Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 54

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 54
SÓLUM FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA FYRIR VINNUVELAR, VEGHEFLA, DRÁTTARVÉLAR, VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR Sölning hf. Baldurshaga við Suðurlandsveg, Reykjavík. Sími 84320. Pósthólf 741. búið saman, hefur Björn að- eins haft hlutverk, sem hafa verið heldur niðurdrepandi. Áður gerðum við að gamni okkar út af því hve hann lifði sig inn í hlutverkin. Við hent- um gaman að því hve hann kunni lítið að fara með pen- inga. Nú er þetta ekki skemmti- legt lengur, nú gerir ábyrgðar- leysi hans mér gramt í geði. Okkur fannst allt svo einfalt og látlaust, þegar við hittumst fyrst. Fyrsta sinn sem ég sá Björn, þá stóð hann á þrepun- um við sumarhúsið okkar á litlu skerjagarðseyjunni og tal- aði við mömmu. Ég kom neðan frá baðströndinni og þegar ég kom auga á hann þótti mér leiðinlegt hve ég var úfin og baðskápan mín óhrein. Ég hefði kosið að vera falleg, þegar hann fyrst leit mig augum. Hann var með hópi kvik- myndaleikara, sem höfðu kom- ið til eyjarinnar, öllum á óvart. Hann var að falast eftir her- bergi til leigu. Fyrstu vikuna hittumst við ekki oft. Það var sólskin á hverjum degi og Björn var all- an daginn við vinnu sína um borð í báti, sem lá langt úti á firði. Hann var samt vanur að sitja hjá okkur á veröndinni smástund á hverju kvöldi, áð- ur en hann fór í háttinn. Næstu viku var rigning og vont veður. Kvikmyndafólkið gekk eirðarlaust um og beið eftir sólinni. Við Björn ráfuð- um fram og aftur um eyna alla dagana. Ég finn ennþá ilm- inn af regnvotum greinum trjánna, sem slógust í andlit okkar. Á kvöldin sátum við í gler- veröndinni. Við töluðum um okkur sjálf, lífið og framtíðar- drauma. Það var dásamleg vika. Síðan komu nokkrir sólskins- dagar og þá var kvikmyndað af kappi, en síðan fór hópur- inn, eins skyndilega og hann kom. Og það var hljótt á eynni. Þegar ég fékk fyrsta bréfið hans, fann ég að ég elskaði hann. Þetta var fyrsta ástar- bréfið sem ég fékk og það var dásamlegt. Síðar sá ég að efni bréfsins var aðallega tilvitnan- ir úr leikritum Shakespeares, en það gerði ekkert til. Til- finningar hans voru einlægar. Hann var uppi í Norrland við kvikmyndaleik. Við skrif- uðumst á daglega. Þegar fríið mitt var búið og ég komin til borgarinnar, hringdi hann oft í mig og það voru bæði löng og rándýr símtöl. Loksins kom hann sjálfur til borgarinnar. Við fundum að við gátum ekki án hvors annars verið. Björn stakk upp á því að ég flytti heim til hans. —■ En þið ætlið þá vonandi að gifta ykkur áður, spurði mamma, skelfingu lostin. — Aldrei að eilífu, hafði Björn svarað. — Það er á móti sannfæringu minni. Fólk væri yfirleitt hamingjusamara í sambúð, ef það væri ógift. Sjá- ið .bara vini mina við leikhús- ið, þar giftist fólk og skilur og það er sannarlega ekki ham- ingjusamt. Við fluttum saman. Foreldr- ar mínir voru mjö gleiðir vegna þess og brúðarslörið hennar ömmu lá ennþá ónotað og guln- aði i umbúðum sínum. Ég opna útidyrnar og geng inn í anddyrið. Björn er ekki kominn heim frá leikhúsinu ennþá. Það var bezt að kveikja á ofninum og búa út skemmti- legan kvöldverð handa honum. Ég dúkaði borðið af mikilli nákvæmni, setti á það blóm og kerti. Ég vil að honum þyki notalegra að koma heim, held- ur en að fara á veitingahús eft- ir sýningar, eins og félagar hans gera. Þegar ég var búin að ganga frá matnum og stinga honum inn í ofninn, geng ég inn í stof- una og sezt í sófann til að bíða. Ég reyni að kæfa geispana, ég er alltaf syfjuð og þreytt þessa dagana. Þegar Björn kemur heim frá leikhúsinu, vill hann helzt ekki fara beint í rúmið. Hann verður að slaka á, borða og rabba, áður en hann getur farið að sofa. Ég fer snemma á fætur, ég verð að vera komin á skrifstofuna klukkan 9, hress og úthvíld, en það er langt síð- an ég hef verið það. Stundum langar mig til að gefa það allt á bátinn og sofa, — sofa. En þá getum við aldrei hitzt, við Björn, ef ég væri ekki vakandi, þegar hann kemur heim frá leikhúsinu. Ég hrekk við, þegar ég heyri í lyklinum hans í skránni, ég hlýt að hafa blundað. Hann kemur beint til mín og kyssir mig á ennið. — Svefn þér í auga! í hjarta fró, segir hann og hlær 'glað- lega. — Ljúft væri að búa við svefn og ró, svaraði ég. Eitt- hvað þessu líkt var það í Ro- meo og Julia, og ég er stolt, þegar ég man eitthvað slíkt. Það hefur þá eitthvað seitlazt inn í mína einföldu skrifstofu- sál. — Við setjumst við borðið. Björn borðar með góðri lyst, hann er svangur. — En vel á minnzt . . . segir hann og lítur upp frá diskin- um. Hann er eitthvað sakbit- inn á svipinn. — Hvað? — Ég borgaði ekki húsaleig- una í dag, peningarnir dugðu ekki. — En ég lagði þá á eldhús- borðið. Hafði ég mistalið mig? — Nei, en ég neyddist til að taka leigubíl, annars hefði ég komið of seint í útvarpið. Ég hafði ekki nóg fyrir bílnum, svo ég neyddist til að taka af húsaleigupeningunum. Ég tók líka leigubíl heim, ég þoli ekki þessar biðraðir við strætisvagn- ana. Hér hefur þú afganginn. Hann tók nokkra krumpaða seðlg upp úr. vasanum. — En við vorum búin að ákveða að spara þennan mán- uð, meðan við erum að borga skattinn og höfum svo mörg önnur útgjöld. Ég fer nú að óska að hlutverkaskipunin í leikhúsinu verði með öðrum hætti, þegar þú lifir þig svona inn í hlutverkin, sagði ég með biturri rödd. Mér varð hugsað til þess að ég stæði í biðröð við strætis- vagnana á hverjum morgni, þar sem maður varð bókstaf- lega að troða sér áfram. Ég hugsaði líka til þess hvernig það væri að komast heim í þessum farartækjum, hlaðin matarpökkum. Hugsa sér ef ég gæti fengið mig til að sinna hvorki skatti eða skuldum og stökkva upp í næsta leigubíl. Blörn var leiður á svipinn. — Ég skal fara til gjaldkerans á morgun og fá eitthvað af kaupinu mínu fyrirfram. Þú mátt bara ekki vera vond, það gæti gert mig vitlausan. 54 VIKAN 14.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.