Vikan


Vikan - 19.02.1970, Qupperneq 47

Vikan - 19.02.1970, Qupperneq 47
Tveir ólíkir aldamótamenn — Þér getið ekki fengið annað en það sem stendur á matseðlinum, herra minn! Framhald af bls. 11 og leggja sér á minni. Þótt sókn þeirra á sjó og landi byggðist öðrum þræði á líkamlegu erfiði, var sú barátta þeirra sízt veiga- minni, sem með orðum var háð. Sú barátta kallaði á málsnjalla menn og pennafæra, og það væri synd að segja að aldamótamenn- irnir hafi ekki brugðist vel við því kalli. Þeir voru ekki einung- is orðglaðir menn í ræðu og riti, heldur vönduðu þeir mál sitt betur en nokkur kynslóð á und- an þeim, allt frá því er höfundar íslendingasagna dóu frá fjaðra- pennum sínum og kálfskinnum; málhreinsunin var einn þáttur- inn í sjálfstæðisbaráttu þeirra og ekki sá ómerkilegasti, og höfðu ungmennafélögin, þau gagn- merku þjóðvakningarsamtök, sem því miður er hvorki tími né rúm til að gera hér verðug skil, þar mikil áhrif Óþarft er að taka það fram, að ekki jusu þessir orðlistar menn einungis af mál- farslegum nægtabrunni forn- sagnanna, heldur trúðu þeir margflestir þeim tortryggnilaust sem staðgóðum heimildum, eink- um hvað snerti líkamlegt og andlegt atgervi forfeðranna — og á þeirri trú byggðu þeir svo traust sitt á þjóð sinni í nútíð og framtíð. Nú hefur þeim heim- ildagrundvelli verið breytt í þjóðsagnakviksyndi en afkom- endur aldamótamanna gerast tæknitrúðar, og ekki er ólíklegt að einhver af næstu kynslóðum komizt að þeirri niðurstöðu að aldamótamönnum hafi leikið fegurst íslenzka á tungu, bæði í mæltu máli og rituðu. Og nú kemur að einu sérkenni í fari aldamótamanna. Lengst af ævinni beittu þeir málsnilld sinni fyrst og fremst sem baráttuvopni, bæði út á við sem inn á við. Ekki hvað sízt innbyrðis, í flokkadeil- um og persónulegum hólmgöng- um, og þá oft af lítilli hlífð, enda voru eggjar þess beittar. En þegar þeir svo drógu sig í hlé, urðu nauðugir viljugir að víkja af vígvelli dagsins fyrir sér yngri mönnum. og gerðust þá sáttfúsir og friðsamir, breyttist þetta. Orðgleði þeirra og málsnilld fann sér nýjan farveg. Frá því er sagt í sögum, að þegar höfð- ingjar, sem lengst af ævi höfðu stundað vígaferli og háð fólkorr- ustur af miklum dugnaði, fundu aldurinn færast yfir sig, var það þeirra síðasta átak að láta gera sér haug mikinn og veglegan, sem þeir síðan báru í vopn sín og gersemar áður en þeir tóku sér þar síðustu bólfestu. Þegar svip- að var komið fyrir baráttugörp- um aldamótakynslóðarinnar, set+ust beir við að skrifa ævi- sögu sína. Fyrir það er ekki ó- líklegt að síðustu tveir til þrír áratugirnir verði. einhvern tíma kallaðir ævisagnatímabilið í ís- lenzkum bókmenntum. Vafalaust eiga þessar ævisögur, bæði ein- stakar og í heild eftir að verða síðari kynslóðum merkilegt rannsóknarefni, bæði fyrir það, sem þar er frá sagt og líka hitt, sem undan er dregið, því að þrátt fyrir allan dugnað og öll afrek aldamótamanna voru þeir ekki síður mannlegir en fólk af öðr- um kynslóðum. Og þeir lærðu það vel til málvíga á langri og róstusamri ævi, að þeir kunnu ekki síður að bregða fyrir sig skildi þagnarinnar en að beita brandi orðsins. Og þann skjöld hengdu þeir ekki allir á vegg með vopnum sínum. Enda