Vikan


Vikan - 22.10.1970, Side 10

Vikan - 22.10.1970, Side 10
Hver sigur varð honum hvöt til nýrra dáða Roald Amundsen stendur í fylkingarbrjósti sæfara og land- könnuða, og er autt bil honum til beggja handa. Hann ber yfir- bragð hinna fornu víkinga; mik- ill að vallarsýn, hnarreistur og vörpulegur; andlitið stórskorið, hörkulegt og sviphreint, dráttum meitlað og rúnum rist. Engum, sem virðir fyrir sér þann svip, getur dulizt, að maðurinn hljóti að vera óvenjulega miklu and- legu og líkamlegu þreki gædd- ur. Hann var og garpur hinn mesti, ramur að afli, harðskeytt- ur og þolmikill í hverri raun. Öll skaphöfn hans var slík, að hún skipaði honum í rúm með sérkennilegustu og um leið mik- ilhæfustu afreksmönnum allra alda. Hann var skapmikill og skapharður, ráðríkur ofurhugi, en þó gætinn; snarráður og hverjum manni skjótari til ákvarðana og svo viljasterkur og þrautseigur, að næst gekk ofstækiskenndri þrákelkni. Auk þessa var honum gefin svo sterk þrá til afreka, að hann unni sér aldrei hvíldar. Hver sigur varð honum hvöt til nýrra dáða, hver ósigur stælti vilja hans til enn hamramari átaka. Oft stóð styr um hann og afrek hans, og reyndist hann þá andstæðingum sínum harður og óvæginn, og fyrir kom það, að hann sýndi keppinautum sínum litla nær- gætni. En þeir, sem þátt tóku í leiðangursferðum og svaðilförum undir hans stjórn, dáðu hann, elskuðu og virtu og voru fúsir til að fórna kröftum sínum og lífi með honum og fyrir hann.. Og svörnustu andstæðingar hans hlutu að játa, að annar eins garpur á sviði sæ- og heim- skautskönnunar hefði aldrei ver- ið uppi. Á skammri ævi sinni tókst honum að vinna allar þær þrautir, sem dugmestu heim- skautskönnuðir allra þjóða höfðu árangurslítið glímt við um þriggja alda skeið. Enda þótt skapgerð og líkam- legt atgervi réði miklu um af- rek Amundsens, lágu að þeim fleiri snarir þættir. Hann var kynborinn sonur hraustrar, fram- gjarnar þjóðar, er um aldaraðir hafði þroskað og hert vilja sinn og afl til dáða í örðugri baráttu við kröpp kjör. Að arfi hlaut hann þrauíseigju bóndans norska, sem á hverjum vetri gengur á hólm við skammdegis- myrkur, frost og frera. En frá veiðigörpunum, sem stefna litl- um og veikum fleyjum til fanga um rekís nyrztu hafa, tók hann dirfsku sína. Því er það, að Ro- ald Amundsen var og verður persónugervingur norsku þjóðar- innar — sannur Norðmaður. Roald Amundsen fæddist hinn 16. júlí 1872 að „Tomta“ við Glaumelfi. skammt frá Sarps- bore. Faðir hans hafði áður ver- ið skipstjóri og farið víða um höf, en starfaði nú að seglskipa- útgerð og átti skipasmíðastöð í félagi við bræður sína, þar við ána. Skömmu eftir að Roald fæddist, fluttist faðir hans til höfuðborgarinnar með konu og börn, — fjóra tápmikla stráka. Þar ólust þeir upp, en dvöldu þó oft langdvölum niður við Glaum- elfi, hjá föðurbræðrum sínum. Snemma bar á því, að Roald mundi verða framgjarn og harð- skeyttur. Lét hann lítt hlut sinn að leikjum, en var þó skapdulur og einþykkur. Er hann var fimmtán ára að aldri, las hann bók um leiðangur Franklíns um Norðurheimskautsslóðir. Sú bók réð miklu um örlög hans og ævi- feril, því hún varð til þess, að hann ákvað, að lestri hennar loknum, að gerast heimskauts- könnuður, þegar hann bæri ald- ur og þroska til. Skap hans var slíkt, að hann hvikaði sjaldan frá þeim ákvörðunum, er hann t.ók, og eftir þetta miðaði hann alla þjálfun sina til þroska við það takmark að verða dugandi heimskautsfari. Hann lagði mikla stund á íþróttir og varð brátt skíðakappi mikill. Bóklegt nám lét honum miður, en samt náði hann stúdentsprófi með sæmilegri einkunn og fór ' til sjós að því loknu. Sjómennskan var fyrsta skrefið að takmark- inu. Hann fór víða um höf, en var þó oftast í Norður-íshafsferðum. Þegar hann var orðinn stýri- maður, áleit hann sig hafa öðl- azt næga raunhæfa siglingakunn- „Gjöa“, skip Roalds Amundsens. — Margir, sem skoðuðu það, áður en það lagði af stað í frægðarför sína, ráku upp hæðnishlátur. áttu. Næsta skrefið var að afla sér þekkingar og reynslu á sviði heimskautskönnunar. í því skyni réðst hann til þátttöku í Suður- heimskautsleiðangri de Gerlaches og sýndi mikinn dugnað sem stýrimaður leiðangursskipsins „Belgica", er leiðangurinn hafði vetursetu í ísnum, — fyrstu vet- ursetuna, sem sögur geta um að menn hafi haft þar syðra. Þegar Amundsen kom heim úr þeirri för, ákvað hann að hefj- ast handa um framkvæmd æsku- ákvarðana sinna. Fyrsta tak- markið, er hann setti sér, var að finna norðvesturleiðina svo- nefndu, sjóleiðina norðan Ame- ríku frá Atlantshafi um Norður- íshaf til Kyrrahafs. Verður síðar sagt frá þeirri för hans. Þegar henni var lokið með sigri og frægð ákvað hann að láta skammt stórra högga á milli. Norðmenn höfðu þá unnið hverja dáðina annarri meiri á sviði Norður-íshafskönnunar, og áhugi almennings á heimskautsrann- sóknum var nú meiri en nokkru sinni fyrr. Amundsen áleit því, að sér mundi veitast auðvelt að afla nægilegra fjárstyrkja til nýrra rannsóknarferða. Árið 1908 hafði hann lokið við nýja leiðangursáætlun. Hann ætlaði að fylgja ísrekinu um svipaðar slóðir og Nansen hafði farið á 10 VIKAN «. tu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.