Vikan


Vikan - 08.04.1971, Side 28

Vikan - 08.04.1971, Side 28
RÆTT VIÐ HILDI HÁKONARDÖTTUR, MYNDVEFARA TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON „Eins og ég ætla að líta út þegar ég verð gömul," sagðl listakonan. Myndin á veggn- um heitir annars Afi og amma og er teiknuð af dóftur Hildar. Þegar við skoðimi myndir, sjáum við að viss mótív eru ríkjaildi á hverjum tíma. I Evrópu eru guðs- trúarmvndir aðalmyndefni allt til Siðaskipta, siðan eru jtað veraldleg- ir höfðingjar sem einkum jtykja verðug viðfangsefni. Langan veg er búið að fara jtegar Van Gogh málar skóna sína og Kjarval okkar salt- fiskinn. En jtegar farið er að mála fólk í sínu eiginlega umhverfi, kem- ur í ljós að j>að er karlmaðurinn sem málar konuna, í listaskóla, eins og annars staðar, fréttir maður að nak- inn kvenlíkaminn sé j>að fullkomn- asta form og j>ess vegna svo mikið máiaður, og strax fer að dofna áhug- inn. Mig langar ekki nokkurn skap- aðan lilut lil að gera myndir af nökt- um kimum. Sem kona lief ég frek- ar áliuga á fötum og karlmönnum. Karlmaðurinn skapaði menningar- Iigfðina, ef listakonan játast undir þessa hefð, j)á getur liún varla liafa grannskoðað hug sinn til viðfangs- efnanna. En j)að er ekki auðvelt að ganga út úr því hlutverki sem stað- ur og timi ætlast til að við leikum og standa eins og húsnæðisleysingi á götunni. En livað skyldi sá vilja sem er húsnæðislaus á götunni, ætli hann vildi ekki fara að byggja? Svo mælti Hildur Hákonardóttir, er við litum inn til hennar á Brekku- stignum nú nýverið. Hildur, sem stundaði nám i Myndlista- og hand- iðaskólanum og Jivinæst í myndvefn- aði í Edinborg, hefur síðan helgað sig jieirri listgrein svo til eingöngu og vakið atliygli á Jiví sviði, einkum Made in Britain. Tvívíðungur heitir þessi mynd. Maðurinn hef- ur annað andlit, grímu, fyrir sínu eigin, dylur sitt rétta sjálf. með sýningunni sem hún nýlega liéll í Gallerí Súm. — Listakonunni er livað þetta snertir stórum meiri vandi á hönd- um en karlmanni, sem list iðkar? Hún spreytir sig í skóla eins og strákarnir að ná valdi á teikningunni og læra að beita tólum og fá fram þá liti sem liún vill, en lienni er sára- litil hjálp i að kynna sér skráð ævi- atriði heimsfrægra málara, sem á undan henni hafa gengið, þar finnur hún aldrei hliðstæður eða stoð i sin- um eigin vanda. Listakonan í dag á sér að forsögu langlundargeð, þul- urnar hennar Theodóru, frásöguna uni Penelópu, rósavettlinga og nokk- ur saumuð teppi á söfnum. Konan hlýtur með þátttöku sinni í listum og menningarlífi að flýta fyrir mynd- un j)eirrar nýju menningarhugsun- ar, sem nú er farið að bjarma fyrir og er helzt til hjargar frá þeirri tor- tímingargöngu sem við nú erum á. — Að hvaða leyti yrði sá menn- ingarheiinur frábrugðinn þeim sem við nú húum við? — Þá verðum við vonandi farin 28 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.