Vikan


Vikan - 08.04.1971, Page 52

Vikan - 08.04.1971, Page 52
IVÍOBIR , , FERÐAFELAGAR KASSETTUTÆKI ERÁ PHILIPS 1. EL 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki, 2. N 2202 „DE LUXE" rafhlöðu kassettu segulbandstæki 3. N 2204 —rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — ,,DE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvitað 4 gerðir, svo þér getið valið rétta ferða- félagann til að hafa með, hvert sem yður hentar. Lrtið við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 VIÐTAL VIÐ HILDI HAKONARDÚTTUR Framhald af bls. 29. niðurrif að neita því og vilja lifa á sínum eigin tíma? Er það niðurrif á Jónasi Hall- grímssyni að yrkja ný kvæði? —- Hver var aðdragandi þess að þú hófst handa við list? —- Ég lagði tvisvar af stað út í fullorðinsárin. í fyrra skiptið gaf ég mig að hússtörf- um eingöngu, ég varð stúdents- frú, síðan fræðingsfrú og að lokum doktorsfrú. Þá sneri ég við blaðinu, komin vel á þrí- tugsaldur, og byrjaði í skóla á nýjan leik. Ég fór í Myndlista- og handíðaskólann, í 1. bekk, og það veit trúa mín að það er meira gaman að læra sjálf- ur en að fylgjast með þegar aðrir gera það. — Yar þetta í fyrsta sinn sem þú fórst að fást við mynd- list? —■ Já, en eftir skólagöngu hér heima hélt ég áfram námi í Skotlandi. Það eru sárafá lönd þar sem hægt er um vik að læra myndvefnað. Af.Aust- ur-Evrópulöndum eru það eink- um Pólland og Tékkóslóvakía, en í Vestur-Evrópu veit ég ekki um skóla þar sem þetta pr kennt sem sérfag nema Listaskólann í Edinborg. Mig langaði til Tékkóslóvakíu og var búin að leggja drög að því, þegar Rússar réðust á Tékka. Þá lokaðist þar inni sá sendi- ráðsmaður, sem ætlaði að hjálpa mér að koma málum í kring, svo ég gafst upp og fór til Edinborgar. —- Byggja Skotar á inn- lendri erfðavenju í myndvefn- aði? - Já og nei. Brezkar hallir eru fullar af teppum, þótt fæst sé til að státa af. Brezka krún- an og aðalsmenn reyndu að laða til sín vefara frá Briissel. Það gerðu margar þjóðir, því að þetta var lenzka og þótti ekki höll nema hún hefði teppi, en beir voru siálfir aldrei mót- andi á þessu sviði. Svo iagðist be+ta að miklu leyti niður á síðustu öld. William Morris, sem var óþriótandi áhugamað- ur um alla handmennt, kemur á laegirnar vefstofu í Edin- borg árið 1912 og flytur þang- að gamlan gobelinstól frá So- bn. Svo er farið að safna sam- an bekkingarbrotum og kenna lærlingum. Leitað er til Frakk- lands, þar sem hefðin hefur ■<'iðhaldizt, til að fylla í eyð- urnar. Nú er þarna fjörlegasta vefstofa og náið samband milli hennar og vefdeildarinnar í listaskólanum. Þessi heppilega aðstaða er ekki fyrir hendi annars staðar. Það var aldrei á eins manns færi að vefa stór veggteppi. Þetta voru verkstæði með fjölda manns í vinnu. Mynd- hefðin og verkmenntin átti sér hjá flestum þjóðum líklegri rætur í Belgíu og Frakklandi en í eigin þjóðlegum vefnaði. í Tékkóslóvakíu var t. d. ákveðið að koma vefstofum á fót rétt um síðustu aldamót og fengnir til vefarar og stólar erlendis. Kannski er helzt hjá Norðurlandaþjóðunum að þessi mörk bændavefnaðar og „betri -teppa“ eru fljótandi. — Hvað um okkar eigin vefnað til forna? — Við ófum lítið nema fata- efni og brekán, helzt kross- vefnað, en hann er formfast- ari en annar myndvefnaður og mynsturkenndari. En við saum- uðum refilsaum og sýndum þar glöggt, að við vorum engra þjóða eftirbátar við að gera myndir á þessum tíma, en við vorum íhaldssöm hvað snertir breytingar á vefstólnum og óf- um við kljásteinavefstað fram á nítjándu öld. Skýringarinnar á því að við höfum ekki mynd- vefnað er kannski að leita í því. Ertu ánægð með árangur- inn af starfi þínu sem lista- kona, með tilliti til þess hve skammt er síðan þú lagðir út á þá braut? — Ég veit ekki hvað segja skal. Ég skynja sjálfa mig ekki sem listamanneskju, enda hve- nær nákvæmlega hefði ég átt að verða það? Þetta viðhorf, að greina listafólk frá öðru fólki, er illa til komið, og ber vott um þrönga og ófrjóa menningu. Ef rakið er aftur, þá er þetta annar veturinn minn hér heima, svo kemur einn vetur í Skotlandi og svo fiórir vetur hér í skólanum. Þetta er ekki löng saga. Ind- verskur orskviður hermir að skáld geti dáið tuttugu og sjö ára gamalt en samt orðið ódauðlegt, en vefarinn verði að ná sextugu til að geta sýnt hvað í honum býr. — Hefur áhugi þinn á rót- tækum umbótahreyfingum eins og Rauðsokkum ekki haft gagngerð áhrif á listsköpun þína? - Öll verk sem maður vinnur eru hluti af sömu heild — manneskjunni sem vinnur þau. Hafi ég sterkan áhuga á réttindamáli, hlýtur sá áhugi að eiga sér samsvörun í af- stöðunni sem ég tek við sköp- un á sérhverju verki. — Líturðu þá á listina sem baráttuaðferð? — Listsköpun getur verið baráttuaðferð. Sumir lista- menn leggja þó sínar hefð- bundnu vinnuaðferðir á hill- 52 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.