Vikan


Vikan - 13.08.1970, Síða 22

Vikan - 13.08.1970, Síða 22
Heimilisstörfunum sinnti ég í mínum venjulega, þægilega hversdagsklæðnaði. Tom Neale er Nýsjálendingur og hafði lengst af ævinnar starfað sem afgreiðslumaður í búð. En fimmtugur að aldri réðst hann í að gera að veruleika draum, sem hann eins og ótal aðrir karlmenn hafði alið með sér frá bernsku: að búa á eyðieyju eins og Róbínson Krúsó. FYRRI GREIN Efsta orðið á innkaupalistanum mínum var hveiti. Ég íór í búðina til Donalds og bað um dálítið af því. — Hve mörg hektó viltu? — Get ég íengið tuttugu og fimm kílóa poka? Iíann gapti af undrun. í því kom kona eins æðstu embættismannanna á Rarotonga inn í búðina. Þá lét ég ekki dragast að biðja um fjörutíu kíló af sykri. Sftir það leið ekki á löngu áður en fréttin um ferð mína var kom- in út um allt. Allir íbúar eyjarinnar, átta þúsund talsins, vissu um hana. Eftir því sem ég bezt veit hefur ekki kveð- ið mikið að ævintýrafýsn í ætt minni. Við fluttum til Nýja-Sjálands þegar ég var smá- barn. Amma mín átti talsverða jörð í Tim- aru á suðureynni, og þar ólst ég upp. Ég fór til sjós þegar ég var átján ára, eins og eðli- legt mátti kalla. Síðar vildi ég ganga í sjó- herinn, en var þá orðinn of gamall til að vera tekinn sem sjómaður. Það fannst mér sárt. í staðinn varð ég kyndari. Það gaf mér tæki- færi til að ferðast um Kyrrahafið. Eftir fjögur ár var ég orðinn þreyttur á því starfi. Skipin komu aldrei við þær eyj- ar er ég helzt vildi sjá: Tahiti, Samoa og Tonga. Ég lagðist þá í flakk á milli eyja og \ ann smátíma á hverjum stað. Þannig fór mér að þykja vænt um Kyrrahafið. Eftir margra ára flakk fann ég paradísar- ey, Moorea. Hún var alveg ósnortin, og íbú- arnir gerðu allt sem þeir gátu til að hún yrði þannig áfram. Ég gat gengið langtímum sam- an eftir stígunum á ströndinni og tínt ananas og pav/-paw án þess að nokkur mótmælti. f fyrsta sinn lifði ég lífinu svo heitið gæti. Ein- mitt svona vildi ég hafa það. Um 1940 hitti ég Andy Thompson. Með honum fylgdist ég hálfnauðugur til Raro- tonga, þar sem ég tók við forstöðu verzlun- ar fyrir eyjarbúa. Andy kynnti mig fyrir Frisbie rithöfundi, sem skrifað hafði nokkr- ar bækur um Suðurhafseyjarnar. Það var hann sem fyrstur minntist á Suvarov við mig. — Tom, sagði hann, Suvarov er fallegasti bletturinn á öllum hnettinum. Enginn hefur í rauninni lifað lífinu fyrr en hann hefur búið þar. Með drauminn um Suvarov innbyrðis fór 22 VIKAN 33- tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.