Vikan


Vikan - 22.10.1970, Síða 8

Vikan - 22.10.1970, Síða 8
 London dömudeild HETTUKÁPUR PILS ÚLPUR SÍÐBUXUR ULLARSOKKABUXUR SPORTSOKKAR O.M.FL. London dömudeild M NYLONSOKKAR ERU FRAMLEIDDIR Á ÍTALÍU ÚR HRÁEFNUM FRÁ DU PONT ie ÞEIR ERU LÖNGU LANDSÞEKKTIR FYRIR SÉRSTAKA ENDINGU, FALLEGA ÁFERÐ OG GOTT VERÐ ★ EINKAUMBOÐ: S. Ármann MagNSSOi HEILDVERZLUN Hverfisgötu 76 - Sími 16737 MIG DREYMDI Svar til S.Þ. á Akureyri Þessi draumur er þér fyrir einhverjum smávægilegum óþægfindum, en nafn frænda þíns boðar yfirleitt mannskaða. Svar til S.H. Þessi draumur boðar þér áhygg-jur og að öllum líkindum dauðsfall í ætt þinni, en ekki verður það mjög nákomið þér, þar sem þú þekktir ekki fólkið í kringum þig. En ég vil biðja þig að gleyma því aldrei, að við hé.r á Vikunni erum ekki óskeik- ulir fremur en aðrir dauðlegir menn, og því má vel vera að okkur skjátlist í þetta skiptið. Svar til einnar, sem er innilega ástfangin og sendi okkur fjóra drauma Þú- ert bara svona innilega ástfangin, að þú mátt vart festa svefn án þess að „hann“ opin- berist þér í draumi, rétt eins og þú segir í niðurlagi bréfsins: „ í síðasta draumnum var það svo að mér tókst að fá hann til mín. hug hans, tilfinningar og hjarta. Við horfðumst í augu, ég hélt um höfuð honum og nota- tiifinningin fór um mig alla. . . . “ Aðalheiði til heiðurs Kæri draumráðandi! Viltu gjöra svo vel og ráða þnnan litla draum fyrir mig. Mig dreymdi að sagt væri í út- varpinu: „Nú er það þér til heið- urs, Aðalheiður," og svo var leikið laf*. m ég man ekki hvaða lag það var. Með kærri kveðju og beztu þökk fyrir ráðninguna. Aðalheiður. Þér er óhætt að taka þennan draum bókstafleea, Aðalheiður, bví hann boðar þér npphefð, vel- geneni og farsæld. Ef þú hefðir munað lagið hefðum við ef til vill getað gefið þér nánari skil- greiningu á þessu. En að dreyma sig sofa í fullri heyhlöðu er fyrir slæmum félagsskap, þannig að ekki er allt á eina bókina lært. Svar til MBM, SauSárkróki Þú ert skotin í stráknum. Trúlofaður annarri Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, ég hef áður sent þér draum og beð- ið þig að ráða, en ekki fengið svar, svo ég vona að þessi draumur verði ráðinn. Draumur- inn var svona: Mér fannst strákurinn sem ég er nýhætt að vera með (við vor- um saman í 16 mánuði) vera trúlofaður. Ég þekki þessa stelpu, hún var einu sinni vin- kona mín, og hefur einu sinni verið með þessum strák en hann er ekkert hrifinn af henni. Mér fannst ég horfa rétt á hringinn hans, hann var ekki breiður og ekkert voðalega mjór. Síðan leit ég á hennar hring. Hann var frekar breiður og þykkur, ekki sléttur heldur með kanta allt í hring og hvítum litlum demant- steinum. Ég var heldur hissa á þessu, því hann hefur aldrei haft neina sérstaka peninga á milli handanna. Svo fannst mér é? segja við hann: „Ég veit að þú munt aldrei giftast henni. Þú ert bara að gera þetta til að hefna þín á mér!“ Mér fannst ég vorkenna henni og vita að hann væri ekki hrif- inn af henni. Svo fannst mér ég vera að tala við hana og bið hana að sýna mér inn í hring- inn. Og þar stendur nafnið hans skáhallt niður eftir hringnum og ég var að furða mig á því hvers vegna það væri ekki beint. Ein ólofuð. Eins og viff höfum margoft bent á í þessum þætti, há lifir maður oft upp atburði í svefni sem maður hefur óskað sér að yrðu eða sem maður hefur verið hræddur við. Þú ert dauðlirædd við að hann trúlofist — og auð- vitað geturðu ekki viðurkennt að hann sé hrifinn af annarri. En eitthvað í sambandi við þennan draum bendir til þess að gömul kynni eigi eftir að endur- nýjast. Svar til Jókó, 18 ára Fyrri draumurinn er þér fyrir veikindum eða erfiðu ferðalagi, en sá síðari fyrir breyttum og bættum hag, og er ekki laust við að peningar komi þar eitthvað við sögn. Svar til Láru Þessi draumur er svo yfirfull- ur af hamingju og elskulegheit- um, að annað eins hefur ekki skeð lengi. Hjónaband þitt verð- ur langt, farsælt og frjósamt. Börn þín eiga eftir að veita þér mikla hamingju og einhver frægð og töluverð aðdáun á eftir að falla þér (ykkur) í skaut. 8 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.