sameiginlegs leyndarmáls ykk- ar. Láttu ekki undan freistingum er varða verzlun. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Mikil breyting verður á áætlun þinni, en þótt hún hafi orðið á síðustu stund ertu fljótur að samþykkja hana og sætta þig við hana. Þú hefur góða stjórn á málum þínum og verður vei ágengt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.