Vikan


Vikan - 08.04.1971, Page 40

Vikan - 08.04.1971, Page 40
TIL FERMINGAGJAFA Vestur-þýzkir STEREÓ- Mjög hagstætt verð. OG MÓNÓ-plötuspilarar. Rats|á hff. Laugavegi 47, simi 11575. um kveðjustundina, hann hafði kvatt hana í viðurvist frænkn- anna, eins og hverja aðra ókunna manneskju, — já, eins og hverja aðra þjónustustúlku. — Nei, nei, það getur ekki verið þannig! hrópaði hún upp. — Hvað hefur hann gert mér? Hvernig á ég að lifa án hans? Elsku, — elsku ástin mín, hvers vegna fórstu frá mér? Hún stökk upp úr rúminu og sat lengi á stólnum, eins og hún ætti von á því að eitthvað myndi ske, eitthvað sem gæti verið skýring. Þannig sat hún um stund og hlustaði á hljóðin, sem bárust utan úr náttmyrkr- inu. Allt var svo einkennilega nálægt í litla herberginu. Hún heyrði tif í klukku i næsta her- bergi, heyrði þegar hundurinn hreyfði sig og hroturnar í ráðs- konunni Dometjevnu, sem var svo góð við hana, Dometjevnu, sem svaf hjá hundinum. Ailt í einu heyrði hún að einhver opnaði dyr, það brak- aði í gólfborðunum. Henni fannst hjartað hætta að slá. Gat það verið hann? Nei, það gat ekki verið hann. Hann var farinn. Þetta var Susetta, litla tikin, sem vildi komast út. Hún var fegin að fá tækifæri til að komast út úr húsinu. Úr öllum áttum heyrði hún hljóð næturinnar. Hærra en allt annað var hvinurinn í vindinum, sem þaut í gegnum naktar greinar bjarkanna, sem voru hinum megin við húsið og náði alveg til hennar. Það ískraði í snjónum, þegar Susetta krafsaði, lækurinn nið- aði og snjóbráðin lak af þök- unum í dropatali, og þarna lengra í burtu, — heyrðist há- vaðinn frá ánni, eins og ein- hver væri að heyja hávaða- sama orrustu. Svo heyrði hún í eimpípu lestarinnar langt í burtu. Járn- brautarstöðin var í fimmtán rasta fjarlægð, en lestin sem átti að flytja hann burt, fór hér fram hjá, rétt hjá — gegn- um skóginn sem lá upp að aldingarðinum. Já, hann fór með þessari lest, hann er þarna og veit ekki að ég er svona nálægt. — Komdu hingað! kallaði hún til Susettu. — Farðu inn, sagði hún og ýtti hundinum innfyrir dyrnar. Síðan stóð hún kyrr og hlustaði á hljóðin frá lestinni, sem nálgaðist óðum. Nú var farið að hvessa, en í gegnum þokuna yfir ánni heyrði hún skröltið í lestinni. — Þessu er lokið, öllu er lokið . . . hvíslaði hún. — Þarna fer hann, . . . hann . . . hann Ó, ef ég gæti aðeins fengið að sjá hann! Hún hljóp gegnum garðinn og út um hliðið, þar sem snjór- inn var farinn að bráðna í skógarjaðrinum, — já, þar sem lestin hlaut að fara fram hjá. Vindurinn feykti henni á und- an sér og greinarnar rifu þunn- an náttserkinn, en hún fann ekki til kuldans. Hún var komin á brekku- brúnina við ána, þegar lestin kom í ljós. Það ískraði í eim- vagninum, — Katujsku fannst þetta ískur væri ætlað sér. Svo feykti vindurinn reyknum og eimpípuhljóðinu til annarrar áttar. Hún sá fyrst eimvagn- inn, svo vagn sem ekki var upplýstur og síðan einn af öðrum, sem allir voru upplýst- ir. Það var ómögulegt að greina fólkið sem sat í þessum vögn- um, en hún vissi að hann var þar. Hún fylgdi áköf skuggun- um með augunum, hún kom auga á vagnstjórann, en hún sá ekki þann sem hún þráði. Nú kom síðasti vagninn í ljós og lestarþjónn stóð á aft- asta pallinum og þar sem lest- in hafði farið var nú ekkert að sjá nema blaðlaus tré og hún heyrði ekkert nema niðinn í