Vikan


Vikan - 22.10.1970, Síða 25

Vikan - 22.10.1970, Síða 25
fá metorðavíxilinn fram- lengdan möglunarlaust enn um sinn. Jón Skaftason tetst ekki skörungur. Hann er snotur á að líta, kurteis í framkomu og geðfelldur i viðkynningu, en fer sér löngum hægt eins og hann ótfisl að rasa um ráð fram. Jón er ágætlega máli farinn, semur ræður skipulega og talar skýrt, en tekur sig aldrei fram um til- komumikinn og blæbrigða- rikan málflutning. Persónu- leiki hans birtist ekki í djörf- uin skoðunum eða óvæntum ályktunum heldur ljúfu við- móti. Jón er tryggur foringj- um sínum, en harmar í ein- rúmi stjórnarandstöðu Fi’am- sóknarflokksins, þó að hann reyni að gylla tillögur hans og úrræði. Hann læzt vera róttækur, en kýs gjarnan borgaraleg þægindi sér til handa og er þvi einkennilega tvískiptur. Enginn skal saint ætla, að Jón Skaftason uni lilutskipti sínu illa. Hann fékk fram vilja sinn að komast á þing og verða sér úti um eftirsótt lifsgæði, sem veita honum yndi. Eigi að síður veit liann haráttu Framsóknarflokks- ins í árdögum hans, þegar skorin var upp lierör gegn kúgun og fátækt bænda og' verkalýðs i litt numdu landi, er sofið hafði þyrnirósar- svefni í þúsund ár. Hins veg- ar er Jón ekki í persónuleg- um tengslum við þessa sögu- legu fortið. Hann er fulltrúi þeirra mörgu Islendinga, sem flutzt hafa i þéttbýli til að njóta öryggis og þæginda. Auðvitað gleðst hann af að leiða augum brött fjöll, djúpa firði, lygn völn og græn tún, en honum er sýnu hlýrra til Kópavogs, þótt grýttur sé og nöturlegur, af þvi að þar beið hans greið- fær metorðastigi og auð- fundinn dalakútur. Jón Skaftason skemmtir sér við lystisemdirnar greiddur og strokinn, gengur í augun á kjósendum og gerir sér daga- mun á góðra vina fundum, en rís engan veginn, svo að um muni, gegn heimsku ranglæti og þrjózku ofríki. Hann temur sér viðfellda af- stöðu atvinnustjórnmála- mannsins, sem hreiðir út faðminn og þykist allra vin- ur. Jón Skaftason er tákn- rænn fulltrúi kynslóðar sinn- ar og samtíðar. lilutskipti hans speglar örlög þúsunda. Þess vegna auðnaðist honum að ávinna Framsóknar- flokknum atkvæði kjósenda, sem áður voru pólitískt huldufólk. Jón er að þvi leyti gæfumaður, að liann opnaði óhreinum evuhörnum lága hóla og kalda kletta. Hann hrá ekki töfrasprota á hamra- þil, en sætti aðflutt sveita- fólk við að eiga heima í kaup- stað og kom þvi upp á gamlan kosningavana í nýju umhverfi. Framsóknarflokk- urinn á honum að þakka dýrmæt atkvæði og glevmir þvi senn, að hann vildi forð- um vera án þeirra af því að lionum duldist eftirsólcnar- vert tækifæri í misskildri trú á úrelt forréttindi. Skafti Stefánsson, faðir Jóns alþingismanns, sýslaði löngum við hál sinn norður á Siglufirði svartur á hrún og hrá og þótti ekki tilhalds- samur. Hann vann fyrir sér og sinum hörðum höndum eins og tíðkaðist fyrrum á landi hér. Sonurinn virðist í fljótu hragði andstæða gamla mannsins. Jón Skafta- son er bjartur yfirlitum með hros á vör. klæðist stássföt- um dag hvern og aflar fanga mjúkum mundum. Samt eru feðgarnir runnir af sömu rót, en hafa hins vegar lifað tvenna tíma, sem ætla mætti að væru óravegur af ævi- skeiði þjóðarinnar. Alda- livörfin eru ekki aðeins mun- urinn á Siglufirði, er lirörn- ar eins og visnandi jurt, og Kópavogi, sem dafnar líkt og risablóm, lieldur og eigi síð- ur sú gerhreyting, að fram- sóknarmaður stritar ekki lengur með orfi á þýfðum teigi eða við ár á bátskel og sér iðulega óskir og drauma rætast. Jón Skaftason liefur sennilega grunað eitthvað slíkt, þegar liann kvaddi átt- hagana og leitaði á fjarrar slóðir. Framsóknarflokkur- inn varð raunar að gömlum og drjúgum hluta eftir fyrir norðan, en yngri partur lians átti sæmilegt erindi suður. Jón Skaftason hefur snú- ið baki við fortiðinni af ásetningi. Hann vill, að Framsóknarflokkurinn sé eins og lystisnekkja á að sjá ofan þilja, en með slatta af landbúnaðarvörum, sjávar- afurðum og iðnvarningi i lestinni. Lúpus. 43. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.