Vikan


Vikan - 22.10.1970, Síða 39

Vikan - 22.10.1970, Síða 39
og þegar hún var búin að leggja drenginn og sjálfa sig, var þetta orðinn griðarlangur listi. Hvað áttu þau að gera? Cissi var ennþá í vafa. Og Sten var ekki hjálplegur við að taka ákvörðun og það var í rauninni mjög undarlegt. Hann, sem venjulega var svo fljótur að taka ákvarðanir. En nú var hann jafn ráðvilltur og hún, já, ráðvilltur og eitthvað meira. . . . Hræddur? Var Sten hræddur? Cissi hristi höfuðið vandræða- lega. Stundum fannst henni eins og Sten væri að fjarlægjast hana. Þannig hafði það verið frá því þau fluttu í þetta hús. Það var eins og einhver ósýnilegur múr hefði risið á milli þeirra. Þegar hún vaknaði aftur, var drengurinn vakandi. Klukkan var kortér gengin í tíu. Það heyrðist ekkert í drengnum, ekki ennþá. En hann hlaut að vera svangur! Cissi klæddi sig í flýti og greip töskuna sína. Það var bezt að fara strax út, því nú var búið að opna búðir. Barnaþurrmjólk og bleiur, var það sem fyrst þurfti að kaupa, hvað sem Sten segði. Ef einhver gæti gefið henni ráð, sagt henni eitthvað um það hvað hún ætti að gera við drenginn. Hún flýtti sér fram á ganginn og skellti í lás á eftir sér. Hún nam staðar við gluggaskotið og það lá við að liði yfir hana. Fyrr um morguninn hafði ekkert verið þarna í skotinu, en nú lá þar stór brúnn pakki og á honum stóð með stórum stöf- um: MIKAEL. Framhald í næsta blaði. LÍFIfl BLASIR VIÐ MER Framhald af bls. 32. þeirra verkum sem undirstöðu undir mín eigin. Það verður til dæmis blues, ég er ennþá með þel fyrir blues, það verður himnatónlist og sæt ópíumtónlist — en allir verða að koma með sitt eigið ópium — og allt þetta verður sett saman í eitt. — Annars fór þetta dóp allt of langt og fór illa með marga. Dóp- ið opnaði fólk fyrir alls konar hlutum sem það réði svo ekkert við. En tónlistin sjálf getur opnað mann fyrir hlutum sem maður ræður við, mjög auðveldlega, svo maður þarf ekkert að vera að dópa sig upp. Músíkin mín verður svolítið dópuð, án þess að notað verði dóp í raun og veru. Það getur orðið eitthvað svipað því sem Pink Floyd er með. Þó þeir viti það ekki, þá eru Pink Floyd brjáluðustu vísindamenn þessa daga. — Rétt áður en ég fór í fríið heima í Bandaríkíunum þá fór ég að hugsa hvort ég væri ekki bú- inn að vera hérna í Englandi Kannski var alveg búið að gleyma mér hérna, hugsaði ég, og samt hafði ég gefið Bretum allt sem ég átti. Kannski var bú- ið að gleyma mér út af öllum þessum ágætu hljómsveitum sem hér eru, og ég lét mér meira að segja detta í hug að sennilega hugsuðu Bretar með sér: — Jú, Hendrix var svo sem allt í lagi, en við erum búnir að hafa hann. Jimi virtist hafa mikla ánægju af því að tala um þessa stóru hljómsveit sína, en hann hafði einnig gaman af að rifja upp þá gömlu og góðu daga er hann var með Experience ásamt Noel Redding og Mitch Mitchell. Hen- drix var þeirrar skoðunar að slíkar hljómsveitir, þriggja manna það er að segja, ættu alla framtíð fyrir sér. — Það er alveg stórkostlega gaman sem ég hafði af þvi. Það var gott, æsandi og ég naut þess alls. En það sem fór í taugarnar á mér, var að fólk