Vikan


Vikan - 13.08.1970, Side 5

Vikan - 13.08.1970, Side 5
 SumarhárgreiSsla Claudiu Cardinale Dag nokkurn gekk kvikmynda- leikkonan fræga, Claudia Car- dinale, inn á hárgreiðslustofuna Alexandre í París. Þar er að- stoðarmaður, sem heitir Sergio, en Claudiu líkar bezt við hann og lætur hann jafnan sjá um hárið á sér, þegar mikið liggur við. Að þessu sinni pantaði leik- konan nýja sumargreiðslu, sem færi vel við nýju midi- og maxi- fötin hennar. Sergio kom meðal annars með þessar þrjár tillög- ur, sem við sjáum á meðfylgj- andi myndum. Þær eru allar í megindráttum byggðar á þeirri hártízku, sem nú er ríkjandi, en þó hver með sínu sérstaka sniði. * ■MmmÉ © vísur vikunnar Kölski lá og las í skrá lygasyndir manna. Sagt er frá hann fyndi þá flesta ritstjóranna. Leiðist mér og líkar ei að lifa meðal varga. Aftur geng ég, er ég dey, og ætla að drepa marga. Andrés Björnsson. Þó að guð mér gefið hafi göfugt hjartalag, þá get ég ekki elskað nema einu sinni á dag. Sveinbjörn Egilsson. Byrjaði að reykja þriggja ára Þegar Terry Ward var þriggja ára varð hann umræðuefni brezkra blaða og áttu þau ekki nógu sterk orð til að lýsa undr- un sinni og hneykslun. Tilefnið var, að mynd birtist af drengn- um, þar sem hann sat í kjöltu föður síns, sem var að kveikja í sígarettu fyrir hann. Hér var ekkert grín eða uppstilling á ferðinni. Faðirinn sagði meðal annars í stuttu viðtali sem fylgdi myndinni: — Við hjónin erum ekki trú- uð á, að lungnakrabbi stafi af reykingum. Ef Terry litli vill reykja, þá má hann það. Nú er Terry orðinn sex ára og reykir jafn mikið og faðir hans — eða pakka á dag! 33. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.