Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 9
Svo þegar árin liðu, fór mér að skiljast, að
ekki verður á allt kosið.
Hjó eiginmanni og heimilisföður met ég mest
virðingu hans fyrir heimili, bömum og störfum
vandaðrar eiginkonu í þágu heimilis þeirra allra.
Hann taki með stillingu þvf, sem að höndum
ber í daglegri sambúð, láti gjarnan f Ijós vel-
þóknun, þegar vel tekst til, en geri ekki úlfalda
úr hverri mýflugu, þegar ábjótar. Með öðrum
orðum, hann sé ekki á höttunum eftir misfell-
unum einum, en slíkt gæti gert hverja konu að
saltstólpa.
2. Una augu, meðan á horfir. Ekki er það þó
traustur grundvöllur fyrir nánari kynnum við
karlmann, því að oft býr flagð undir fögru skinni.
Það sem fyrst vekur athygli mína er handa-
bandið. [ því má oft finna ýmist festu eða hálf-
velgju. Þá er það augnatillitið. Lítur hann sljóum
augum framhjá mér, eða mætir hann tilliti mínu?
Svo eru það samræður. Velur hann þeim form
við beggja hæfi? Hann þarf að vera fús að
hlusta — og gefa góð svör, jafnvel við barna-
legum spurningum. Með þvf gefur hann f skyn,
að maður sé honum einhvers virði. Skopskyn
karls met ég mikils. Græskulaust skyldi það vera.
Mætti það gjarnan beinast að eigin skávönkum.
Gæfi það til kynna töluverða eigin gagnrýni,
án þess að kikna undan. Snyrtimennsku og natni
í klæðaburði veiti ég athygli. Hvernig þar tekst
til, tel ég vísbendingu um uppeldi, nostursamt
eða hirðulaust.
[ framansögðum orðum hef ég tínt sitthvað til,
sem ég tel aðlaðandi í fari hvers karlmanns. Af
þvf mætti ráða, að hið gagnstæða væri mér
hvimleitt, enda hef ég sniðgengið slfka menn
eftir föngum. Þetta að lokum: Hvers kyns vits-
muna- eða menntahroki finnst mér Ijóður á
ráði hvers karlmanns. Gildir það einu, hvort um
löng eða skömm kynni er að ræða.
FRÚ ÁSA FINNSDÖTTIR
SJÓNVARPSÞULUR
1. Ég hygg, að flestir geri sér grein fyrir
því, að það er ekki hægt að fá menn eftir upp-
skriftum, hversu þægilegt sem það væri. Það,
sem okkur finnst kostur hjá einum manni gæti
verið anzi slæmur galli hjá öðrum, og það er
með karlmenn eins og „kokkteilana", að það
skiptir ekki meginmáli hvað er í þeim, held-
ur hvernig tegundirnar blandast saman. En tll
að svara nú þessum spurningum, sem fyrir mig
eru lagðar vil ég taka það fram, að aliir karl-
menn, sem ég þarf að þekkja, hvort sem er f
sambúð ellegar lausleg kynni, þurfa skilyrðis-
laust að vera skemmtilegir, það er að minnsta
kosti skemmtilegasti eiginleikinn.
a. Kostir eiginmannsins þurfa að vera býsna
margir, ef vei á að vera, og þeir sem mér finnst
þungir á metunum (fyrir utan skemmtilegheitin)
eftir mínum dómi er heiðarleiki, óeigingirni,
hugguleg framkoma og sfðast, en ekki sízt,
ástúð og nærgætni.
b. Aðrir karlmenn skipta mann eðlilega
minna máli, en þurfi maður að hafa töluvert
saman við þá að sælda er aldrei verra að yfir-
borðið sé sæmilegt. Annað má vera eins og
verkast vill. Vinnufélagar þurfa að vera sam-
vinnuþýðir, þægilegir í umgengni, skemmtileg-
ir, þó ekki um of. — Það, sem mér finnst mest
miður í fari karlmanna, og það á einnig við um
kvenfólkið, er óheilindi, kjaftháttur og sletti-
rekuskapur. Það er ef til vill afsakanlegt hjá
kvenfólki, en beinlfnis óþolandi hjá karlmönn-
um.
2. Heildarsvipurinn skiptir að mfnum dómi
meginmáli við fyrstu kynni, og eins snyrti-
mennska. Glæsileiki skaðar yfirleitt aldrei, en
mér finnst þýðingarmeira, að karlmenn séu
snyrtilegir og kunni að hugsa um útlit sitt. Ég
rek strax augun f það hvort skór eru óburstaðir
og sorgarrendur undir nöglum og annað þvf um
líkt. Þá verður maður fljótt var við hvort karl-
menn eru álkulegir og klaufskir f framkomu og
mér finnst, að þeir verði að leitast við að þræða
hinn gullna meðalveg milli framhleypni og
feimni.
Eins og ég minntist á í upphafi eru kostir
manna og gallar mjög teygjanleg fyrirbrigði og
maður kemst að raun um það við nánari kynni,
hvort kostur er kostur og galli galli.
Aðalatriðið er, að maður kunni vel við sam-
setninguna.
