Vikan


Vikan - 08.04.1971, Page 54

Vikan - 08.04.1971, Page 54
SÓLUM FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA FYRIR VINNUVELAR, VEGHEFLA, DRÁTTARVÉLAR, VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR Sölning hf. Baldurshaga við Suðurlandsveg, Reykjavík. Sími 84320. Pósthólf 741. búið saman, hefur Björn að- eins haft hlutverk, sem hafa verið heldur niðurdrepandi. Áður gerðum við að gamni okkar út af því hve hann lifði sig inn í hlutverkin. Við hent- um gaman að því hve hann kunni lítið að fara með pen- inga. Nú er þetta ekki skemmti- legt lengur, nú gerir ábyrgðar- leysi hans mér gramt í geði. Okkur fannst allt svo einfalt og látlaust, þegar við hittumst fyrst. Fyrsta sinn sem ég sá Björn, þá stóð hann á þrepun- um við sumarhúsið okkar á litlu skerjagarðseyjunni og tal- aði við mömmu. Ég kom neðan frá baðströndinni og þegar ég kom auga á hann þótti mér leiðinlegt hve ég var úfin og baðskápan mín óhrein. Ég hefði kosið að vera falleg, þegar hann fyrst leit mig augum. Hann var með hópi kvik- myndaleikara, sem höfðu kom- ið til eyjarinnar, öllum á óvart. Hann var að falast eftir her- bergi til leigu. Fyrstu vikuna hittumst við ekki oft. Það var sólskin á hverjum degi og Björn var all- an daginn við vinnu sína um borð í báti, sem lá langt úti á firði. Hann var samt vanur að sitja hjá okkur á veröndinni smástund á hverju kvöldi, áð- ur en hann fór í háttinn. Næstu viku var rigning og vont veður. Kvikmyndafólkið gekk eirðarlaust um og beið eftir sólinni. Við Björn ráfuð- um fram og aftur um eyna alla dagana. Ég finn ennþá ilm- inn af regnvotum greinum trjánna, sem slógust í andlit okkar. Á kvöldin sátum við í gler- veröndinni. Við töluðum um okkur sjálf, lífið og framtíðar- drauma. Það var dásamleg vika. Síðan komu nokkrir sólskins- dagar og þá var kvikmyndað af kappi, en síðan fór hópur- inn, eins skyndilega og hann kom. Og það var hljótt á eynni. Þegar ég fékk fyrsta bréfið hans, fann ég að ég elskaði hann. Þetta var fyrsta ástar- bréfið sem ég fékk og það var dásamlegt. Síðar sá ég að efni bréfsins var aðallega tilvitnan- ir úr leikritum Shakespeares, en það gerði ekkert til. Til- finningar hans voru einlægar. Hann var uppi í Norrland við kvikmyndaleik. Við skrif- uðumst á daglega. Þegar fríið mitt var búið og ég komin til borgarinnar, hringdi hann oft í mig og það voru bæði löng og rándýr símtöl. Loksins kom hann sjálfur til borgarinnar. Við fundum að við gátum ekki án hvors annars verið. Björn stakk upp á því að ég flytti heim til hans. —■ En þið ætlið þá vonandi að gifta ykkur áður, spurði mamma, skelfingu lostin. — Aldrei að eilífu, hafði Björn svarað. — Það er á móti sannfæringu minni. Fólk væri yfirleitt hamingjusamara í sambúð, ef það væri ógift. Sjá- ið .bara vini mina við leikhús- ið, þar giftist fólk og skilur og það er sannarlega ekki ham- ingjusamt. Við fluttum saman. Foreldr- ar mínir voru mjö gleiðir vegna þess og brúðarslörið hennar ömmu lá ennþá ónotað og guln- aði i umbúðum sínum. Ég opna útidyrnar og geng inn í anddyrið. Björn er ekki kominn heim frá leikhúsinu ennþá. Það var bezt að kveikja á ofninum og búa út skemmti- legan kvöldverð handa honum. Ég dúkaði borðið af mikilli nákvæmni, setti á það blóm og kerti. Ég vil að honum þyki notalegra að koma heim, held- ur en að fara á veitingahús eft- ir sýningar, eins og félagar hans gera. Þegar ég var búin að ganga frá matnum og stinga honum inn í ofninn, geng ég inn í stof- una og sezt í sófann til að bíða. Ég reyni að kæfa geispana, ég er alltaf syfjuð og þreytt þessa dagana. Þegar Björn kemur heim frá leikhúsinu, vill hann helzt ekki fara beint í rúmið. Hann verður að slaka á, borða og rabba, áður en hann getur farið að sofa. Ég fer snemma á fætur, ég verð að vera komin á skrifstofuna klukkan 9, hress og úthvíld, en það er langt síð- an ég hef verið það. Stundum langar mig til að gefa það allt á bátinn og sofa, — sofa. En þá getum við aldrei hitzt, við Björn, ef ég væri ekki vakandi, þegar hann kemur heim frá leikhúsinu. Ég hrekk við, þegar ég heyri í lyklinum hans í skránni, ég hlýt að hafa blundað. Hann kemur beint til mín og kyssir mig á ennið. — Svefn þér í auga! í hjarta fró, segir hann og hlær 'glað- lega. — Ljúft væri að búa við svefn og ró, svaraði ég. Eitt- hvað þessu líkt var það í Ro- meo og Julia, og ég er stolt, þegar ég man eitthvað slíkt. Það hefur þá eitthvað seitlazt inn í mína einföldu skrifstofu- sál. — Við setjumst við borðið. Björn borðar með góðri lyst, hann er svangur. — En vel á minnzt . . . segir hann og lítur upp frá diskin- um. Hann er eitthvað sakbit- inn á svipinn. — Hvað? — Ég borgaði ekki húsaleig- una í dag, peningarnir dugðu ekki. — En ég lagði þá á eldhús- borðið. Hafði ég mistalið mig? — Nei, en ég neyddist til að taka leigubíl, annars hefði ég komið of seint í útvarpið. Ég hafði ekki nóg fyrir bílnum, svo ég neyddist til að taka af húsaleigupeningunum. Ég tók líka leigubíl heim, ég þoli ekki þessar biðraðir við strætisvagn- ana. Hér hefur þú afganginn. Hann tók nokkra krumpaða seðlg upp úr. vasanum. — En við vorum búin að ákveða að spara þennan mán- uð, meðan við erum að borga skattinn og höfum svo mörg önnur útgjöld. Ég fer nú að óska að hlutverkaskipunin í leikhúsinu verði með öðrum hætti, þegar þú lifir þig svona inn í hlutverkin, sagði ég með biturri rödd. Mér varð hugsað til þess að ég stæði í biðröð við strætis- vagnana á hverjum morgni, þar sem maður varð bókstaf- lega að troða sér áfram. Ég hugsaði líka til þess hvernig það væri að komast heim í þessum farartækjum, hlaðin matarpökkum. Hugsa sér ef ég gæti fengið mig til að sinna hvorki skatti eða skuldum og stökkva upp í næsta leigubíl. Blörn var leiður á svipinn. — Ég skal fara til gjaldkerans á morgun og fá eitthvað af kaupinu mínu fyrirfram. Þú mátt bara ekki vera vond, það gæti gert mig vitlausan. 54 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.