Vikan


Vikan - 13.08.1970, Side 15

Vikan - 13.08.1970, Side 15
nesi, en nautamir að honum liafa þótt góðir á Mýrum. Samt brá svo við, að Halldór E. Sigurðsson iiafði mikla yfirburði í viðureigninni þessu sinni. Hreppti hann 526 atkvæði Mýramanna og 112 fleiri en Ásgeir Péturs- son. Sigurinn var Halldóri næsta mikilvægur. Hann valdist i annað sæti á fram- boðslista Framsóknarflokks- ins i Vesturlandskjördæmi um haustið, og hlaut Daníel Ágústínusson bæjarstjóri á Akranesi að þoka fyrir hon- um, þó að hann ætti 846 at- kvæðum að fagna í Borgar- firði um vorið. Réð hér úr- slitum, að Halldór náði kosn- •ingu á Mýrum, en Daniel féll fyrir .Tóni Árnasvni i glímunni um goðorð Borg- firðinga. Varð Halldór þriðji þingmaður Vestlendinga haustið 1959 og hefur verið endurkjörinn fyrirhafnar- laust tvisvar sinnum, 1963 og 1967. Halldór E. Sigurðsson læt- ur inikið á sér bera í umræð- um á málþingum, enda senni- lega framlileypnastur og boruhrattastur af flokks- hræðrum sínum á löggjafar- samkomu þjóðarinnar. Hann talar skýrt og ber sig karl- mannlega, en ræður lians munu fyrirferðarmeiri að umbúðum en efni. Hins veg- ar svarar hann ófeiminn fvr- ir sig og flokk sinn, ef þótta- lega er á hann vrt í kapp- ræðum, og gerist þá rogg- inn. Veldur því myndugleiki, sem Halldór varð sér úti um ungur og hefur jafnan ástundað. Minna fer fyrir hugmyndum hans og tillög- um, en honum lætur dável að starfa i nefndum, því að maðurinn er fjölliæfur og kunnugur atvinnuvegum og þjóðarbúskap. Mannvirðing- ar sínar á hann einkum að þakka notalegri umgengni við fólk og drengilegri fram- komu. Hann tekur i höndina á kjósendum eins og honum þyki vænt um þá og læzt vilja gera þeim sérhvern greiða. Erindin gleymast stundum langtímum saman í stórri skjalatösku, en þau koma eigi að síður oftast í leitirnar, og þá fer Halldór á stúfana. Hlutaðeigendur ætla svo, að úrlausnir drag- ist á langinn af því hvað þingmaðurinn hafi mikið f rir þeim, og Halldóri E. Sigurðssyni dytti aldrei í hug að leiðrétta slíkan misskiln- ing. Umsvif hans eru og því- lík, að flestir lialda hann dug- legan og áhugasaman. Það er Halldór líka á sinn hátt. Hann telst maður ólatur, og honum líður vel i félagsskap. Andstæðingum finnst hann úfinn í skapi og ófyrirleit- inn, en samlierjar bera lion- um trygglyndi og drengskap. Hann getur reiðzt eins og særður björn, en ofstækur telst hann ekki. Halldór er löngum slétlur og greiddur og heilsar kunningjum með breiðu brosi. Vissulega liggur í augum uppi, að Halldór E. Sigurðs- son liafi verið einstaklega heppinn að komast til álirifa og valda. Samt skyldi eng- inn vanmeta liann. Styrk- leik-i Haíldórs er sá, að hann dæmist táknrænn fulltrúi þeirra samtaka og mann- gerða, sem ráða mestu í Framsóknarflokknum. Hon- um er í blóð borin ræktar- semi við uppruna sinn, en þó vill hann gjarnan freista nýrra tækifæra og úrræða. Hann er engan veginn ein- strengingslegur, enda reyn- ist sjóndeildarhringur hans víður. Ýmislegt ber athyglis- vert fyrir glöggan mann á skemmri leið en af Snæfells- nesi og úr Dölum í Borgar- nes. Svo hefur Halldór E. Sigurðsson ennfremur feng- ið á sig hefðarsnið af þing- mennskunni og Reykjavík- urferðunum. Tilsýndar gæti hann virzt skörungur, sem væri staddur í höfuðborg- inni mikilla erinda. Höskuldur Skagfjörð leik- ari er frægur gárungi og liugsar rnargt uppliátt. Hann var skólahróðir Halldórs E. Sigurðssonar i Reykliolti forðum daga og fékk hærri einkunn í reikningi á burt- fararprófi. Höskuldur segir: „Þó kusu þeir Halldór i fjár- veitinganefnd alþingis.“ Lúpus. 33. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.