Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 24

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 24
Greirt og myndirt Jökull Jakobsson M.s. Hekla er nú orðin grískt skemmtiferðaskip og skartar hvítu eins og brúður á leið til altaris. Jökull Jakobsson hitti hana við bryggju í Píreus og fór mcð henni fyrstu ferð- @9 ina um Eyjahafið. ™ Fátt er fremur til yndisauka en reika um bryggjur hafnarborga þar sem eiga þing með sér skip úr öllum heimshornum, fánar fjarlægra landa blakta í skut og stórvirkir kranar tæma kannski lestina á sænsku leiguskipi af amerískum kæliskápum en fylla hana á ný af grískum appelsínum til Finnlands. Þannig reikaði ég sólskinsdag snemma í maí um höfnina í Pír- eus, virti fyrir mér fána skip- anna sem bundin voru við bryggju og gaf lausan tauminn þeirri áráttu minni að lesa nöfn skipanna á kinnungnum. Sjálf- sagt munu sálfraeðingar eiga til- tækar skýringar á þeirri mein- loku. Flest voru skipin grísk og báru hljómfögur seiðandi nöfn sem að vísu létu framandlega í eyrum fslendings. Ósjálfrátt hafði ég yfir þessi nöfn jafnskjótt og ég gekk hjá: Esperos, Romantica, Santa Maria, Semiramis, Kentav- ros, Electra, Stella Maris, Myko- nos, Delos, Stella Oceanis... Þar lá einnig bundið við bryggju skip, sem við fyrstu sýn virtist í engu frábrugðið hinum: hvítmálað og tignarlegt og nafn- ið sem málað var á bóginn stakk ekki 1 stúf við hin nöfnin, þar stóð skýrum stöfum KALYMNOS. En það var eitthvað í svipmóti þessa skips sem varð til þess að ég staldraði við og gaf því nán- ari gætur. Og skipinu fór eins og hestinum í kvæðinu eftir Kilj- an sem „heilsaði honum kunnug- lega í bragði“ vornóttina góðu á Þingvöllum árið 1930. — Mannstu þá ekki eftir mér, spurði m/s KALYMNOS og depl- aði til mín fáeinum kýraugum. Ég stóð þögull nokkra stund og þá rann upp fyrir mér ljós: þama var m/s HEKLA lifandi komin, búin að skipta um nafn og ríkisfang og búin að leggja niður svarta kjólinn sinn og skartaði nú hvítu eins og brúð- ur á leið til altaris. — Hvort ég man, svaraði ég, — þú fluttir mig einu sinni frá Færeyjum til íslands og nokkr- um sinnum hef ég skotizt milli fjarða þegar þú varst á Strönd- inni. 24 VIKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.