Vikan


Vikan - 19.02.1970, Page 6

Vikan - 19.02.1970, Page 6
^JIIIIIIMIIIIIMMIIIIi ■■fcunniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ SKÓLA- TIZKAN SAFARI- og FÓTLAGA- skórnir eru sportlegir þægilegir með mjúkum sóla. Yfirleðrið er í tízkulitum ársins. Verð og gæði við allra hæfi. idlun ^IIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII^ GEFJ U NARGARN ^Tízkan í dag Lifandi auglýsingar í útvarpið Kæri Póstur! Mig langar til að skrifa þér um hugmynd sem ég fékk um daginn. Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum áður og að minnsta kosti tvisvar sinnum hefur þú birt bréfin frá mér, svo að ég ætla að spreyta mig enn einu sinni. Áður en ég kem að efninu, vil ég færa þér beztu þakkir fyrir ýmislegt gott efni, sem þú hefur birt. Það má segja, að alltaf sé eitthvað í Vikunni, sem styttir manni stundir, mis- jafnlega mikið að vísu, en sem sagt alltaf eitthvað. Ég hef mikla ánægju af ævisögum og öllu sem við kemur fólki. Ég hef þess vegna haft ánægju af ævisögu Jacks London, sem þið eruð að birta um þessar mundir. Auk þess hef ég lesið margar af bók- um hans og er mikill aðdáandi þeirra. En eitt finnst mér vanta tilfinnanlega hjá ykkur í seinni tíð, og það er fastur heimilis- þáttur eins og var hér einu sinni. Væri ekki ráð að endurvekja hann? Og þá kem ég að hugmynd- inni minni- Mér finnst auglýs- ingarnar í sjónvarpinu líflegar og skemmtilegar margar hverj- ar. Reyndar skal viðurkennt, að þegar maður hefur horft á sömu auglýsinguna í hundraðasta sinn, þá er maður búinn að fá algert ofnæmi fyrir henni. En yfirleitt eru þetta einu auglýsingarnar sem veita manni ofurlitla skemmtun um leið, og eru þar af leiðandi áreiðanlega áhrifa- ríkari en flestar aðrar auglýs- ingar. En hvernig væri nú að hressa ofurlítið upp á auglýsing- arnar í útvarpinu líka? Þær eru eins og kunnugt er allar í sama virðulega jarðarfarartóninum. Mætti ekki útbúa þær eitthvað í líkingu við sjónvarpsauglýsing- arnar, syngja þær eða láta leik- ara flytja þær og svo framvegis? Ég er sannfærð um, að auglýs- ingagildi útvarpsins mundi þá aukast að miklum mun. Eg kem hér með þessari hugmynd minni á framfæri, af því að ég hef hvergi séð hana koma fram áð- uð. Að svo mæltu þakka ég fyrir birtinguna og sendi ykkur mínar beztu kveðjur. H. P., Hafnarfirði. Líklega brýtur það í bága við núverandi reglugerð um auglýs- ingar í útvarpi að hafa þær sungnar og leiknar, eins og mað- ur hefur heyrt hjá erlendum út- varpsstöðvum. En gömlum lög- um má alltaf breyta og við kom- um hugmyndinni hér með á framfæri. Leiklistarnám Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurningum um leiklistarnám fyrir mig. f fyrsta lagi: Hvert á maður að senda umsókn eða komast í samband við leikfélag? Hvað þarf maður að vera gamall? Hvaða menntun þarf? Hvað er námið langt? Ég vona, að þú getir hjálpað mér um þessar upplýsingar fljótt. Mér liggur á þeim! Með fyrirfram þökk. B. B. Nú imin aðeins einn eiginlegnr leiklistarskóli starfandi hér á landi, og er það leiklistarskóli Þjóðleikhússins. Xil skamms tíma var annar skóli starfræktur í Iðnó, en hann hefur nú verið lagður niður, þar sem í ráði mun vera að stofna einn allsherjar leiklistarskóla, en ekki kunnum við neitt frá því máli að segja nánar. Til þess að verða teknir í leiklistarskóla Þjóðleikhússins þurfa nemendur að standast inn- tökupróf, en sérstakar prófkröf- ur munu ekki vera gerðar. — Þá mætti einnig nefna Leiklist- arskóla Ævars Kvarans, sem margir hafa sótt sér til gagns. Svar til XX: Við erum þeirrar skoðunar, að þú eigir að ganga hreint til verks og spyrja hann, hver hugur hans sé í raun og veru í þessu máli. Þú segir, að hann sé bæði blíð- ur og nærgætinn, og einmitt slíku fólki hættir oft við að hliðra sér hjá sannleikanum og leika tveim skjöldum til þess að valda ekki óþægindum. En sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem þú hefur fengið um hinn aðil- ann, þá ættir þú að hafa mjög góðar vonir. Þú skalt því vera alveg óhrædd og fá úr málinu skorið í eitt skipti fyrir öll. Hálf- velgjan er bæði hættuleg og þér finnst hún eðlilega niðurlægj- andi, eins og fram kemur í bréfi þínu. 6 VIKAN 8 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.