Vikan


Vikan - 03.09.1970, Side 30

Vikan - 03.09.1970, Side 30
HEYRA MÁ Cþó íægra láti) OMAR VALDIMARSSON Jesús Kristur - súperstjarna Síðar í þessum mánuði kemur á markaðinn í Bretlandi svokallað ,,tvö- falt albúm“ (tvær LP-plötur í einu umslagi), sem hefur að geyma rokk- óperuna „Jesús Kristur, súperstjarna". Um síðustu jól kom út í Bretlandi tveggja laga plata með söngvaranum Murray Head, og hét aðallagið, sem vakti mikla athygli og gagnrýni, ein- mitt „Superstar". Það lag var tekið úr þessu mikla verki, sem greinir frá 7 síðustu dögunum í lífi Krists. Krist leikur og syngur Ian Gillan úr hljómsveitinni Deep Purple; Murr- ay Head er Júdas Ískaríot; Mike D‘ Abo, fyrrverandi söngvari Manfreds Mann er Heródes; Victor Brox, sem áður var með Aynsley Dunbar er Kaífas; Brian Keith, fyrrverandi söngvari Plastic Penny, er Annas; Símon vandlætari er leikinn af Johnny Gustafsson, sem einu sinni var með Merseybeats, og Æðstiprest- urinn er leikinn af Paul Ravel. Eins og sjá má, er fremsta víglínan hin glæsilegasta — en mikið þykir okkur bera á mönnum sem ekki hef- ur heyrzt frá lengi. Það þarf þó ekki að vera til merkis um að þeir séu afdankaðir, heldur hafa þeir verið að sinna sínum eigin hugðarefnum meira en áður fyrr, og er ekki hægt að segja annað en að árangurinn sé (vonandi) góður. Og nú höfum við heyrt á skotspón- um að í undirbúningi sé íslenzk út- gáfa af verki eitthvað í stíl við það sem um var rætt. Hljómplötuútgef- andinn vildi sem minnst um málið segja þegar við ræddum við hann, en gaf þó upp að textinn yrði tekinn beint úr Biblíunni og að tónverkið sjálft yrði samið af íslenzkum hljóð- færaleikurum, sem einnig myndu sjá um hljóðfæraleik, og yrðu það ein- faldlega færustu menn, hver á sinu sviði. — Ekkert er vitað um hvenær (eða hvort) platan, sem væntanlega verður LP, kemur út. Pósthólfið Kæri þáttur: Ég þakka þér kærlega fyrir margt skemmtilegt sem þú hefur haft. Ég vona að þetta bréf frá mér fari ekki beint í ruslakörfuna, því mig langaði að spyrja nokkurra spurninga. 1. Af hverju talarðu aldrei um Mods? 2. Og svona sjaldan um Roof Tops? 3. Hvenær er Gunnar í Mods fæddur? 4. Hvar á hann (Gunnar) heima? Ein sem gæti dáið fyrir hann. Fyrst af öllu vil ég blðja þig af- sökunar á hversu lengi ég hef dreg- ið að svara þér, en það hefur hrein- lega ekki verið pláss fyrir bréf und- anfarið. Astæðan fyrir því að ég hef litið minnst á Mods er sú, að það er ætlun mín að gera því markverðast hverju sinni einhver skil, og þar hafa Mods ekki fallið inn í. Annars eru Mods hættir, og eins Arfi, sem fylgdi í kiölfar þeirrar hljómsveitar. Nýja hljómsveitin, sem fyrst kom fram á hljómleikunum um daginn (og heit- ir sennilega „Fí fí og fó fó") er aftur á móti skipuð þeim Gunnari, Olafi Sigurðssyni, Páli Valgeirssyni, Kára Jónssyni og Hlyn ég-veit-ekki-hvers- syni. Gunnar á heima á Skúlagötu 61 og er fæddur 17. júlí, 1953. Um Roof Tops er það að segja að ég var bara ekki kominn að þeim, en það verður fljótlega, því þeir eiga það sannarlega skilið; persónu- lega finnst mér þeir aldrei hafa ver- ið betri/ Guðmundur Haukur, söngvari Roof Tops nýtur æ meirl hylli. Sjötta plata Sverris Það hefur löngum þótt undrunar- efni meðal jafnaldra Sverris hvers vegna hann sé að syngja þá tónlist sem hann gerir, og menn hafa látið sér þá skýringu nægja að hann sé eitthvað óvenjulegur. Kunnugir segja okkur hinsvegar að hann sé mesti sómapiltur, mjög venjulegur í alla staði — en hann hafi gaman af því að syngja og spila gömlu dansana, en hann syngur annan tenór í Kefla- hljómsveit föður síns, sem hefur gef- ið út allar plöturnar sjálfur. ☆ Heintje hefur leikið í þremur kvik- myndum, hefur fengið 27 gullplötur og eina platinum-plötu — fyrir LP- plötu sem seldist í tvcimur milljónum eintaka á cinum og hálfum mánuði. Þá er því einnig haldið fram að hann sé margmilljóneri, og þýðir víst lítið að þræta fyrir það. Hann er Iítt þekktur, nema um Mið- og Suður-Evrópu, en nú er stefnt að því að gera hann að alþjóðlegri stjörnu, og auðvitað er byrjað í Bret- landi. Er meiningin að gera Heintje að draumaprinsi húsmæðranna. Það er í rauninni ckki réttiátt að bera hann saman vlð Robertino, þvi söngstíll þeirra cr mjög ólíkur. Hcin- tje hefur ckki eins barnalcga rödd og Robbi hafði á sínum tíma, og heldur sig við öðruvísi músík — meira popp- að. Eftir því sem kunnugir scgja hef- ur frægðin og velgcngnin lítil áhrif haft á kauða og er hann sagður hafa mun meiri áhuga á að tala um fót- boita og þess háttar cn sjálfan sig og feril sinn. Ekkert hefur hcyrzt í Heintje hér á landi, en við höfum þó séð plötu með honum í glugga Hljóðfæraverzlunar Sigríðar Ifelgadóttur í Vcsturvcri. Fyrir um það bil þremur vikum síðan kom út fimm laga hljómplata með hljómsveit Guðjóns Matthías- sonar. Sönginn önnuðust þeir Sverrir Guðjónsson og Haukur Þórðarson, en hann syngur annan tenór í Kefla- víkurkvartettnum. Syngur Sverrir tvö lög, La Spain- jóla og Liðin vor, en þetta mun vera sjötta platan sem hann syngur inn á, þar af fjórða platan sem komið hef- ur á markaðinn með honum síðan hann losnaði við drengjaröddina — sem setti allar miðaldra kvinnur í kerfi. 14 ára hollenzk/þýzk poppstjarna Barnsandlitið á myndinni tilheyrir 14 ára gömlum dreng, sem heitir ein- faldlega HEINTJE. Hann er á góðri leið með að verða einn vinsælasti söngvari Evrópu — og jafn- vel Robertino komst aldrei með tærn- ar þar sem Heintje hefur hælana i dag. Hann er fæddur og uppalinn i Bleijerheide, Hollandi, en fyrir sinn unga aldur hefur honum gengið illa að fá leyfi til að koma þar fram op- inberlega, svo Heintje hefur haldið sig í Þýzkalandi, þar sem hann er nærri því orðinn goðsagnapersóna i lifanda lífi. 30 VIKAN 36- tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.