naum- ast hægt að ætlast til þess af gömlum bardagamönnum. Það er því athyglisvert og í rauninni skemmtilegt, þegar nú birtast allt í einu ævisögur tveggja aldamótamanna, sem báðir gera sér sérstakt far um að láta þá varúðarráðstöfun lönd og leið. Þvf meiri fengur er og að þessum ævisögum, að þessir tveir menn eru yfirleitt eins ó- líkir og tveir menn geta verið — þó að einum skemmtilegum eig- inleika undanskildum, því að báðir eru þeir gæddir næmu skopskyni og ósjálfráðri athygli á allt broslegt í fari samtíðar- manna sinna og báðum er það einstæð nautn að vera til, þótt hún sé með nokkuð ólíkum hætti. Og loks hafa þeir báðir tekið virkan þátt í stjórnmálabarátt- unni eins og hún var háð á þeirra blómatíð, en þar með eru líka sameiginleg svipeinkenni upp- tahn. Að minnsta kosti eins og þau koma fram á yfirborðinu. Nema hreinskilnin. Eða að minnsta kosti viljinn til að vera hreinskilinn Og enda þótt annar þessara manna sé um áttrætt, hinn hálfníræður, fer því fjærri að ellimörk sjáist á þessum verkum þeirra, því að báðar þessar ævisögur einkennast af fráságnargleði, fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarngóðu og hnökralausu alþýðumáli, og breytir þar engu um að annar er langskólagenginn og hefur feng- izt við ritstörf mestan hluta æv- innar, en hinn sjálfmenntaður og setzt ekki við skrifborðið fyrr en á þeim aldri þegar fæstir geta lengur haldið á penna. Önnur þessara sjálfsævisagna, „Synd- ugur maður segir frá“ eftir Magnús Magnússon er allstór bók. Af hinni, sjálfsævisögu Sig- urbjörns Þorkelssonar — ,,Sig- urbjörns í Vísi“ „Himneskt er að lifa“ — eru þegar komin út þrjú bindi og þó ekki fullsögð sagan. Heitið á bók Magnúsar bendir til þess að hún hafi að geyma einskonar játningar. Einhvern- tíma kom til mín ung stúlka ekki tvítug, einstaklega svipgóð og prúð. enda af góðu fólki og hafði hlotið gott uppeldi, og þekkti ég talsvert til hennar. En í þetta skipti þekkti ég hana ekki fyrir sömu manneskju og áður, það var bersýnilegt að eitthvað meira en lítið hafði komið fyrir hana. Innan stundar trúði hún mér fyrir því, að hún væri að koma af vakningasamkomu og hefði „frelsast", eins og hún orð- aði það. Hún trúði mér líka fyrir því, ótilkvödd, að ekki fyrir- fyndist sú synd, sem hún hefði ekki drýgt á sinni skömmu ævi — dró þó við sig svarið, þegar ég spurði hana með varúð hvort hún hefði drepið mann. Það var því ekki alveg tortryggnilaust, að ég opnaði bók Magnúsar, játningar hins synduga manns. Ekki hafði ég samt lesið lengi þegar ég fann að hún var ekki beinlínis skrifuð með hugarfari hins frelsaða. Ef sá aldni Hún- vetningur skrökvaði upp á sig syndum — sem ég er ekkert að væna hann um —- þá gerði hann það áreiðanlega ekki til að kvelja sjálfan sig. Ég þekki Magnús ekki nema af orðspori, vissi að hann var ölkær talinn; að hann hafði um margra ára skeið gefið út pólitískt skopádeilublað, sem var einstætt fyrirbæri hér á landi og sennilega í öllum löndum — og að hann hafði unnið það ekki síður einstæða bókmenntaafrek, að þýða eina ljóðlínu úr heldur væmnum, þýzkum kvæðatexta af þeirri snilld að nægja mundi til að halda lengur uppi frægð hans 8. tbi. VTKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.