Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 15
ruglingi. Þessar sextón stóru flug- vélar, sem við notum, eru átta af gerðinni Lockheed Hercules og átta Antonoff An-12. Skriðdrekavarnar- sprengjurnar, sem við stráum um- hverfis borgina og höfnina, eru brezkar. Mótorhjólin í mótorhjóla- deildinni eru tékknesk. Hinir hrað- skreiðu, litlu njósnabílar, sem sniðn- ir verða við okkar hæfi, eru þýzkir. Af vopnum má nefna Armalite AR-15 með öllum sínum möguleik- um sem sjálfvirkur rifill, vélbyssa á tvífæti og handsprengjuvarpa . . . Liebmann þagnaði og yppti öxl- um: — Þessi dæmi ættu að nægja. Markmið okkar er að rugla stjórn- málamennina. Því hefur verið kom- ið svo fyrir, að ákveðin lönd munu undir eins lýsa því yfir, að Banda- ríkjamenn standi að baki Tígris- tönn. Það er að sjálfsögðu fárán- legt, en allur þorri hinna nýju afrísku landa munu bergmála það, þegar í stað. Hann stakk höndunum í vasana og leit til Cogans sem hafði nú sezt. — Þú minntist á viðbrögð, hélt hann áfam. — Að sjálfsögðu verða viðbrögð. Bandaríkjamenn munu verja miklum tíma í að neita ákaf- lega. Bretar munu hlaupa í hringi í kringum sjálfan sig og þeir rífast hressilega innbyrðis í sjónvarpinu. A meðan talar Es-Sabah Solon í útvarp og tilkynnir, að stjórn hans hafi tekið við völdum, jafnhliða þvf, sem hann ieggur áherzlu á, að engin erlend öfl standi á bak við þetta. Hann mun tala um nýlendu- kúgun, leppi og olíukónga og þjáð, fótum troðið fólk. Fólkið hans, fbúa Kuwait. Varir Liebmanns þynntust í ein- hveru, sem minnti á bros. — Ákveðin stórveldi, sem fyrst f stað hafa sakfellt Bandaríkin fyrir þessa byltingu, munu síðan kú- venda. Þau munu þegar í stað við- urkenna þessa nýju stjórn. Allur þorri hinna nýju, afrísku landa mun koma á eftir. í sambandi við þetta hefur mikil áróðursstarfsemi verið skipulega rekin. Es-Sabah Solon býð- ur eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóð- unum til Kuwait til að vera við- stödd kosningarnar, sem hann ætlar að halda. Þar með getur ekkert meiri háttar vestrænt ríki gert nokkr- ar gagnráðstafanir gegn okkur. En nefndin kemur aldrei alla leið til Kuwait vegna þess að venjuleg, tafatækni verður þá notuð. Cogan hló. Liebmann lyfti hönd og hélt áfram. — Þannig líða tólf dagar eftir byltinguna. Á þrettánda degi gerist allt í einu eitthvað ó- venjulegt í einhverju af mestu hættusvæðum heims. Það gæti ver- ið í Berlín, Malaysíu, Kýpur eða Formósu. Ég veit ekki hvar, og það skiptir okkur ekki máli. Það, sem máli skiptir, eru þessar alvar- legu horfur í sjálfu sér, sem munu draga að sér athygli heimsins. — Laglegt, sagði Cogan. — Ég skil hvernig þetta er hugsað. Einnig þessi hlið er snjöll. Afgangurinn af heiminum heldur áfram að vera hamingjusamur eins og hann er, og okkar árangur verður sá sami, eftir sem áður. En við getum ekki haldið Kuwait með valdi að eilífu. Við viljum fá okkar laun og fara heim. — Skipulagið inn á við helzt í hendur við það, sem út á við snýr, sagði Liebmann. — Hin nýja stjórn verður að koma sér upp vörn heimafyrir. Nokkuð er þegar fyrir hendi. Við höfum vísi að vel skipu- lagðri fimmtu herdeild. Ef stjórnin getur tryggt að minnsta kosti tíu prósent af fólkinu, hin réttu tíu prósent, er enginn vandi. Þá er hægt að koma á öruggu lögreglu- rfki í fljótheitum. — Hvernig verða þessi tfu pró- sent fólksins tryggð? spurði Cogan. — Með fé og vernd að