Vikan - 19.02.1970, Síða 25
KYNVILLA er eitt af þeim viðkvæmu fyrirbærum, sem ekki hefur þótt hæfa
að fjalla um opinberlega til þessa. En nú á dögum er rætt og ritað hispurs-
laust um þessi mál eins og hvað annað. Til marks um það má nefna, að hið
virta bandaríska blað, TIME, tók kynvillu rækileg til meðíerðar fyrir skemmstu
og birti táknmynd á forsíðu í tilefni þess. Blaðið reyndi að kryfja málið til
mergjar, bæði sem þjóðfélagslegan vanda og persónulegt vandamál einstakl-
inga. Ýmsar fróðlegar upplýsingar var þarna að finna, sem ekki höfðu verið
birtar áður. Samkvæmt Kinsey-skýrslunni frægu áttu 10% karlmanna í Banda-
ríkjunum að hafa verið kynvilltir einhvern tíma á ævinni, en 4% alla
ævi (2% kvenna). Blaðið telur líklegt, að þessar tölur hafi lítið breytzt,
og kynvilla fari því ekki að neinu ráði í vöxt. Hins vegar beri nú meira á
starfsemi kynvillinga en óður og þeir geri minna til að leyna eðli sínu. Um
50 samtök þessa fólks munu nú
vera starfandi í Bandaríkjunum og
halda uppi margs konar starfsemi
fyrir félagsmenn sína. TIME boð-
aði einnig í áðurnefndu hefti ýmsa
sérfræðinga á sinn fund til að rök-
ræða um þetta viðkvæma mál. Þeir voru síður en svo sammála, en margir
voru þeirrar skoðunar, að nýr skilningur á eðli vandans væri nauðsynlegur,
og ekki væri lengur hægt að útkljá hann með bannfæringu og refsingum, eins
og gert hefur verið hingað til. — Við brugðum okkur í bæinn snemma á þorr-
anum og lögðum fyrir fólk á förnum vegi þessa spurningu: Hvaða augum lítur
þú á kynvillu?
SIGRÍÐUR GUNN-
ARSDÖTTIR,
hárgreiðslunemi:
Þetta er sjúkt fólk,
og mér finnst að það eigi
að hjálpa því — og
hveris vegna ekki með
því að stofna fyrir það
klúbba og þessháttar?
TRAUSTI FRÍ-
MANNSSON,
vélvirki:
Ég hef ekkert kynnt
mér þetta, en frá einu
sjónarmiði má t.d. segja
að þetta sé brot á boð-
orðunum og grundvall-
aratriðum kristinnar
trúar.
HALLA HAUKSD.,
sendill:
Ógeðslegt.
SVEINN LARSSON,
hljóðfæraleikari:
Urkynjun.
KRISTÍN PETER-
SEN, nemi:
Þetta er nú nokkuð
sem fólk talar ekki um.
EINAR MARKAN,
söngvari:
Mér finnst þetta vera
einkamál manna og er
ósköp normal sjálfur.
En mér finnst líka að
þetta fólk eigi að láta
unglingana í friði.
8. tw. VIKAN 25