Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 11
finningar, það er blekking, sem þeir einir trúa ó. b. Glaðlyndi, . . . ja, ég held, að svar mitt við a og b lið sé nákvæmlega hið sama. Eigin- menn, unnustar og heimilisfeður eru ekki bara einhver fyrirbrigði, sem fyrirvaralaust stinga upp kollinum og veljast án umsóknar inn í fyrir- tækið „Samlíf hf.", þeir veljast, venjast og eru elskaðir venjulega úr þeim hópi, sem konan um- gengst í vinnu eða skemmtan. 2. Augunum, held ég helzt, þó ekki formi eða lit þeirra, heldur „glampanum". Hlýja í fasi er yndislegur eiginleiki. Framkoman jákvæð og um- fram allt vekjandi. Sumt fólk, sem maður hittir, jafnt konur sem karlar, gefa frá sér letjandi, svæf- andi, neikvæða strauma, eins konar áhrif, sem ekki er gott að skýra. Sumir kalla það árur, aðrir segulsvið eða útstreymi hugsunar. Alla vega, áran verður að vera jákvæð. Klæðaburður? Ef karlmenn eru hreinlega klæddir, mega þeir vera ósmekklegir. Ég hef jafnvel gaman af ósmekklega klæddum karl- mönnum. 3. Við kvenþjóð lifum erfið tímamót. Á mörg- um sviðum búum við ekki við full jafnréttindi á við karla (sem góð og greind kona vildi einu sinni kalla aðeins mannréttindi), en erum næst- um búnar að tapa öllum hinum gömlu forrétt- indum og megum ekki til þess hugsa að tapa þeim alveg fyrir full jafnréttindi, (sem er erfitt að viðurkenna). Nútíma konan þrælar utan heim- ilisins, vegna þess að tíminn krefst þess, og innan veggja þess vegna þess, að hún treystir engum öðrum fyrir verkum þar, þ. e. a. s. eigin- mennirnir, unnustarnir og heimilisfeðurnir eru ekki aldir upp til þeirra hluta. Þeir hafa hlotið 19. aldar uppeldi á meðan hún hlaut 20. aldar uppeldi. Þess vegna þetta: Þegar konan er loks búin að ákveða, hverju hún vill halda og hverju sleppa, á hún alls ekki að byrja á að breyta „fyrirvinnunni" (eiginmanninum, unnustanum eða heimilisföðurnum) heldur laumast við að ala upp sína eigin syni í anda hinnar réttu stefnu, anda framtíðarinnar. Gleymum svo ekki að þakka guði fyrir að vera konur. FRÚ ÓLÖF PÁLSDÓTTIR “ .jssa MYNDHÖGGVARl í alvöru og gamni. Mitt viðhorf til þessara spurninga miðast þó nokkuð við samanburð á annarra þjóða karl- mönnum, þar sem ég hef dvalið nær helming ævi minnar erlendis, og langdvölum meðal ólíkra þjóða, t. d. Færeyinga, Dana, ítala og Egypta. Mér skilst að þess vegna sé ég spurð. Einnig þar sem ég hef umgengizt fjöl- breytilegan hóp af fólki í hinum ýmsu stéttum þjóðfélaganna. Verst þykir mér hve oft er erfitt að ræða málefnalega um menn og málefni án þess að allt sé tekið persónulega. Sllkur hugsun- arháttur þrengir svo möguleikana á eðlilegu mati og heilbrigðri gagnrýni. Fyrirspurnir eins og þessar eiga því að mínu áliti betur heima í fjölmennu þjóðfélagi en fámennu. Hér koma svo svör mín við spurningum blaðs- ins: 1. a. Eðlilega kurteisi, nærgætni og ábyrgð- artilfinningu, bæði gagnvart eiginkonunni og ekki síður börnunum, létta lund, lifandi áhuga og getu til að vera fræðandi. b. Að þeir séu skemmtilegir í viðræðum, geti rætt um almenn málefni án öfga, dansað vel, séu kurteisir og látlausir í framkomu og hafi góða kímnigáfu. Ég mundi sízt sætta mig við eigingirni, sóðaskap, ofdrykkju og óeinlægni af hálfu eiginmannsins. 