Vikan


Vikan - 13.08.1970, Side 45

Vikan - 13.08.1970, Side 45
NÝTT FRÁ DU PONT Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá Du Pont má bóna bílinn á aðeins OtyLaLCil 1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. Laugavegi 178 Sími 38000 skrásett vörumerki Du Pont meira í þá átt að vera táknræn en raunveruleg. En svo sannar- lega er aðstaða kvenna þar samt miklu betri en annars staðar. — Aðstaða kvenna hér á landi og víðar er að sjálfsögðu mjög mismunandi eftir stéttum. Hér á landi eru kringumstæður sveitakvenna til dæmis þannig, að þær hljóta að taka þátt í flestum bússtörfum með karl- mönnunum. — Já, þær taka þátt í fram- leiðslustörfunum með mönnum sinum, en hafa ekki réttindi sam- kvæmt því. Það situr ekki ein einasta kona í Framleiðsluráði landbúnaðarins eða á búnaðar- þingum. Hér á landi hafa konur líka alltaf unnið í fiskvinnu, og þær hafa alltaf unnið við síldar- söltun og alls konar mikilvæg störf sem eru gjaldeyrisafl- andi, en þær njóta ekki réttinda samkvæmt því, miðað við þau réttindi sem karlmenn í sömu eða svipuðum störfum hafa. Það er afskaplega blóðugt. Og að hugsa sér að ekki skuli vera nema ein einasta kona á alþingi fslendinga. Þetta er náttúrlega grátlegt. — En hvernig er með konur úr öðrum þjóðfélagshópum, úr millistétt gætum við kannski sagt? Þær eru ekki lengur barna- maskínur, vinna ekki heldur að framleiðslustörfum og lifa því tiltölulega átakalausu lífi. Eru þær ekki harðánægðar með ástandið eins og það er? - Þær vantar samt sem áður öryggi. Þær finna að þær eru óþarfar og líf þeirra er tómlegt. Það er tómlegt að sitja heima og þurrka af. Og þær geta ekki heldur verið vissar um að þetta vari að eilífu; eiginmaðurinn gæti hitt einhverja aðra. — Því hefur verið haldið fram að hjónabandið í þess nú- verandi mynd sé að verða úrelt þjóðfélagsform. - Sú skoðun hefur sitthvað til síns máls. Ég held að það sé aðalatriðið að finna ný félags- form, opin og ný, í takt við tím- ana. Hvað hafið þið helzt hugs- að ykkur i sambandi við áróðurs og útbreiðslustarfsemi? Þar skiptir miklu máli að fá inni í kvennablöðunum, kvennadálkunum og afþrevingar- blöðunum, því að það er það les- eí'ni sem flestar konur lesa. Það þýðir ekkert að skrifa um þetta í rit og blöð, sem ekki ná til kvennanna, eða þorra þeirra. Eins þurfum við að fá inni í fjölmiðlunum. Af þessu stafar sú tilhneiging okkar að stofna til einhvers sem athygli vekur; þetta er gert til að trekkja að og vekja athygli einmitt fjöl- miðlanna og almennings, gera þetta áhugavekjandi eða áhuga- vert, eins og Ólafur Jónsson myndi segja. — f framhaldi af þessu rabbi væri varla úr vegi að koma eitt- hvað inn á kvenlýsingar í ís- lenzkum bókmenntum. — Hvað bókmenntirnar snert- ir er það einkum eitt rit, sem ég hef velt fyrir mér í kringum þetta, og það er bók Gests Páls- sonar, sem ég las sem barn. Það sem er einkennandi við viðhorf bókmennta okkar gagnvart kon- um, er að rómantíkin verður þar yfirgnæfandi, og þessi raunsæja lýsing á konunum, sem er að finna í sögum Gests, það er þráður sem slitnar. Einar H. Kvaran fer út í andatrú og smá- borgaraskap. — Laxness sýnist nú nokkuð raunsær hvað kvenfólkinu við- víkur, sums staðar að minnsta kosti. — Já, í ritgerðunum. Hins vegar má til dæmis segja að þótt Salka Valka sé ákaflega mikil persóna, þá er hún samt öðrum þræði óskadraumur karl- mannsins. Nú, Ugla í Atómstöð- inni, hún er nákvæmlega það sama, hún fer bara upp í sveit. Þetta hafa þær gert, hver af annarri; í Kjarnorku og kven- hylli til dæmis; þegar hún er orðin ólétt þá fer hún upp í sveit. Meira að segja kvenper- sóna í sögu Jakobínu Sigurðar- dóttur, sem er þó raunsæ, hún fer með barnið sitt upp í sveit. Það er alls staðar þessi flótti upp í sveit, út í rómantíkina, sem sýnir að í bókmenntunum höfum við ekki gert upp við tímana. Og þessi rómantíska er hvergi meira áberandi en í kven- lýsingunum. Okkur vantar raun- verulega raunsæjar bókmenntir. - íslenzkar bókmenntir mundu nokkuð sérstakar hvað þessari kvenrómantík viðvíkur. — Já, erlendis er þetta víða á annan veg. Ég held að pornó- bylgjan, sem risið hefur hvað hæst í Danmörku, hafi