Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 10
MYNDIR: LENNART CARLEN »1111 -í--: f»í5Sw;Síí:víS Þessi mynd var tekin í hófi, sem íslendingafélagið í New York hélt fyrir for- seta fslands og fylgdarlið hans í Barok-salnum á Plaza-hóteli í New York. Talið frá vinstri: Sigurður Helgason, forstjóri Loftleiða í New York, frú Soffía Watne, Þorleifur Thorlacius, forsetaritari, frú Rannveig Þór. Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri, frú Elín Kjartansson, Pétur Thorsteinsson, sendiherra, frú Unnur Helgason, forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, frú Lily Ásgeirsson, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, frú Oddný Thorsteinsson, Hannes Kjartansson, sendiherra, frú Guðrún Thorlacius, Vilhjálmur Þór, hankastjóri. íslendingafélagið í New York var stofnað snemma í síðustu heimsstyrjöld, þegar verulegt samstarf hófst milli íslands og Bandaríkjanna, og hefur starfað með miklum hlóma síðan. Það má segja, að íslendingar hafi ekki eins mikið samhand við nokkra aðra stórhorg í heiminum. New York er a. m. k. eina stórhorgin, sem íslendingar hafa daglegar samgöngur við, bæði á sumrin og á veturna. Og þar að auki eru fleiri íslendingar starfandi í New York en í nokkurri annarri borg í veröldinni. íslendingafélagið í New York telur um það hil 400 manns. § I tilefni af komu forseta íslands til New York, heiðruðu bæði Pan American og SAS ísland með því að stilla mynd af forsetanum út í glugga. O Hér er forsetinn ásamt Hannesi Kjartanssyni og A1 Copler, en hann er giftur okkar ágæta listmálara, Nínu Tryggvadóttur. -O' Forsetinn og Hannes Kjartansson, sendiherra, ræða við Herb Stiefel, aug- lýsingastjóra S H. og George Mac- Grath, blaöafulltrúa Loftleiða í Banda- ríkjunum. Þetta er hin fræga bygging Rockefeller Centre, en þar eru skrifstofur Loftleiða í New York. Það er skemmtilegt fyrir íslendinga, að á þessari stóru og frægu byggingu er aðeins einn fáni sjáanlegur, og það er sá íslenzki. Sigurður Helgason, forstjóri á skrif- stofu sinni í Rockefeller Centre í New York.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.