Vikan


Vikan - 03.09.1970, Síða 14

Vikan - 03.09.1970, Síða 14
UMSJÖN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI RÉTTIR IJR 8ÖXIJÐIJ KJÖTI Kál í formi Skerið ca. 1 kg. af káli í smábita og brúnið í 2—3 msk. af smjörIíki. Setjið það síðan í smurt eldfast fat, í lögum með 400 gr. af tilbúnu kjöt- farsi. Hellið dálitlu af kjötsoði yfir og bakið í ofni við 225° í ca V2 klst. Breiðið álpappír yfir ef það fer að brúnast um of. Af hverju geturðu ekki búið til eins góðar boil- ur og mamma? Hvað skyldu margar hús- mæður hafa fengið slík orð í eyru, eða ef til vill væri réttara að spyrja, hve margar skyldu þær vera sem ekki hafa heyrt þau? Hér fara því á eftir nokkrar upp- skriftir af kjötbollum, sem ykkur þætti ef til vill gaman að reyna ásamt öðrum réttum úr söxuðu kjöti. Kálrúlla Þessi réttur líkist mjög kálböggl- um, en er eiginlega útbúinn sem einn stór böggull. Stöngullinn skor- inn úr kálhöfði og suðan látin koma upp á því í léttsöltu vatni. Blöðin leyst frá hvort öðru eftir þv( sem þau mýkjast. Smæstu blöðin eru innst og eru þau söxuð smátt og þeim síðan blandað saman við kjöt- deigið. Smyrjið síðan aflangt eldfast fat og setjið þykkt lag af kálblöðum þar á. Látið þau leggjast hvert yfir annað. Kjötdeigið sett á, og kálblöð sett yfir. Þá er blöðunum sem undir eru lyft upp og þau fest með tann- stönglum svo það myndist rúlla. Bakað síðan í ofni við 225° í ca. 1 klst. og setjið dálítið kjötsoð á ef það virðist vera farið að þorna á kjötinu og breiðið álpappír yfir ef kálið ætlar að fara að brenna Gott er að bera fyllta tómata með, t.d. með sveppafyllingu. 14 VIKAN 36- tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.