Vikan


Vikan - 19.11.1970, Side 4

Vikan - 19.11.1970, Side 4
r 9 3IÐA* lÍÐAS' Fáir muna sopna mjólk og tugg- inn bita. íslenzkur málsháttur. Þrjár kátar kynslóSir Það má varla á milli sjá, hver þeirra er kátust, Dana, mamman eða amman. Allavega hlýtur það að vera gaman fyrir þær allar að vita til þess að Dana (eða Rose- mary Brown, eins og hún heitir réttu nafni) hefur sungið fyrir 300 milljónir sjónvarpsáhorfenda og bezt af þeim öllum. En nýlega sáum við grein í írsku blaði, þar sem því var haldið fram að Dana væri hin óhressasta yfir öllum þessum snúningi í kringum sig og æUi þá ósk heitasta að verða venjuleg skólastelpa á ný. Og í sama blaði var viðtal við móður hennar sem kvartaði sáran yfir því að fá aldrei að hafa dóttur sína hjá sér; umboðsmaðurinn væri með hana og stjórnaði henni eins og viljalausu verkfæri sínu. ☆ Svarta perlan Knattspyrnuþáttur Vikunnar hefur mælst vel fyrir, enda fróð- legur aflestrar, bæði fyrir knatt- spyrnuáhugamenn og þá sem að- eins þekkja mun á skíðamanni og knattspyrnumanni. . Einn þekktasti knattspyrnumaður í heimi er sá brazilíski Péle sem nú er orðinn einskonar þjóðhetja í landi sínu. Þann 25. maí s.l. lék hann sinn 100. landsleik og var það í Rapuato í Mexico. Að leik loknum var honum afhentur þessi hattur — sem auðvitað er úr skíra gulli. ☆ Páfi stórtækur Þó ekki geti Páll páfi 6. talist róttækur maður er hann því bet- ur stórtækur, eins og sjá má af því, að ekki alls fyrir löngu vígði hann 279 presta í einu. Þessi mynd er tekin á Péturstorgi í Rómarborg, og sýnir prestana alla beygja sig í auðmýkt og lotn- ingu fyrir páfanum. Samkvæmt fréttum frá páfagarði hafa aldrei verið vígðir fleiri prestar í einu og skyldi engan undra. Annars er það merkilegur skolli að mannkynið skuli allt skiptast niður í missmá samfélög þegar allir trúa innst inni á það sama. ☆ STUTT OG LAG- GOTT Það er einn kostur við að jara þrönga veginn: Þar er enginn að reyna að fara fram úr manni. sýna víða í Evrópu. í rauninni er þetta leikhús þeirra, sem heitir Gagaku, gamalt prívatleikhús keisarans, og sýnir fyrst og fremst dans og tónlistarleg verk. Þeir hófu sýningarferðalag sitt í Kaupmannahöfn en síðan átti að fara til Þýzkalands, Frakklands og Hollands. ýr Gagaku Fyrst fjallið vildi ekki koma til Múhammeðs fór Múhammeð til fjallsins ... Einhvei-nveginn svona var það, og fyrst leikararn- ir í ríkisleikhúsinu í Tókíó voru ekki ánægðir með aðsókn er- lendra á leiksýningar sínar, sem eru mjög hefðbundnar, ákváðu þeir að leggja land undir fót og 4 VIKAN 47- tM.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.