Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 19
n HUÍTII
Maurice McNeill er eini
blökkumaðuHrin f h6pi
kennara f bævnum Baid-
win9 réft fyrir ufan
New York. Eínn af
nemerídum hans lagði
fæð á hann af
eínhverjum orsökum.
Þeffa var ung sfiúlka og
hún laug þvi upp, að
hann hefði gerzf
nærgönguil viö hana.
Orð Hvifrar sfúlku er
þung á mefunum, þegar
svartur kennari á í hlut.
Þegar f stað var höfðað
mál á hencfur McNelll.
En með hjálp vinvelttra
nágranna, samkennara
ogi nemenda tókst
honum að sanna
sakieysi sitt.
Maurice McNeilI og kona hans, Lavon-Dee, Þau ákváðu aff
berjast til þrautar en láta ekki hrekja sig hurtu.
IT^G ER KENNARI við skóla í Baldwin, sem er rétt utan
við New York. Þegar ég dag nokkurn var boðaður á
fund rektorsins, hafði ég ekki minnstu hugmynd um
hvert erindi hann gat átt við mig. Þrír menn biðu mín auk
rektorsins: forstöðumaður sumarnámskeiða, Martin Kil-
commons, dr. Henry Ducker, yfirkennari og Robert Michaelis,
lögfræðingur skólanefndarinnar.
— Einn af nemendum yðar hefur borið alvarlegar ásakan-
ir á hendur yður, sagði lögfræðingurinn. Við höfum þegar
rætt bæði við stúlkuna sjálfa og móður hennar.
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.
— Þér hafið gerzt nærgöngull við Susan Schaffner, sagði
lögfræðingurinn. Ég hef með höndum skriflega staðfestingu á
því frá henni og móður hennar.
Ég fékk ekki að sjá ákæruskjalið. Mér var sagt, að ég
hefði verið einn með Susan s.I. föstudag og látið hana hjálpa
mér við skýrslugerðir. Þetta átti að hafa gerzt þá. Ég lagði
til, að kallað yrði á stúlkuna og hún látin standa fjrrir máli
sínu að mér viðstöddum. Ég kvaðst sannfærður um, að þá
mundi þessi misskilningur leiðréttast þegar í stað. Tillaga
mín var ekki tekin til greina.
Fjöldi fólks kom McNeill hjónunum til hjálpar, vitnaffi meff
þeim og studdi þau fjárhagslega. ó
Þegar ég gekk af fundi þessara heiðursmanna, hafði ég
varla enn átt'að mig á því sem gerzt hafði. Því síður gat ég
látið mér detta í hug öll þau ósköp, sem áttu eftir að gerast
í þessu furðulega máli.
íbúar Baldwin eru 35 000, og voru allir hvítir að einni
fjölskyldu undanskilinni, þegar við fluttumst þangað. Við
voru sem sagt önnur blökkumannafjölskyldan, sem settist
þar að, og það væri synd að segja, að móttökurnar hefðu
verið hlýjar og vingjarnlegar. Strax fyrsta daginn fengum
við nafnlaust hótunarbréf og oft hefur okkur verið skap-
raunað með dularfullum hringingum.
Ég og kona mín leituðum nú í vandræðum okkar til
Salvatore Di Giovanna. Hann hafði áður reynzt okkur hjálp-
legur. Það var honum að þakka, að okkur tókst að fá hús
hér í Baldwin. Áður en hann kom til sögunnar, höfðum við
leitað til fimm fasteignasala. Allir höfðu þeir verið vin-
gjarnlegir í fyrstu, en vildu ekki selja okkur, þegar á átti
að herða. Einn þeirra sagði glottandi, að hann „þyrði ekki
að brjóta lögin um jafnrétti kynþáttanna“.
Di Giovanna hlustaði á sögu mína. Hann vildi ekki sjálf-
ur heimsækja Schaffner-fölskylduna og ræða við hana og
réði mér einnig frá því að gera það. Hins vegar sá hann
ekkert athugavert við, -að konan mín færi þangað. Það var
tekið vel á móti henni, en foreldrar stúlkunnar sögðust trúa
frásögn dóttur sinnar fullkomlega og vildu ekki draga
ákæruna til baka. Konan mín benti þá á, að stúlkan yrði
að vera því viðbúin að standa við framburð sinn fyrir dóm-
stólunum, því að ég mundi krefjast opinberrar yfirheyrslu.
Að ráði sóknarprestsins, sem var hlynntur mér í máli
þessu, leitaði ég til Jim Ferns, sem var fyrrverandi formað-
ur skólanefndarinnar. Hann virtist einnig hafa samúð með
mér, en sagði að nú hefði versnað í málinu. Önnur stúlka
hefði sakað mig um hið sama og hún ætti heima langt frá
Susan Schaffner og segðist ekki einu sinni þekkja hana.
Nokkrum dögum síðar kom Fern til mín og sagðist hafa
rætt við núverandi formann skólanefndarinnar, Henry
Bang. Hann hefði mikinn áhuga á að málið yrði þaggað
niður. Hver sem úrslit þess yrðu, þá mundi það skaða áht
skólans og raunar bæjarins alls. Ef ég féllist á að segja
sjálfur upp stöðu minni, skyldi skólanefndin gefa mér góð
meðmæli, svo að ég gæti auðveldlega fengið vinnu ein-
hvers staðar annars staðar.
Ég varð mjög undrandi yfir þessu furðulega tilboði for-
manns skólanefndarinnar. Ef hann áleit mig saklausan,
hvers vegna í ósköpunum lét hann þá ekki málið niður falla?
Og ef hann áleit mig sekan, hvers vegna vildi hann þá gefa
mér góð meðmæli?
Ég skildi þetta ekki og neitaði tilboðinu afdráttarlaust.
Ég neyddist til að skipta um lögfræðing. Di Giovanna hafði
að vísu revnzt mér vel áður, en hann virtist ekki vera sann-
færður um sakleysi mitt. Skólanefndin óskaði tvívegis eftir
að ræða málið við mig og lögfræðing minn, en í hvorugt
skiptið roætti hann og hafði ekki einu sinni samband við
mig.
Gamall og góður vinur minn, Denny Ray lögfræðing-
ur, tók málið að sér í staðinn. Þegar við fluttum til Baldwin,
átti hann sæti í mannréttindanefnd bæjarins. Hann bjó
sjálfur í húsinu, sem við keyptum, í viku áður en við flutt-
um inn í það til þess að koma í veg fyrir, að skemmdarverk
yrðu unnin á þvi. Hann vinnur nú í Missisippi, en næstu
sex vikurnar flaug hann sex sinnum til New York til þess
að hjálpa mér.
Þegar við Denny Ray ræddum við skólanefndina í fyrsta
sinn, lögðum við meðal annars fram skriflegan vitnisburð
eins samkennara míns, sem hafði oftar en einu sinni heyrt
Susan Schaffner lýsa hatri sínu og fyrirlitningu á mér.
Annar samkennari minn hafði umræddan föstudag komið
oft inn í stofuna, þar sem við Susan sátum og unnum að
skýrslugerð. Hann kenndi í stofunni við hliðina einmitt á
þeim tíma sem ég átti að hafa gerzt nærgöngull við Susan.
Varðandi hina stúlkuna, Stephanie Smith, sem einnig ákærði
mig fyrir sams konar verknað, þá hafði Susan viðurkennt,
að hún væri bezta vinkona hennar. Samkvæmt frásögn
Framhald á bls. 37.
18 VTKAN 25-tbl-