2. Látleysi í framkomu er það sem ég met mest og tek fyrst eftir. Meðal þess sem vekur athygli mína, eru t. d. hendur mannsins, síðan klæðaburður. Mér finnst karlmenn ekki síður en kvenfólk þurfa að vera snyrtilegir, hreinlegir og smekklegir í klæðaburði. Spjátrungsháttur ( þess- um efnum finnst mér að dragi úr karlmennsku. Þó eru til einstakir karlmenn, sem bera hann vel. 3. Þá er komið að því að svara síðustu spurn- ingunni og þeirri, sem er almennast orðuð. — Mér finnast karlmenn næstu kynslóðar á undan okkur hafa verið meiri „sjentilmenn" en okk- ar jafnaldrar og jafnframt líflegri í andanum — og meiri heimsborgarar. Lúxusherrar nútímans eru oft ákaflega heimabakaðir. Það eina sem sumir hafa haft upp úr öllum sínum utanlands- reisum er að glata „drengnum" f sjálfum sér. Mér finnst líka íslenzkir karlmenn alltof húm- orlausir og taka sjálfa sig of alvarlega. Ég er oft hissa á karlmönnum að þeir skuli ekki hafa meira gaman af að vera „galant", ekki aðeins við laglegar konur heldur við alla. Það vantar víða þessa eðlilegu kurteisu rósemi og hlýlega viðmót. Ég álít að mjög víða sé ábótavant um háttvísa framkomu við börn, bæði frá hendi foreldranna sjálfra, kennara, af- greiðslufólks og fleiri. En hvar eiga börnin þá að læra kurteisa framkomu? Ég álít að það megi vinna margt barnið frá óþekkt og ókurteisi með því að sýna því þrautseiga kurteisi sjálfur. En andinn er oft sá hér, að það er gert gys að kurteisum börnum. Þá vil ég láta það koma fram í sambandi við framkomu karlmanna, að mér virðist sveitafólk, iðnaðarmenn og verkamenn, sem ég hef kynnzt vera sérstaklega háttvísir í framkomu. Þeir menn sem t. d. hafa unnið fyrir mig og með mér hafa nær undantekningarlaust verið bæði kurteisir, snyrtilegir, greindir og vel upplýstir menn, sem ánægjulegt hefur verið að eiga tal við yfir kaffibolla. Mér finnst þessir menn oft hafa til brunns að bera sannari og eðlilegri kurteisi heldur en hinir veizluvönu. Drykkjuvenjur margra karlmanna hér á landi eru heldur ömurlegar. Ég verð að segja að ég hef oft undrazt drykkjusiði manna bæði f opin- berum stöðum og annarra. Slíkt yrði aldrei lið- ið annars staðar. Hinir eru þó meira á sínum eigin vegum, þó ég vilji engan veginn afsaka þá. Algengt er hér, álít ég, að karlmenn vilji helzt láta eiginkonur sínar líta upp til sfn og vera alltaf á sama máli. Ég álít að hitt sé eðli- legra að karl og kona, hvort sem þau eru gift eða ekki, geti ekki alltaf litið eins á öll mál- efni. Það gefur öllu heimilislífi meiri hreyfingu að rætt sé málefnalega um hlutina og hver út frá sfnu sjónarmiði. Hitt getur farið út í algert sambandsleysi. Ég held það þurfi ekki að vera verri eiginkona þó hún sé ekki eilíft bergmál af maka sfnum. Venst hún ekki líka með þvf af að hugsa sjálfstætt? Annars er ýmislegt sem bendir til þess, að hjónabönd og börn