Vikan


Vikan - 19.11.1970, Síða 38

Vikan - 19.11.1970, Síða 38
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 umsóknina! Það var fyrir hrein- ustu tilviljun að hún komst að því. Hvernig gat hann verið svona kærulaus, þegar svo mik- ið var í húfi? Jæja, umsóknin var nú komin af stað svo hún gat leyft sér að vona. Þegar Cissi kom upp með vörumar, heyrði hún röcid Stens um leið og hún opnaði dyrnar. . . . og þá ætti ég að geta feng- ið peningana í vikulokin? Hann talaði í símann, sem stóð á skrifborðinu og það var greinilegt að hann var mjög ákafur. Cissi sá að hnúar hans hvítnuðu, þar sem hann hélt um heyrnartólið. Þá sneri hann sér við og kom auga á Cissi og hún sá að hann var óeðlilega fölur. Cissi hafði stanzað snöggt. Peningar eftir viku? Hvað var um að vera? Og þrátt fyrir að Cissi fannst þetta sem svar við bænum hennar, var hann áhyggjufullur á svipinn. — Andartak.... Sten lagði símatækið frá sér og gekk að dyrunum. — Sten! Við hvern ertu að tala? Hvaða peningar eru þetta? — Fyrirgefðu, Cissi. Þetta er mjög áríðandi samtal, fyrirgefðu að ég loka dyrunum. Cissi varð furðu lostin, þegar Sten lokaði við nefið á henni. Hvað átti þetta að þýða? Hún heyrði til hans gegnum lokaðar dyrnar, svo það var greinilegt að hann hélt áfram að tala í símann, en hún gat ekki greint orðin. Hún var lengi að ná sér, en gekk svo fram í eldhúsið og tók vörurnar upp úr pokanum, án þess að skynja hvað hún var að gera. Það liðu ekki nema tvær mín- útur þangað til hann kom fram í eldhúsið til hennar og undrun hennar varð að áhyggjum. — En, Sten! Hvað er að þér? Þú ert skelfingin uppmáluð! — Það er ekkert.... — Láttu ekki svona, Sten! Reyndu ekki að segja mér að allt sé í lagi! Ég hef rétt til að vita hvað það er sem angrar þig! Við hvern varstu að tala og hvaða peningum áttu von á? Þú veizt hve mjög okkur vantar peninga einmitt núna. Hún varð að hafa sig alla við til að ráða við röddina, en það var ekki laust við að hún iðrað- ist eftir að spyrja hann, þegar hún sá svipinn á honum. — Elsku Cissi, ég veit að þér finnst þetta skrítið, en ég bið þig um að spyrja mig ekki núna. Eg held að allt lagist hjá okk- ur og þá skal ég sannarlega láta þig vita. En ekki núna. Sann- leikurinn er sá að ég verð að fara burtu og kem ekki heim fyrr en annað kvöld. Það sem ég lofaði að gera, er fyrir, — fyrir kunningja minn. — Sten! Spurningar, ásakanir og óró- leiki stönguðust á í henni, hún fann að hún gat ekkert að gert, vissi heldur ekki á hverju hún ætti að byrja. Þegar hún sagði nafn hans, var það eins og neyð- aróp. — Eg verð að fara strax, Cissi, ástin mín. Hann beygði sig niður og kyssti hana. Varir hans voru kaldar eins og lík. Svo sneri hann sér við og gekk hratt út úr eldhúsinu og litlu síðar heyrði Cissi að hann skellti útidyrun- um. Hún var ein með Mikael. Þegar tónlistarþátturinn hætti nokkru síðar, vegna fréttatil- kynninga, heyrði Cissi það. „Eins og áður hefur verið sagt þá fundu froskmenn likið af Leo van der Heft, sem hefur verið horfinn síðan í vetur. Þar með er séð fyrir endann á þessu flugvélarslysi, sem hingað til hefur verið svo dularfullt.... “ Cissi varð vot í lófunum. Það var ekki sérstaklega vegna þess að líkið af eiginmanni Sylviu var fundið, það höfðu allir búizt við því, heldur var það vegna upp- hafsorðanna. . . . „Eins og áður hefur verið sagt frá. .. . “ Þetta var þá vitað fyrir nokkru. Líklega hafði verið sagt frá þessu bæði klukkan átta og níu. Og þá voru ný og óþekkt öfl komin á hreyfingu.... Hún hafði það á tilfinningunni að þessi frétt snerti hana æ meir, og að furðuleg framkoma Stens stæði eitthvað í sambandi við þetta. Gat það verið að Sten væri viðriðinn morð? Eins og svefngengill gekk hún hægt inn í svefnherbergið. Mik- ael var vakandi, en hann grét ekki. Hann teygði upp litlu hendurnar og hjalaði. Eitthvað sem líktist brosi kom á litla tannlausa munninn. Cissi tók hann upp og ylurinn frá litla líkamanum smaug í gegnum kjólinn, já, lengra inn, alveg að hjartanu og hún brast í grát. Þannig stóð hún í tíu mínútur, þangað til vandlætahljóð heyrð- ist frá drengnum. Þá þurrkaði hún tárin og roðnaði af smán. Hvernig gat hún verið svona hugsunarlaus að gleyma barn- inu? Ekki eingöngu að hann var lifandi vera, en hann þurfti líka umönnunar við og hann var svangur. Hún reyndi að gleyma hræðslu sinni og fór að sinna drengnum. Þegar hann var sofnaður aft- ur, þá tók Cissi ákvörðun. Hún varð að tala við einhvern og hún var búin að ákveða hver það ætti að vera. 38 VIKAN 47. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.