Vikan


Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 14
MARGIR MUNU EFLAUST HNEYKSLAST Á ÞESSU GREINAR- KORNI, — EN ÞÓ MUN ÞAÐ GLEÐJA FLEIRI, JÁ, VIÐ ERUM EIGINLEGA FULLVISS UM AÐ MARGUR MYNDI VILJA ÞRÝSTA GREINARHÖFUNDI AÐ HJARTA SÍNU. HANN ER NEFNILEGA ORÐINN HUNDLEIÐUR Á ÞESSUM GRINDHORUÐU, SEM ERU ÍMYND TÍZKUNNAR I DAG OG HANN LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI SVO AÐ HVÍN í TÁLKNUNUM. .. . Húrra nr eim nu! Við eruni eiginlega furðu lostnir yfir að ekki skuli ennþá vera komin ákvæði i hegningarlögin, sein banna konum með svolítil hold að láta sjá sig á al- mannafæri. Þetta virðist vera orðin al- menningskrafa, hæði i dagblöðum og vikublöðum er talað um nokkuð þybbn- ar konur eins og að það sé glæpsam- legl að hafa svolitið kjöt utan á bein- unum, og að þjóðfélagið eigi alls ekki að láta bjóða sér upp á slíkt. Það er engu likara en bráðliggi á að bjarga kvenþjóðinni frá því sem er verra en galeiðuþrælkun, svo mikið er rætl og ritað um megrunarkúra og aug- lýst megrunarkrem, megrunarkex, og rafknúin megrunartæki. svo ekki dugar minna en að krækja sér i rafmagns- verkfræðing, til að geta stjórnað slík- um tækjum og hafa einhverja von um líf í framtíðinni. Jafnvel hljómplötu- iðnaðurinn er farinn að koma með plöt- ur á markaðinn, þar sem alið er á megr- unarkenningunni, sem einustu leið lil náluhjálpar. í Sandefjord situr rithöfundurinn Greta Molander og þusar við ávalar kynsystur sínar, treður í þær gulrótum og salatblöðum jiangað til þær fara að ganga á fjórum fótum og jarma eins og rollur (hún kemst líklega i kast við umferðarlögreglunar með tímanmn), og allir sem hafa sæmilegt stofugólf og ráð á að kaupa sér hvítan slopp, koma sér upp eins konar þjálfunar-samkund- um. En þessi þjálfunarfyrirtæki verða að passa sig, þau græða svo inikið á megrunarbaráttunni að vinstrisinnað fólk fer að álíta þau ógnun við frelsis- baráttuna í Suður-Ameríku. Og svo er það tízkan. Ef svo bless- unarlega vill til að kona þjáist af ólæknandi blóðleysi eða liefur band- orm, sem étur allt innan úr henni, já, þá er ekkert lát á þvi hve margt er liægt að fá skemmtilegt og laglegt til að klæð- ast í. En aftur á móti ef hún er lieil- brigð og hefur ánægju af að fá sér eilthvað gott í svanginn á kvöldin, þá er hún slrax komin upp í númer 42, eða jiað sem verra er — og jiá er ekki hægt að fá nokkra flík, nema einhverj- ar leiðinlegar grátkonuflíkur, svo að vel mætti halda að fataframleiðendur létu sendisveinana tcikna þá tegund fatnað- ar. Og fari hún inn í kjólaverzlun og biðji uin flík núiner 46, verður algert verkfall, afgreiðslufólkið hópast sarnan, til að virða fyrir sér jietta fyrirbrigði og augnaráð jiess ber jiað greinilega með sér að hentugast væri fyrir mann- eskju með slíku sköpulagi að fá sér vinnu í fjölleikahúsi eða að grafa sig einhvers staðar sem lengsl uppi í sveit. Eru þetta ýkjur? Alls ekki. lAIlir sem líta á jietta ineð sanngirni vila, að jictla er ekki ofsögum sagt. Og svo getum við litið á liina hliðina, mjóu línuna. Ivonuna eins og hún á að vera, til þess að geta komið til greina í mannréttindaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Kona með fyrirmyndarvaxtarlagi — að almenningsáliti sú eina sem getur gert kröfur til virðingar í vestrænum heimi, — á að vera injó eins og girð- ingarstaur. Efst á vinsæklalistanum er Twiggy, sem er eins og nagað kjúkl- ingslæri eftir jól, eða líkust sagarblaði. Svolítil frávik eru reyndar leyfileg, jiað má gjarnan bæta á sig nokkrum grömmum, ef farið er eftir meginregl- unni; það er sem sé alls ekki leyfilegt að nokkurt þeirra setjist á lærin, þau eiga að vera svo horuð að ekki sé mögu- legt að koma þeim saman, þar sem hnjáliðirnir leyfa Jiað ekki. Lítið hara á sýningarstúlkurnar, þær mega ekki einu sinni borða hálstöflu aukalega, jiað kemur strax fram á vaxtarlaginu, yrði jafnvel hvíslað um að þær væru barnshafandi. Og svo skulum við líta á stúlkurnar á götunni, sem ganga í mini-pilsum. í upphafi mini-tízkunnár ætlaði allt um koll að kej'ra af hneykslun, siðferðis- postular sögðu að samanborið við jiessi ósköp væri fall Rómaveldis eins og góð- gerðarbasar. En þó keyrir um þverbak þegar þessar fyrirmyndarkonur okkar sýna heiminum jiað litla, sem þær liafa upp á að lijóða, því ]iá sýnir það sig að siðferðispostularnir geta verið alveg ró- 14 VIKAN 43 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.