sjálf- sögðu. Skattarnir af olíunni eru yfir ein billjón dollar á ári. Með fjórðungi af því er hægt að kaupa allan þann stuðning, sem við þörfn- umst. Að sjálfsögðu verður að koma nokkrum aðilum, sem eru á móti lýðveldi, fyrir kattarnef. Blöð- in og útvarpið verða í fullum gangi allan tímann í þrautþjálfuðum höndum. Þau lönd, sem reiða sig á olíuna frá Kuwait, munu í flýti ákveða að semja við hina nýju stjórnendur. Innan sex vikna mun allt fara hljóðlega fram undir hinni nýju stjórn. Og þá, Cogan, getum við fengið launin okkar og farið heim. Liebmann þagnaði og leit yfir hópinn. Sumir höfðu hlustað vand- lega, en flestir sýndu lítinn áhuga. Þeir höfðu engan áhuga fyrir stjórn- málahliðinni. Hann leit á Cogan og lyfti augabrúnunum. Cogan opnaði munninn og lokaði honum svo aftur og hristi höfuðið. — Alveg rétt, sagði Liebmann með hauskúpubrosi. — Spurðu al- drei, hverjir borgi okkur, Cogan. Það væri óheilbrigt. Karz stóð á lágri klettasyllu, annarsvegar í litla dalnum, sem lá vestur úr aðaldalnum, gegnt höll- inni. Hann var með hendur fyrir aftan bak og stóð svo hreyfingar- laus, að hann var eins og höggvinn út úr klettinum, sem hann stóð á, tröll, sem orðið hafði að steini við dögun. Hann horfði á hóp manna um fimmtíu metra í burtu, þar sem verið var að kenna þeim að fara með eins manns byssu með löngu hlaupi og stórum en léttum strokk. Þetta var vopn, sem byggt hafði verið á fjörutíu millimetra Avroc fallbyssum og skaut eldflaugarknún- um kúlum og hlóð sig sjálf úr skrokkgeymzlunni. — Var námskeiðið bærilegt? spurði Karz, án þess að snúa höfð- inu til. Liebmann kinkaði kolli við hlið hans. Já. Þeir skildu áætlunina auðveldlega. Þetta eru allt reyndir menn. — Engar spurningar? spurði hann. — Engar sem máli skipta. Cogan, Englendingurinn, spurði um stjórn- málalegu hliðina. — Forvitinn? — Nei. Hann hafði rökvísan á- huga á að vita, hvernig framhald- inu yrði komið þannig fyrir, að lið okkar gæti farið sína leið. — Og þú útskýrðir það? — f stórum dráttum. — Voru mennirnir ánægðir? — Aðeins fimm höfðu áhuga. Þeir voru ánægðir. Ég mæli með að fylgzt verði með Cogan komandi vikur. Hann hefur möguleika sem flokksstjóri. Kúla þaut fram úr fjörutíu milli- metra hlaupi og skall á skriðdreka- mynd, sem máluð var á kletta- vegginn, þrjú hundruð metra frá skotstaðnum. — Er nokkuð að frétta frá ráðn- ingarstjóranum varandi Blaise og Garvin? spurði Karz. — Það var að koma. Liebmann dró skeytið upp, nokkrar línur á grófum pappír. — Hann er sam- mála um gildi þeirra, en efast um, að hægt sé að koma þeim til að taka þátt í þessu. En hinsvegar, ef nokkur möguleiki er á, telur hann að ekki þurfi að reyna hæfni þeirra fyrirfram. Karz hreyfðist afurlítið, sneri stór- um hausnum til að horfa á Lieb- mann með skriðdýrsaugum. — Skoð- un hans er hafnað. Þegar það er annarsvegar að velja flokksstjóra, læt ég engan um að dæma fyrir mig. Ekki einu sinni þig. Liebmann. — Og ef hann getur ekki fengið neina vogarstöng? Karz leit aftur á hópinn, sem verið var að þjálfa. Hann sagði hægt: — Þessi kona. Þessi maður. Fortíð þeirra. Hún er full af ein- kennilegum hugmyndum og marg- breyttum glæpum. Breiðir, flatir nas- vængirnir þöndust út. — Þar sem slíkar flækjur eru annarsvegar, hlýt- ur að vera hægt að finna vogar- stöng. Ég veit það, Liebmann, ég finn það á mér. Gefðu ráðningar- stjóranum fyrirmæli um að finna hana. Mennirnir