FRO elsa e. guðjönsson
SAFNVÖRÐUR
Ég verð að játa, að ég hef ekki fylgzt með
skrifum um álit karlmanna á því, hvernig kven-
fólk eigi að vera. Ég hef ekki heldur hugsað
neitt að ráði um, hvernig ég kysi helzt að karl-
menn væru. En þegar ég nú sezt niður til þess
að reyna að gera ofangreindum spurningum
einhver skil, þá finnst mér í rauninni, að í höf-
uðdráttum mundi ég æskja svipaðra eiginleika
hjá því fólki, sem ég umgengst, hvort heldur
séu karlar eða konur, þ. e. eiginleika, sem á
engan hátt, að þvf er ég fæ bezt séð, eru bundn-
ir við kyn, svo sem tillitssemi, áreiðanleika, jafn-
lyndi og — ekki hvað sfzt — kímnigáfu.
Við val á maka eða kunningja finnst mér
ókaflega mikið aukaatriði, hvort karlmaður er
laglegur eða Ijótur, hafi hann ofangreinda kosti
til að bera — auk þess sem sumir menn eru
blótt áfram „sjarmerandi" ófrfðir, ef mér leyfist
að taka svo til orða. Stærð, hvort heldur hæð
eða breidd, er einnig atriði, sem á engan hátt
er afgerandi við maka- eða kunningjavai að
mínu áliti. Hins vegar tel ég mjög mikilvægt að
eiga sameiginleg áhugamól, og í því sambandi
er óefað oft æskilegt, að um einhverjar hlið-
stæður sé að ræða, til dæmis f uppeldi og mennt-
un.
Hvað vinnufélaga snertir, þá gildir raunar
flest það sáma um þá. En aðalatriðið er þó, að
gott sé að vinna með þeim, að þeir séu þægi-
legir í umgengni og hjálpsamir, þegar leita þarf
til þeirra um aðstoð — og hafi svo helzt kímni-
gáfuna f lagil
Ég geri mér ekki Ijósa grein fyrir hverju ég
fyrst tek eftir í fari karlmanna. Ef til vill, hvort
mér geðja'st að slifsinu þeirra. Mér fannst að
minnsta kosti lengi vel, að skemmtilegra væri að
koma auga á manninn á undan slifsinu; sem sé
skoðanir mínar á þvi, hvort slifsi væru Ijót eða
falleg voru kannski helzt til ákveðnar. Og ekki
höfum við hjónin alltaf verið sammála að þessu
leyti, en vandinn leystist á þann hátt, að ég fæ
oftast að velja slifsin hans. A móti fær svo eig-
inmaðurinn að segja til um höfuðföt mfn — og
er óspar á útásetningar, þá sjaldan ég fæ mér
hatt eða húfu án þess að hafa hann með í ráð-
um! En þetta var útúrdúr.
Annað, sem mig minnir, að ég taki oft eftir
hjá karlmönnum, eru skór þeirra og sokkar, sér
í lagi þó skór. Of oft finnst mér vilja brenna
við, að sokkarnir fari ekki við fötin og skórnir
því síður. Til dæmis Ijósbrúnir skór við dökk
föt! En slíkt er auðvitað smekksatriði og auk
þess fremur smávægilegt, þegar á allt er litið.
Heldur finnst mér leiðinlegt, ef karlmenn eru
illa snyrtir — nú, en það á við um kvenfólkið
alveg eins — og þannig getur staðið á hjá
mönnum, að ekki er hægt að vera „stífpússað-
ur" að staðaldri.
Ég hef nú í fljótheitum reynt að leysa úr
spurningunum hér að ofan. Er erfitt að gera það,
svo að gagni sé, og ég geri mér fyllilega Ijóst,
að svari mínu er mjög ábótavant. A unglinga-
skólaárum mínum vandist ég því að umgangast
pilta sem jafningja. Hefur svo verið síðan, að
því er mér finnst sjálfri, jafnt heima fyrir, í
^kunningjahópi og á vinnustöðum, og hefur svar
íjmitt mótazt af því. Ég hef leitazt við, án þess
Jað verða allt of hátíðleg, vona ég, að gera mér
— og öðrum — grein fyrir, hvað mér fannst og
finnst aðlaðandi og, að nokkru, fráhrindandi í
fari karlmanna. En hvað ráðið hefur úrslitum
hvað mig snertir um makaval, kunningjaval og
mat á vinnufélögum treysti ég mér ekki til að
skilgreina.
FRÚ RÚNA GUÐMUNDS-
DÓTTIR HVANNBERG
VERZLUNARSTJÓRI
1. a. Að hann sé skapgóður, kátur og
skemmtilegur og kunni að gera grín að sjálfum
sér. Hann má ekki vera vanans maður heldur
daglega nýr, svo að hann komi manni alltaf
þægilega á óvart. Hæfilega menntaður með
góðan „common sense" og heimsborgaralegan
hugsunarhátt. Og auðvitað má ekki gleyma þeim
sjólfsagða eiginleika góðs eiginmanns, að hann
sé umhyggjusamur og góður elskhugi.
b. Á vinnustað, að hann sé reglusamur og
ábyggilegur vinnufélagi.
2. Framkoma og snyrtimennska er það, sem
ég tek fyrst eftir og því finnst mér þeir karl-
menn sérstaklega fráhrindandi, sem treysta sér
til þess að fara út úr húsi á morgnana á óburst-
uðum skóm, illa eða ekki rakaðir með svartar
rákir undir nöglunum og í hreinustu af óhreinu
skyrtunum sínum.
3. Að lokum finnst mér það aðalsmerki karl-
mannsins, að hann sé góður faðir og góður
sonur.
Því að sá karlmaður, sem ber gæfu til þess-
ara eiginleika verður alltaf einn af hinum styrku
hlekkjum hvers þjóðfélags.
25. tbi. vikan 9