Vikan


Vikan - 22.10.1970, Qupperneq 30

Vikan - 22.10.1970, Qupperneq 30
Það var fyrst viö banabeð hinnar öldruðu móður minnar að mér varð Ijóst hvers virði hún var mér og hverju hún hafði fórnað mín vegna ... Við vissum öll að mamma var að deyja. En það dróst á lang- inn, það var eins og hjarta hennar vildi ekki hætta að slá. Hún hafði alltaf haft sterkt hjarta. Hve sterkt og stórt það hafði verið, rann ekki upp fyrir mér fyrr en nokkrum dögum áð- ur en hún lézt. É’g sat og hélt í hönd hennar og mér fannst það vera óraun- verulegt að það væri móðir mín sem lá þarna. Hún var orðin svo lítil, eins og snjókorn, sem ör- lítil vindhviða gæti feykt burt á svipstundu. Eins og öll uppkomin börn hafði ég verið upptekinn við að skapa sjálfum mér góða fram- tíð, svo að ég hafði ekki sinnt móður minni sem skyldi. Hún bjó ein og ég huggaði sjálfan mig við það að hún ætti svo marga vini að hún gæti ekki verið ein- mana. Ég hafði lokið verkfræði- námi fyrir nokkrum árum og átti nú konu, börn, raðhús og bíl, en mamma hvarf að mestu leyti af sjónarsviðinu. Þegar ég sat þarna við bana- beð hennar, iðraðist ég sárt eftir að hafa látið það viðgangast. Ég hugsaði um það hvernig hún hafði sparað við sjálfa sig, til þess að ég gæti hlotið þessa menntun og að hún hafði alltaf treyst mér. É'g sá líf okkar fyrir innri sjónum. Áhyggjulaus skóla- ár mín með góðum félögum. Hve oft höfðum við boðið mömmu heim til okkar, eftir að við flutt- um í raðhúsið? Hvenær hafði ég síðast tekið undir arm henn- ar og gengið með henni um garð- inn? Hún hafði aldrei krafizt neins af mér. Það var henni svo auðvelt að gefa og líklega hef ég líka átt gott með að taka við því. Ég man ekki eftir föður mín- um. Hann dó, þegar ég var mjög ungur og skyldi móður mína eftir með lítið fyrirtæki, sem hún rak í mörg ár eftir lát hans. Ég átti yngri bróður og ég verð að viðurkenna að ég hélt að móðir mín væri alltaf hrifnari 30 VIKAN 43. tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.