tveir stóðu þegjandi í nokkrar mínútur. Hinum megin við skotæfingasvæðið, þar sem litli dal- urinn tók að breikka, komu tólf verur með mannlegri lögun, en af- káralega útþandar, í Ijós. Þær þutu saman í gegnum loftið í stórum, fljótandi stökkum, eins og geim- farar á plánetu þar sem þyngdar- leysi rikir. Verurnar snertu jörð á hundrað skrefa fresti, lyftust síðan afur í öðru risastökki og hurfu úr augsýn. — Við þurfum þrjátíu stökkbún- inga í viðbót fyrir fótgönguliðið svífandi, sagði Liebmann. — Þú færð þá á morgun, ef ekki gerir storm. Karz virti fyrir sér heiðan, heitan himininn. — Það koma tvær flugvélar. Fjörutíu tonn af birgðum. Liebmann kinkaði kolli. Hugsun fæddist og tók lögun f huga hans, og hann velti henni vandlega fyrir sér, áður en hann tók til orða. Að lokum sagði hann: — Ertu ánægður með fjárveitinguna í Tígristönn, Karz? Skriðdýrsaugun depluðu einu sinni svo sagði Karz: — Ertu að spyrja, hvað hún sé mikil? — Nei. Bara, hvort þú sért á- nægður. — Ég hef jafngildi eitt hundrað milljón dollara. Liebmann reiknaði í flýti. — Fjörutíu og fimm milljónir fyrir flugsamgöngur,- fimmtán fyrir vopn, skotfæri, sprengiefni; eitthvað í kringum þrjátíu rryllljónir til að borga málaliðunum; eina eða tvær milljónir í mat og aðrar nauðsynjar fyrir þennan fámenna her meðan stóð á þjálfunartímabilinu og sjálfri framkvæmd verksins; fjórar milljón- ir fyrir flutningskostnað á sjó, þá er ofurlítið eftir fyrir ófyrirsjáan- legan kostnað. — Þetta er góð fjárveiting, sagði hann. — Mér kemur upphæðin á óvart. — Finnst þér þetta há fjárhæð? — Já. — Englendingar eyða jafn miklu á einni eða tveimur vikum í fjár- hættuspil. Þetta er ekkert. Ekkert, þegar útgjöldin eru borin saman við tekjurnar eftir á. — Já. Tekjurnar eru stórkostleg- ar. Þetta er betra en Tíbetmálið. — Miklu betra. Okkar hluti af því stóð í tvö ár og fjárveitingin var tvisvar sinnum meiri. Liebmann rifjaði upp fyrir sér Tíbetmálið. Það hafði verið athyglis- vert að sumu leyti, en að mestu leyti var það aðeins fólgið í veið- um og slátrun, sem var leiðigjarnt til lengdar. Tígristönn, rrreð fá- mennum her, skipuðum málaliðum eingöngu, var miklu skemmtilegri. Hann braut saman skilaboðin og stakk þeim aftur í vasann. — Ég skal senda skipanir þínar af stað undir eins. — Til ráðningar- stjórans varandi Blaise og Garvin. Fyrirlestrarsalurinn var gamall, lítill og sóðalegur. Hann rúmaði ( sæti um tvö hundruð manns. Við annan endann var lágur pallur með upplituðum tjöldum, sem ekki var hægt að draga fyrir lengur, vegna þess að brautirnar voru ryðgaðar og stirðar. Við hinn endann var auður veggur með tveimur litlum, ferköntuðum götum, þétt saman. Hinum megin við vegginn, nokkru hærra en gólfið í salnum, var sýn- ingarklefinn. Tarrant horfði á mann sinn frá deildinni, Boothroyd, þar sem hann raðaði litglærunum, sem átti að sýna. I sýningarklefanum var Ker- shaw sýningarvél fyrir skugga- myndir og litglærur og Bell & How- ell kvikmyndasýningavél með fjög- urra þumlunga linsu. Tarrant hafði skoðað glærurnar. Þær voru vandlega valdar til að sýna arabiskt fólk í hungri, eymd og kúgun, það var ósennilegt að nokkuð af þessum myndum hefði verið tekið í Kuwait, en það skipti ekki máli. Meirihluti þess fólks, sem sækti fundinn, myndi trúa hverju því, sem það vildi trúa. Framhald á bls. 31. 36. tbi. viican 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.