ánni. Hún heyrði hávaðann frá lestinni í nokkrar mínútur og sá ljósin hverfa. Hún fann reykjarstybbu og svo varð allt hljótt. — En hvers vegna? Ó, hvers vegna? hrópaði hún og faldi andlitið í höndum sér. Hún hljóp grátandi upp að húsinu og barðist móti vindin- um, sem feykti óminum af rödd hennar út í buskann. ☆ KEISARATIGNIN SEM KOSTAÐI HANN LlFIÐ Framhald af bls. 21. tryggja sér að ríkdómar lands- ins gengju þeim ekki aftur úr greipum, datt þeim í hug að setja evrópskan keisara yfir Mexíkó. Allir voru sammála um að Maximilían væri rétti maður- inn í þá stöðu. Hann var Habs- borgari, af heimsins göfugustu höfðingjaætt. Metnað hans og hugsjónahneigð þekktu allir. Og 1862 búðu sendimenn Na- póleons þriðja honum mexi- könsku keisarakrónuna. Þeir léku á strengi óánægju hans og útmáluðu fyrir honum stærð og glæsileika ríkis hans. Þeir höfðuðu einnig til göfug- lyndis Maximilíans: „Aðeins jafn göfuglyndur höfðingi og þér getur borgið þessu deyj- andi ríki.“ Maximilían lét ölvast af keis- arahugmyndinni. Hann þráði að sleppa úr hinu innihalds- snauða letilífi í Miramarhöll, og gaf sig tilhlökkuninni á vald. En fréttirnar frá Mexíkó, sem voru allt annað en góðar, komu honum til að hika. Hann hik- aði og tvísteig og hefði senni- legi haldið því áfram til eilífs nóns, hefði Karlotta ekki stað- ið honum til annarrar handar. Þessari belgísku konungs- dóttur þótti ákaflega gaman að halda böll fyrir þjóðhöfðingja þá og erlenda sendimenn, sem nú lögðu leið sína til Miramar- hallar. Og hún lagði sig alla fram um að dreifa áhyggjum Maximilíans. Hún vildi fyrir hvern mun ráða ríki og sjá mann sinn ráða ríki. Hún vís- aði öllum viðvörunum á bug. Karlotta af Brabant hafði gefizt Maximilían í þeirri trú, að hásæti fylgdi með í kaup- unum. Hún hafði þó eirt há- sætisleysinu meðan þau voru hamingjusöm saman. En nú var farið að draga úr þeirri hamingju. Opinberlega létu þau að vísu aldrei annað sjást en þau væru jafn lukkuleg og nokkurn tíma áður. En þann leikaraskap þurftu þau ekki að viðhafa innan læstra dyra — í svefn- herberginu. Sem ungur prins hafði Maxi- milían brugðið sér til Suður- Ameríku og komið þá til Rio de Janeiro. Þar hafði hann orð- ið sér úti um kynsjúkdóm. Hann hlaut lækningu að vísu, en var þaðan af ófrjór. Kar- lotta gat ekki fyrirgefið hon- um að hún gat ekki orðið móð- ir vegna þessarar æskusyndar hans. Ekki bætti hér úr skák að Maximilían tók trúskaparheit hjónabandsins aldrei nema mátulega alvarlega. Þessi glæsilegi erkihertogi, sem sjálfur átti svo auðvelt með að hrífast, hreif ekki síður hverja unga konu, sem í námunda við hann kom. Hjónin hættu að sofa saman. Hugsanlegt er að Karlotta hafi lofað eiginmanni sínum vaxandi ástúð, ef hann féllist á að gerast keisari í Mexíkó. Allavega átti hún mikinn þátt í að hann sökk dýpra og dýpra í mexíkanska fenið. Tólfta marz 1964 var hún bú- in að koma honum svo langt, að hann undirskrifaði í París samning um að taka við keis- aratign í Mexíkó — og fleira. Sá samningur var jafnframt dauðadómur Maximilíans. Að- eins heimskingi hefði undir- skrifað slíkan samning. Samkvæmt samningnum átti Maximilían að fá yfir milljarð króna á ári í tekjur. En Mexí- kó var gjaldþrota. Mexíkan- arnir neituðu að borga keisara sínum. Keisarinn í Mexíkó var 40 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.