Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 25
— Ég held að honum sé trú- andi til alls sem getur aukið völd hans, svaraði Kit. Hann gekk fram um eitt skref og greip hönd hennar og leit í augu hennar. — Lofaðu mér því að gefa þig ekki á vald hans, nema að athuga fyrst hvort ég hef ekki á réttu að standa. — Ég lofa engu, slepptu mér! Hún reyndi af alefli að losa hönd sína, en þegar það heppnaðist ekki, réðist hún að honum með orðaflaumi. ■— Ef þetta er satt, þá kemur það að minnsta kosti ekki þér við! Ég vil heldur vera vinkona kon- ungsins og skoða mig um í hin- um stóra heimi, en að verða húsmóðir á einhverri plant- ekrunni hérna! Hann sleppti henni snögg- lega og gekk nokkur skref aft- ur á bak. Hann hafði kreist svo fast úlnlið hennar að það skildi eftir sig rauð merki. — Ég skil, sagði hann lágt, — það leið þá ekki á löngu þangað til þitt fína bláa blóð gerði vart við sig. Ég bið þig, allra auðmjúklegast, fyrirgefn- ingar. Hann hneigði sig lauslega fyrir Oliviu og arkaði út. f dyr- unum nam hann staðar við það að Damaris kallaði til hans, og nú var röddin ekki þrjózku- leg, heldur óttafull. — Kit, þú getur ekki yfir- gefið mig á þennan hátt! Við hittumst kannske aldrei fram- ar. Hann sneri sér við. Hann var náfölur og undarlegir drættir voru kringum munn- inn. Augu hans voru dökk af reiði, en iíklega líka af sársauka. — Vertu róleg, þetta er ekki lokakveðja! sagði hann snöggt. — É’g hef ekki sagt skilið við þig ennþá, Damaris. Við eig- um eftir að hittast aftur. Kit reið beint til húss land- stjórans og óskaði eftir viðtali við Chelsham jarl.... Kit fann Ingram Fletcher hjá jarlinum og undraðist með sjálfum sér hvað það væri sem þeir væru að makka saman. Chelsham tók á móti honum með háðsglotti, hann hafði bú- izt við heimsókn hans, þegar brottför Damaris færi að kvis- ast. Kit heilsaði stuttaralega og bað um viðtal við jarlinn. Chelsham var mjög elskuleg- ur. —- Sjálfsagt, sagði hánn, viljið þér ekki fá yður sæti? Kit leit á Fletcher. — Viljið þér leyfa okkur að vera ein- um, erindi mitt er einkamál. — Fletcher stirðnaði í fram- an, en Chelsham sagði með hæðnisrödd: — Það er sjálfsagt. Við Fletcher getum talað saman síðar. Við vitum að Lucifer skipstjóri er alltaf önnum kaf- inn. Hann beið þar til Fletcher gekk treglega út úr herberg- inu, en svo hélt hann áfram: — Ég reikna með að erindi yð- ar muni vera eitthvað í sam- bandi við brottför mína frá Jamaica? Nei, svo er ekki, svaraði Kit, stuttur í spuna, — það er vegna brottfarar frænku yðar. Það varð stutt þögn. — Já, auðvitað, sagði Chelsham lágt. - En má ég þá benda á þá staðreynd að frænka mín er ekki á yðar vegum lengur. - Þótt hún sé það ekki, þá mun ég alltaf láta mig varða velferð hennar! Kit var ákveð- inn í því að vera rólegur, en nú var það á takmörkum að hann gæti það. — Drottinn minn, þér haldið þó ekki að þessir atburðir geti þurrkað út öll árin, sem á undan eru geng- in? Haldið þér að ég standi hér aðgerðarlaus og horfi á að þér leiðið hana út á þá braut, sem þér hafið hugsað henni? — Og hvaða braut er það, ef ég má gerast svo djarfur að spyrja? Jarlinn pírði augun svo þau voru eins og mjóar rifur. — Þér hafið fyllt hana draumum um lífið við hirðina og blindað hana með loforðum um glæsilega framtíð.... — Brandon skipstjóri, má ég minna yður á að ég hef tölu- verð áhrif í Englandi. Það ætti að vera nóg að Damaris er systurdóttir mín og þar að auki mjög glæsileg stúlka, til að skapa henni örugga fram- tíð. — En ef hún hefði ekki feg- urð og greind til að bera, herra minn, myndi yður þá vera svo mikið í mun að kynna hana sem frænku yðar? Eg held, satt að segja, að það sé vegna eigin hagsmuna að þér lofið henni hirðmeyjarstöðunni. Drottningin hefur margar hirð- meyjar, er mér sagt. Eins og til dæmis lafði Castlemayne! Chelsham hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti fyrir sér þennan reiða unga mann, með háðsglotti. Honum fannst hann hafa ráð á að brosa, því að ef Damaris Tremayne kaus frek- ar að fylgja frænda sínum til Englands, þá gat Brandon ekk- ert gert til að hindra það. —■ Álit yðar er mjög greini- legt, sagði hann með fyrirlitn- ingarsvip. — Eg ætla ekki að eyða orðum að þessum móðg- andi aðdróttunum. En ég leyfi mér að benda yður á að Da- maris er sjálf mjög áköf í að komast sem fyrst burt frá Ja- maica. Það er reyndar ekki undarlegt. Mér er sagt að hún hafi elskað ungan mann, sem missti lífið í einum af bardög- um yðar við Spánverjana. Það kom ónotalega við Kit að hann skyldi nefna Nick, en þess hafði Chelsham líka ætl- azt til. En jarlinn var ekki við- búinn því sem á eftir kom. Kit hafði ekki tekið sér sæti og nú stóð hann við stólbakið og hélt fast um bríkina. Hann tók nú til máls, fullkomlega rólegur. — Myndi hún vera eins áfjáð að fara með yður til Englands, ef hún vissi um hina réttu orsök fyrir dauða föður hennar? Jarlinn hrökk við og settist upp í stólnum og nú gleymdi hann alveg brosinu. Andlit hans varð náfölt, augun hörð eins og demantar, — hættuleg. — Hvað í djöflinum eigið þér við? — Má ég skýra þetta nánar. Nú var það Kit sem gat bros- að háðslega. — Ég á við það hvort hún væri eins áköf að fylgja yður, ef hún vissi að þér eruð morðingi föður hennar! Þér hafið verið of öruggur um yður, herra minn! John Tre- mayne fól ekki móður minni að annast barnið. Ég hitti hann á veginum, þegar hestur hans féll af þreytu og þér voruð á hælum hans. Hann fleygði barninu í fangið á mér og bað mig að fela það í skóginum, meðan hann reyndi að leiða yður á villigötur. Eg var í að- eins tíu metra fjarlægð, þegar þér skutuð hann til bana. Chelsham var nú orðinn sót- Framhald á bls. 56. 14. TBL. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.