haft tals- vert að segja í þessu. Henni fylgir endurskoðun í kynferðis- málunum, þau eru dregin fram í dagsljósið, eru ekki lengur tabú. Þetta vinnur um leið að frelsun konunnar; það losnar um allar hömlur, sem eru að svo miklu leyti kynferðislegar. Þetta held ég að geti með öðru orðið verk- efni fyrir okkar Rauðsokka- hreyfingu, að ræða þessi mál og koma þeim í bókmenntirnar. Það vantar kynferðisfræðslu í skólana og í bókmenntirnar vantar þetta líka. Ég á ekki endi- lega við pornóbókmenntir, held- ur raunsannar lýsingar. — Eg las um það í danska tímaritinu nýja, NB, að í Vest- ur-Evrópulöndum flestum hefðu konur að meðaltali aðeins átta- tíu prósent af launum karla. — Jú, það er þess vegna sem þær hafa verið að fara inn í strætisvagnana og neita að borga nema áttatíu prósent af gjáld- inu. Og þegar þær eru dregnar út og sektaðar, þá neita þær að borga nema áttatíu prósent af sektinni. Þær hafa valið þessa aðferð til að vekja athygli á þessu. — Myndi ástandið vera svip- að hér á landi, hvað launamis- mun kynjanna snertir? — Á því hafa ekki verið gerð- ar neinar rannsóknir, og það er eitt þeirra verkefna sem hreyf- ing okkar þyrfti að sinna. — Hverjar eru nýjustu fréttir af félagsstarfseminni? ■— Eins og allir vita er nokk- urn veginn útilokað að halda uppi nokkurri félagsstarfsemi á íslandi að sumri til, en engu að síður erum við þegar farnar af stað með ýmislegt. Til dæmis var ég nýlega að hafa samband við grúppu, sem upprunalega var saumaklúbbur. Þetta sýnir að saumaklúbbarnir gætu fengið ný verkefni. Þetta eru stúlkur, sem voru saman í menntaskóla og hafa haldið hópinn í þessu vin- sæla félagsformi kvenna, sem saumaklúbbur kallast. Þær hafa komið saman til að drekka kaffi og rabba undir því yfirskini að þær störfuðu að handavinnu.- í þessum klúbb hafa þær meðal annars tekið fyrir að forma drög að stefnuskrá fyrir samtökin. Ein þeirra hefur unnið að því að kynna sér hvernig háttað væri jafnrétti kynjanna í einum bank- anum og auðvitað komizt að því að það væri ekki allt í sómanum með það þar, frekar en sjálfsagt er í öðrum stofnunUm. Annar hópur hefur verið að vinna að því að gera leikuppfærslu fyrir Grímu, og í sambandi við það fengum við Svövu Jakobsdóttur til að skrifa leikveríc viðvíkjandi þessu efni, sem yrði svo fært upp í haust. Nú, og ein nefnd er starfandi að því að vinna að sjónvarpsefni; það er sem sagt margt, sem verið er að gera. Fyrirhugað er að starf okkar verði sKipulagt bannig, að það skiptist niður í hópa, sem taki fyrir rannsóknir á sínu málinu hver, einn hópur á hverjum vinnustað til dæmis. Einnig sé starfandi eins konar fram- kvæmdanefnd, sem hægt sé að hafa samband við og komi upp- lýsingunum, sem hóparnir safna, út í fjölmiðlana. Það mætti kannski líta á þessa nefnd sem eins konar dómnefnd, eins kon- ar jafnréttisdómstól. Við þyrft- um á slíkri nefnd að halda, sem konur og auðvitað karlar líka gætu snúið sér til með mál eins og þau, sem snerta misrétti á vinnustöðum. Það sem mestu máli skiptir er að fá upplýsing- ár um þetta; okkur vantar allar skýrslur. — Já, vitaskuld er launajafn- rétti fyrsta skilyrðið til þess, að konan geti orðið jafnoki karl- mannsins á hvaða starfsvett- vangi sem er. ---Já, vinnuréttindi, starfs- réttindi, og geta valið hvaða starf sem hugur hennar stendur til og að njóta fullkomlega sömu réttinda og karlmenn í öllum starfsgreinum. Konur fengu jafnrétti lögum samkvæmt fyrir rúmlega hálfri öld, en það sem ég held að gert hafi að verkum að þau réttindi urðu pappírs- réttindi er fyrst og fremst það að þær fylgdu þeim ekki eftir út á vinnumarkaðinn. Hin eigin- lega kvenréttindabarátta hlýtur að fara fram á vinnustað, þegar á reynir. Lögin öðlast ekki gildi fyrr en þau eru framkvæmd. Það er það sem á reynir þegar kon- urnar konaa í hópum út á vinnu- mafkaðinn. Eitt af því sem hleypt hefUr þessari hreyfingu af stað hérlendis er að það eru að koma stórir hóþar kvenna út á vinnumarkaðinn. Fjölmennir árgangar af stúdínum, sem bæt- ást við ár hvert. Og líka þær, sem við getum sagt að hafi fatl- azt vegna barneigna fyrir tíu ár- 33. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.