Vikan


Vikan - 22.10.1970, Side 23

Vikan - 22.10.1970, Side 23
mjög áríðandi að hún bæri traust til hans þar til yfirvöldin gæfu yfirlýsingu um það að Leo væri skráður látinn, og hægt væri að ganga frá öllu á löglegan hátt. Það var eins og hún læsi hugsan- ir hans. — Ef lík Leos finnst ekki, þá verður hann lýstur látinn eftir þrjú ár, er það ekki? — Jú, þannig er það, en þú skalt ekki hafa áhyggjur þess vegna, ég á við fjárhagslega. Ég mun halda áfram að greiða húsa- leiguna og senda þér peninga mánaðarlega. Ég vona að þú haf- ir fengið nóg til að sjá þér fyrir öllum þörfum? — Já, takk. Röddin var ennþá hljómlaus. Hún er á verði, hugsaði konsúll- inn. Hún veit hvaða álit við Emma höfðum. á þessum hjú- skap þeirra Leos. Hún veit líka að við börðum það í gegn að kaupmáli var gerður, vegna þess að við vonuðum að Leo skildi við hana eftir stuttan tíma. Ég sé að hún hræðist mig og það gerir allt erfiðara, en svo lengi sem hún tekur við peningum er allt í lagi. — En þegar við tölum um peningamálin, sagði konsúllinn, — þá á ég reyndar erindi við þig, Sylvia. Eins og þú líklega veizt arfleiddi faðir minn Leo að nokkrum hlutabréfum í fyrir- tæki sem heitir Astum. Sylvia kinkaði hugsandi kolli. — Já, ég veit það. Það voru nokkuð mörg hlutabréf. — Voru? Rödd konsúlsins var hvöss og það tók Sylviu nokkrar mínút- ur að vita hvað hann átti við. — Eru, átti ég við. Ég hef reyndar ekki séð þessi hlutabréf. Ég sá þau síðast í janúar, því að þá kom Leo heim með það sem var í bankahólfinu, til að gefa upp til skatts. Það var rétt áður — áður en hann dó. Konsúllinn hafði nú náð sér og brosti daufu brosi. — Já, fyrirgefðu, ég varð dá- lítið skelkaður, Sylvia, en það er nú reyndar þín vegna, þar sem þessi hlutabréf gefa eitthvað svo- lítið af sér. Konsúllinn stakk höndinni í innri jakkavasann og tók fram peningaveski. — Ég veit ekki hvort þú hefur kynnt þér nokk- uð um Astum, en það er ekki skrásett í kauphöllinni og fyrir- tækið er ekki svo þekkt. Það er reyndar ekki merkilegt eða stórt á nokkurn hátt, en það hefur verið í eigu fjölskyldu okkar alla tíð. Nú stendur fyrir dyrum að- alfundur og þá verður ákveðið hvað greitt verður í arð, og mér datt í hug að nota tækifærið og greiða þér þinn hluta núna, þar sem ég er með peninga á mér. Hann opnaði veskið og fór að telja seðla. — Þetta er svo sem ekki mikið, það eru fimm hundr- uð hlutabréf upp á hundrað krónur hvert. Það verða greidd þrjú prósent, svo þetta verður aðeins fimmtán hundruð krónur, Framhald á bls. 36

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.