Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 4
( ZANUSSr Zanussi þvottavélin er ein mest selda þvottavélin í Evrópu í dag, og er átta ára reynsla fyrir hendi á Tslandi. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Umboðsmenn um allt land. Snorrabraut 44 - Reykjavík Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 4 viican 25- «*• VETRARFRI Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að birta þessar fáeinu línur í þínum ágæta Pósti, þótt þær fjalli hvorki um ástamál, of stór brjóst eða drauma. Nú eru sumarleyfin senn í algleymingi. íslendingar ganga bísperrtir og sigur- glaðir upp í flugvélar eða um borð í skip og halda til útlanda í leit að sumri og sól. Þetta er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt. Það er hverjum manni nauð- synlegt að taka sér sumar- frí til að hvíla sig og byrja siðan aftur að vinna hress og endurnærður. En er sumarið rétti tíminn til að ferðast til útlanda fyrir ís- lendinga? íslenzka sumarið er stutt, en getur verið ótrú- lega fallegt og heilnæmt, ef vel viðrar. Væri ekki miklu skynsamlegra fyrir okkur að njóta þess um helgar; bregða okkur út úr bænum á bílum okkar og skoða hina margrómuðu náttúrufegurð okkar, sem alltof margir hafa sjaldan eða aldrei notið. Ferðalög til suðrænna sólarlanda ættu menn hins vegar að takast á hendur á veturna, þegar allt er á kafi í snjó hjá okkur. Ég er viss um, að margur atvinnurekandi hefði ekkert á móti því, þótt einhver hluti starfs- manna hans tæki sér sum- arfrí á veturna en ekki á sumrin. Það gæti jafnvel komið sér betur fyrir hann, ef sumarleyfin dreifðust á allt árið, svo að hann þyrfti ekki að loka um langan tíma á sumrin. Bg er sannfærður um, að það er heppilegra, að sem flestir taki sér sumar- frí á veturna en ekki á sumrin. Það kemur í veg fyrir, að nær öll starfsemi þjóðfélagsins leggist niður í þrjá mánuði vegna sum- arfríanna, eins og nú ligg- ur við. Fólkið fer ekki á mis við íslenzka sumarið, en fær sannkallaðan sum- arauka með því að skreppa til útlanda í sumarfríi sínu -—- á veturna. Með bezta þakklæti fyr- ir marga ánægjustund. Sólskinsbarn. Jú, það er rétt, að á margan hátt er hentugra fyrir okkur að ferðast til útlanda að vetrarlagi, enda hafa ferðaskrifstofurnar reynt að fá fólk til að ferð- ast meira þá. Víða í Suður- löndum er einmitt hæfilega heitt fyrir okkur á þeim árstíma, en hins vegar óþolandi hiti sumarmánuð- ina — þegar helzt er von til að sólarglætu sé að sjá hér heima. Hugmyndin er sem sagt ekki ný, en hún er góð og þarflegt að vekja athygli á henni, FIMM MÍNÚTUR í DRAUMI Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi hér um dag- inn, Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera á balli í ónefndu samkomu- húsi uppi í sveit. Það var strákur á ballinu, sem ég er mjög hrifin af. (Við skulum kalla hann A.). Ég var einu sinni með honum í stuttan tíma. Mér fannst ég vera þarna með vinkonu minni. Svo kom A. og bauð mér upp. Áður en við fór- um að dansa, þurfti hann að skreppa frá. Hann sagði, að það yrði aðeins í fimm mínútur. Ég var svo hrædd um, að hann hefði ekkert meint með því að bjóða mér upp, og ætlaði nú að stinga mig af, eins og kall- að er. Ég var oft að því kom- in að líta á úrið, en hætti alltaf við það. Mér fannst svo kjánalegt að glápa allt- af á úrið. Allt í einu koma tveir strákar, sem ég hafði aldr- ei séð áður, inn í dimma forstofuna. Annar sýndist mér fyrst vera A., en svo sá ég, að hann var gler- augnalaus, en A. notar allt- af gleraugu. Þessir strákar horfðu mjög undrandi á mig. Loks sagði annar þeirra: „Þú verður að bíða hérna!“ Mér fannst þeim vera mjög umhugað um að ég væri þarna kyrr. Ég fann það einhvern veginn, þótt enginn segði það, að ein- hver hefði dottið og slas-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.