vildi alltaf vera að sjá mig gera ýmsa hluti. Ég vildi aldrei vera svo mik- ið „fyrir augað“, ef svo má segja. Ef ég var ekki með stæla, þá hélt fólk að ég væri í vondu skapi, en ég get bara verið með stæla þeg- ar ég er í stuði. Ég get ekki gert einhveria hluti fyrir augað bara til að gera það. Ég vildi alltaf að fólk gæti hallað sér aftur á bak, lokað augunum og slappað af, vitandi vits hvað var að ske án þess að þurfa að hafa minnstu áhyggjur af því sem við vorum að gera eða hvernig við gerðum það. Hann vissi ekki nákvæmlega hvenær það yrði sem hann myndi byrja að vinna með nýju og stóru hljómsveitinni sinni. — Nei, ég veit það ekki, en það verður ekki mjög langt þangað til. Isle of Wight-hátíðin gæti orðið síðasta skiptið sem ég kem fram áður — eða kannski næstsíðasta. Ef mér finnst fólk hafa gaman af því sem ég er að gera, þá getur verið að ég haldi eitthvað áfram, en ég vil koma að einhverju gagni. Maður verður að álíta að maður hafi eitthvað takmark í lífinu. Hann hafði látið skera töluvert af hinu fræga og villta hári sínu. Fannst honum hann sjálfur vera eitthvað tamari? — Nei, það finnst mér ekki, en ég neita ekki að öðru hvoru fæ ég einskonar fullorðinsþroska- spörk. — Ég hugsa í lögum og hugsa í hljómum, en ég á bágt með að koma þeim frá mér í gegnum gít- arinn. Mér finnst ég vera betri gítarleikari en ég var, og ég hef lært mikið, en ég verð að læra mikið meira, vegna þess að það er ennþá heilmikið í þessu hári sem þarf að fá einhverja útrás. — í stóru hljómsveitinni vildi ég helzt losna við að spila á gítar. Mig langar til að sjá og heyra aðra menn leika mín verk, því mig langar til að verða gott tón- skáld. Ennþá veit ég ekki hvaða stefnu ég mun fylgja, en ég á eftir að komast að því. Ég er viss um það. — Ég kem ekki til með að spila mikið fyrir almenning á næstunni, því ég er áð reyna að þróa hjá mér nýjan hljómburð og nýjan tón. Svo hef ég hug á að senda frá mer kvikmynd með tónlistinni minni. Það verður gott — ella læt ég það ekki frá mér fara. — Ég er mjög hamingjusamur því allt lífið blasir við mér. Jú, lífið blasti við honum — í nokkra daga. Eftir lifir minning- in um einn af snillingum þessar- ar aldar. ☆ SfÐUSTU DAGAR... Framhald af bls. 34. bandi. Það hefði auðvitað orð- ið algjör katastrófa, svo það var beðið þar til hann var bú- inn að ljúka sér af. Eftir shówið komu þeir bakvið þar sem lágu blóm frá aðdáendum í haug- um. Þeir supu þarna á viskíflösku og slöppuðu af, horfðu á blómin en auk þeirra var þarna sæt, sænsk dama og ungur aðdáandi. Annars segja myndirnar sitt...“ (Þá minnist Sigurgeir á það í bréfinu, með mikilli vandlætingu, að ég hafi talað um, í 34. tbl. 1970, að í Stokkhólmi væri ekk- ert að ske í poppinu. Mótmælir hann þessu harðlega, og bendir mér á að siðan ég fór þaðan hafi Rolling Stones, Jimi Hendrix, Jo- an Baez, Manfred Mann Chapter III, Blood, Sweat & Tears og margir fleiri komið þar, og vil ég því leyfa mér að biðja hann og aðra Stokkhólmsbúa afsökunar á fyrrgreindum ummælum mínum og dreg þau hið skjótasta til baka). ☆ 43. tbi VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.