hefti persónuleika beggja aðila. Væri ekki nauðsyn að skylda alla f eins konar uppeldisskóla, læra að vera feður, húsbændur, mæður og dömur?l Ég er eflaust kominn út fyrir rammann, en allt stýrist þetta hvað af öðru. Væri ekki eðlilegt að reyna að skóla okkur í erfiðasta hlutverkinu, sem er í því fólgið að tvær ólíkar manneskjur eiga að búa saman og ala upp nýja einstak- linga? Allar konur meta kurteisa framkomu karlmanna og jafnvel vaxa við það. Það gefur þeim meira sjálfstraust. Ég minnist veru minnar á Italíu, þar sem mað- ur varla gat hreyft sig, hvorki úti ó götum né á söfnum eða inni á veitingastöðum, án þess að annað hvort væri flautað á mann eða maður jafnvel eltur af einhverjum Suðurlandabúa. Mér féll þetta oft ákaflega illa og fannst það ófrjáls- legt. En ég verð að viðurkenna að þegar ég kom hingað heim, enginn leit við og enginn flautaði, viðbrigðin urðu nokkuð mikill! — Meðalvegurinn er líklega skástur í þessu sem öðru. Ef til vill hefur mér með þessu pári tekizt að fæla blessaða herrana frá mér, og þvf miður líklega líka þá kurteisu! Þrátt fyrir gagnrýni mína þekki ég auðvitað sjálf, til allrar hamingju, fjölda af prýðis mönn- um hér á landi. FRK. ÞURÍÐUR SIGURÐARD. DÆGURLAGASÖNGKONA 1. a. Létt skap, framar öllu öðru, og þann eiginleika að geta litið lífið björtum og réttlát- um augum. Háttvísi, sem ekki er eingöngu not- uð á almannafæri, heldur er manninum eigin- leg, er ómetanleg og vekur þægilega öryggis- kennd. Tillitssemi og oft þolinmæði er okkur kvenfólkinu víst nauðsynleg, og karlmaðurinn þarf, að mínum dómi, að vera viljasterkur og sjálfstæður. Einna mest met ég einnig þann eig- inleika, sem ef til vill mætti kalla sjálfsfórn, en það er að geta beðizt fyrirgefningar og að geta fyrirgefið í smáu sem stóru. Þó að karl- maðurinn vilji sýna fram á vald sitt, sem hann er oft gjarn á, er ofurlítil blíða og nærgætni alltaf vel þegin. Loks finnst mér að unnusti og eiginmaður þurfi að vera góður félagi. b. Greiðugur, samvinnuþýður, traustvekjandi og spaugsamur vinnufélagi er ómissandi. c. Sízt sætti ég mig við óheiðarleik og undir- ferli. 2. Vel klæddur og snyrtilegur karlmaður er alltaf aðlaðandi, og ég aðhyllist það, að karl- maðurinn sýni einhverja tilbreytni í klæðaburði, en noti ekki eingöngu jakkaföt og hvíta skyrtu, þótt sá búningur gegni ennþá sínu hlutverki. Róleg og örugg framkoma, sem þó má ekki bera vott um of mikla sjálfumgleði, er einnig hrífandi, en drykkfeldni, kæruleysi og uppgerð- ar „töffheit" er fráhrindandi. 3. Ég hef nokkrum sinnum lesið viðtöl við ungar stúlkur, þar sem þær kvarta sáran yfir dónaskap íslenzkra karlmanna. Ég er það ung, að ég tel mig ekki hafa öðlazt næga reynslu í umgengni, hvorki við íslenzka né erlenda karl- menn, þannig að ég geti dæmt um, hvort þar er einhver mismunur ó. En mín reynsla er sú, að þeir karlmenn, sem ég hef kosið að um- gangast, hafa komið fram við mig á sama hátt og ég við þá. Ég met drengskap fram yfir yfir- borðskurteisi. 25. tw. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.