Vikan


Vikan - 08.04.1971, Qupperneq 25

Vikan - 08.04.1971, Qupperneq 25
— Ég held að honum sé trú- andi til alls sem getur aukið völd hans, svaraði Kit. Hann gekk fram um eitt skref og greip hönd hennar og leit í augu hennar. — Lofaðu mér því að gefa þig ekki á vald hans, nema að athuga fyrst hvort ég hef ekki á réttu að standa. — Ég lofa engu, slepptu mér! Hún reyndi af alefli að losa hönd sína, en þegar það heppnaðist ekki, réðist hún að honum með orðaflaumi. ■— Ef þetta er satt, þá kemur það að minnsta kosti ekki þér við! Ég vil heldur vera vinkona kon- ungsins og skoða mig um í hin- um stóra heimi, en að verða húsmóðir á einhverri plant- ekrunni hérna! Hann sleppti henni snögg- lega og gekk nokkur skref aft- ur á bak. Hann hafði kreist svo fast úlnlið hennar að það skildi eftir sig rauð merki. — Ég skil, sagði hann lágt, — það leið þá ekki á löngu þangað til þitt fína bláa blóð gerði vart við sig. Ég bið þig, allra auðmjúklegast, fyrirgefn- ingar. Hann hneigði sig lauslega fyrir Oliviu og arkaði út. f dyr- unum nam hann staðar við það að Damaris kallaði til hans, og nú var röddin ekki þrjózku- leg, heldur óttafull. — Kit, þú getur ekki yfir- gefið mig á þennan hátt! Við hittumst kannske aldrei fram- ar. Hann sneri sér við. Hann var náfölur og undarlegir drættir voru kringum munn- inn. Augu hans voru dökk af reiði, en iíklega líka af sársauka. — Vertu róleg, þetta er ekki lokakveðja! sagði hann snöggt. — É’g hef ekki sagt skilið við þig ennþá, Damaris. Við eig- um eftir að hittast aftur. Kit reið beint til húss land- stjórans og óskaði eftir viðtali við Chelsham jarl.... Kit fann Ingram Fletcher hjá jarlinum og undraðist með sjálfum sér hvað það væri sem þeir væru að makka saman. Chelsham tók á móti honum með háðsglotti, hann hafði bú- izt við heimsókn hans, þegar brottför Damaris færi að kvis- ast. Kit heilsaði stuttaralega og bað um viðtal við jarlinn. Chelsham var mjög elskuleg- ur. —- Sjálfsagt, sagði hánn, viljið þér ekki fá yður sæti? Kit leit á Fletcher. — Viljið þér leyfa okkur að vera ein- um, erindi mitt er einkamál. — Fletcher stirðnaði í fram- an, en Chelsham sagði með hæðnisrödd: — Það er sjálfsagt. Við Fletcher getum talað saman síðar. Við vitum að Lucifer skipstjóri er alltaf önnum kaf- inn. Hann beið þar til Fletcher gekk treglega út úr herberg- inu, en svo hélt hann áfram: — Ég reikna með að erindi yð- ar muni vera eitthvað í sam- bandi við brottför mína frá Jamaica? Nei, svo er ekki, svaraði Kit, stuttur í spuna, — það er vegna brottfarar frænku yðar. Það varð stutt þögn. — Já, auðvitað, sagði Chelsham lágt. - En má ég þá benda á þá staðreynd að frænka mín er ekki á yðar vegum lengur. - Þótt hún sé það ekki, þá mun ég alltaf láta mig varða velferð hennar! Kit var ákveð- inn í því að vera rólegur, en nú var það á takmörkum að hann gæti það. — Drottinn minn, þér haldið þó ekki að þessir atburðir geti þurrkað út öll árin, sem á undan eru geng- in? Haldið þér að ég standi hér aðgerðarlaus og horfi á að þér leiðið hana út á þá braut, sem þér hafið hugsað henni? — Og hvaða braut er það, ef ég má gerast svo djarfur að spyrja? Jarlinn pírði augun svo þau voru eins og mjóar rifur. — Þér hafið fyllt hana draumum um lífið við hirðina og blindað hana með loforðum um glæsilega framtíð.... — Brandon skipstjóri, má ég minna yður á að ég hef tölu- verð áhrif í Englandi. Það ætti að vera nóg að Damaris er systurdóttir mín og þar að auki mjög glæsileg stúlka, til að skapa henni örugga fram- tíð. — En ef hún hefði ekki feg- urð og greind til að bera, herra minn, myndi yður þá vera svo mikið í mun að kynna hana sem frænku yðar? Eg held, satt að segja, að það sé vegna eigin hagsmuna að þér lofið henni hirðmeyjarstöðunni. Drottningin hefur margar hirð- meyjar, er mér sagt. Eins og til dæmis lafði Castlemayne! Chelsham hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti fyrir sér þennan reiða unga mann, með háðsglotti. Honum fannst hann hafa ráð á að brosa, því að ef Damaris Tremayne kaus frek- ar að fylgja frænda sínum til Englands, þá gat Brandon ekk- ert gert til að hindra það. —■ Álit yðar er mjög greini- legt, sagði hann með fyrirlitn- ingarsvip. — Eg ætla ekki að eyða orðum að þessum móðg- andi aðdróttunum. En ég leyfi mér að benda yður á að Da- maris er sjálf mjög áköf í að komast sem fyrst burt frá Ja- maica. Það er reyndar ekki undarlegt. Mér er sagt að hún hafi elskað ungan mann, sem missti lífið í einum af bardög- um yðar við Spánverjana. Það kom ónotalega við Kit að hann skyldi nefna Nick, en þess hafði Chelsham líka ætl- azt til. En jarlinn var ekki við- búinn því sem á eftir kom. Kit hafði ekki tekið sér sæti og nú stóð hann við stólbakið og hélt fast um bríkina. Hann tók nú til máls, fullkomlega rólegur. — Myndi hún vera eins áfjáð að fara með yður til Englands, ef hún vissi um hina réttu orsök fyrir dauða föður hennar? Jarlinn hrökk við og settist upp í stólnum og nú gleymdi hann alveg brosinu. Andlit hans varð náfölt, augun hörð eins og demantar, — hættuleg. — Hvað í djöflinum eigið þér við? — Má ég skýra þetta nánar. Nú var það Kit sem gat bros- að háðslega. — Ég á við það hvort hún væri eins áköf að fylgja yður, ef hún vissi að þér eruð morðingi föður hennar! Þér hafið verið of öruggur um yður, herra minn! John Tre- mayne fól ekki móður minni að annast barnið. Ég hitti hann á veginum, þegar hestur hans féll af þreytu og þér voruð á hælum hans. Hann fleygði barninu í fangið á mér og bað mig að fela það í skóginum, meðan hann reyndi að leiða yður á villigötur. Eg var í að- eins tíu metra fjarlægð, þegar þér skutuð hann til bana. Chelsham var nú orðinn sót- Framhald á bls. 56. 14. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.