Vikan


Vikan - 22.10.1970, Page 31

Vikan - 22.10.1970, Page 31
AÐEINS MÓÐIR af honum. Hann var rólegur og þægur, en ég var víst alltaf frek- ar fyrirferðarmikill. Þá var mamma alltaf glöð. Hún vann og þrælaði, en hún var alltaf brosmild og góð og lét aldrei undir höfuð leggjast að sýna okkur ástúð. Það leit út fyrir að hamingj- an brosti við mömmu aftur, því að þegar ég var átta ára sagði hún okkur bræðrunum að hún ætlaði að gifta sig aftur, — framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ég man að mér fannst það allt í lagi. Maðurinn var vingjarn- legur og mér fannst það ekki vera neitt athugavert að hann flytti heim til okkar. En Knútur bróðir minn varð mjög óham- ingjusamur. Hann elti móður okkar um allt, sleppti bókstaf- lega ekki pilsunum hennar. Hann var að verða sjö ára og hann skildi ekki þennan mann, sem gerði kröfur til móður okk- ar. Knútur var afbrýðisamur á sinn barnalega, eigingjarna hátt, eins og börn eru oft, þegar þeim finnst eitthvað trufla tilveru sína. Mömmu fannst þetta leiðin- legt og hún bað mig að passa hann vel, þegar við vorum einir heima. En mér fannst það ekki skemmtilegt starf að vera barn- fóstra. Einn daginn laumaðist ég einn út á leikvöllinn og skildi Knút eftir heima. Ég man að ég lék mér eina tvo klukku- tíma við vini mína. Á leiðinni heim heyrði ég í sjúkrabíl og flýtti mér til að sjá hvert hann væri að fara og ég kom mátu- lega snemma fyrir hornið á göt- unni heima hjá okkur til að sjá börum lyft upp í bílinn. Þegar ég kom heim var Knút- ur hvergi sjáanlegur. Ég leitaði um allt, en fann hann hvergi. Mamma varð reið við mig, þegar hún kom heim, svo ég viður- kenndi að ég hefði stolizt út og skilið Knút eftir einan. Svo heyrði ég að dyrabjöll- unni var hringt og ég heyrði móður mína gráta og þá vissi ég hvað hafði komið fyrir. Það var þá Knútur, sem hafði verið á börunum. Næstu dagar voru hræðilegir. Mamma var á sjúkrahúsinu þangað til Knútur dó. En ég gleymi aldrei hvernig hún reyndi að hugga mig í allfi sinni sorg. Árin liðu, mamma gifti sig ekki aftur. Ég vaknaði oft á miðjum nóttum, baðaður í svita eftir hræðilega martröð. Það var alltaf sama martröðin, ömurlegt vælið í sjúkrabílnum'og börurn- ar, þar sem Knútur lá. Mömmu var ljóst að ég var alltof ungur til að burðast með slíka sektar- tilfinningu. Það getur verið þess vegna að hún veitti mér mikið frjálsræði. Ég man að mamma átti ýmsa vini á æskuárum mín- um, en enginn þeirra festi ræt- ur heima hjá okkur. Hún þorði ekki að hætta á að gifta sig aft- ur og eignast kannske fleiri börn. Það var líklega minning- in um Knút, sem stóð á milli hennar og þess öryggis, sem nýtt hjónaband gat veitt henni. Hún varð einmana þegar ég flutti frá henni og ennþá meira einmana, þegar ég kvæntist. Þá hafði hún ekkert til að dreifa huganum, nema fyrirtækið og bókhaldið. Hafði ég nokkurn tíma haft áhuga á fyrirtækinu? Ég hafði tekið það sem sjálf- sagðan hlut að ég fengi þá pen- inga, sem ég þurfti. Það var ekki fyrr en ég var kominn í fasta stöðu að móðir mín sagði mér að hún hefði alltaf rekið þetta fyrirtæki með litlum eða engum ágóða og síðustu árin með tapi. Ég minnist alltaf sumardags- ins, sem hún bað mig að koma til sín og líta á gömul skjöl. Hún var þá fyrir löngu búin að selja fyrirtækið, en samt fannst henni að hún þyrfti að láta mig sjá þetta, og ég sá ekki aðeins bókfærsluna heldur líka hennar einmanalega líf. Skildi ég það þá, eða skaut ég því frá mér, vegna þess að veðrið var dásam- legt og konan mín átti afmæli? Þetta kvöld á sjúkrahúsinu rann það upp fyrir mér, að ein- hvern tíma kæmi að því að ég væri í sporum móður minnar. Þegar þar að kæmi hefðu mín börn líka fjarlægzt eldri kyn- slóðina, eins og ég hafði fjar- lægzt móður mína. Hún lá grafkyrr, en við og við oþnaði hún augun. Skyndilega færðist viðkvæmnislegt bros yf- ir andlit hennar, eins og hún vildi hughreysta mig. Ég hefði gefið ár af lífi mínu, til að fá, þó ekki væru nema tvær vikur til að gleðja hana. Við gætum þá farið í ferðalag. Sg gæti farið með henni til þeirra staða, sem hún hafði allt- af haft löngun til að kynnast, en aldrei haft ráð á því. Eða hún gæti komið með mér til sumarbústaðarins. Setið við ströndina og horft á börnin leika sér. Hve oft hafði ég sjálfur gef- ið mér tíma til þess? Ég man að é<? varð oft ergilegur, þegar kona mín sendi mig til að sækja börnin, sem voru eins og dökkir dílar langt í burtu. Það rann upp fyrir mér að lífið er stutt og að við menn- irnir gefum okkur alltof lítinn tíma til að lifa því. Ég vissi ekki hvernig hin stutta sambúð foreldra minna hafði verið, en síðasta daginn sem hún lifði sagði hún mér svo- lítið frá því. Móðir mín hafði verið ung og lagleg stúlka af vel stæðu fólki komin. Faðir minn var töluvert eldri, maður sem fjölskyldan hafði þekkt í mörg ár. Það var eiginlega þegjandi samkomulag að þau ættu að eigast. Mamma hafði ekki verið ástfangin af- honum, en þá var það eiginlega ennþá siður að foreldrarnir giftu burt dætur sínar, eða að minnsta kosti hefðu mikið að segja, og faðir minn var álitinn efnilegur maður. Enginn hafði hugmynd um að hann drakk mikið. Þegar móðir min komst að því, þagði hún yf- ir því, henni fannst það svo mikil smán. Og þegar faðir minn lézt, þá lét hann henni eftir þetta fyrirtæki, sem eiginlega var ekkert nema skuldir. Ég hafði alltaf haldið að það væri vel stætt fyrirtæki. Bros mömmu var dálítið hreykið þegar hún sagði mér að hún hefði komizt eepnum verstu örðugleikana. Ég virti hana fyrir mér og varð hugsað til drengjanna minna tveggja, sem léku sér svo áh^'»«iulausir í garðinum við húsið okkar. Eg skammaðist mín mikið, þegar ég hugsaði til þess, sem ég hefði getað létt undir með móður minni.... Lífið verður að halda áfram þótt öldruð móðir hverfi af sjón- arsviðinu. En ég get ekki látið vera að ‘hugsa til allra þeirra einmana mæðra, sem sitja víða í tómlegum íbúðum. Og til Framhald á bls. 48 43. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.